Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1939, Blaðsíða 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 159 Svo sjeu þessar vjelar svo af- kastamiklar, að manni, sem sje verkinu vanur, veitisfc hægðarleik- ur að prjóna á einuin degi það sem vinnukonan þurfi 3 vikur eða mánaðartíma til þess að geta afkastað. Það sje nefnilega hægt að vefa eða prjóna úr heilu pundi af bandi á dag, eða fnllkomna karlmannspeysu eða annað því líkt. — Árni gamli í Flatey segir, að það sýnist þó sannarlega ómaks- ins vert, að gefa sig að svo tímadrjúgu „handverki“, því að öllu ráðlegra væri að selja til út- landa tilbúnar og iitgengilegar tóvörur, en ullina óunna, sem sje svo lítils virði, þó að hún sje einna besti gjaldeyririnn hjer á landi. Hann segir líka, að til vefnaðarins eða prjónanna þurfi mikið af bandi og því ættu menn að nota sjer það að sú góða madama Sivertsen kaupi vinnu- ull fyrir talsvert hærra verð en „kaupstaðarprís“ og auk þess kaupi liún pundið af velspunnu bandi fyrir 64 skildinga. — ★ Þar sem getur um í umsókn madömu Sivertsen, að stjórnin hafi árið 1823 veitt jómfrú Álf- heiði Johnsen styrk til prjóna- vjelarkaupa, þá skal þess getið, að þessi jómfrú Álfheiður Var dóttir síra Jóns lærða í Möðrufelli í Eyjafirði og kom hún vorið 1824 með eina prjónavjel til Ak- ureyrar og hafði með sjer dansk- an mann, sem átti að kenna að prjóna. Það lítur þannig út, að ekki hafi jómfrú Álfheiður orðið 0 hepnari með þetta fyrirtæki sitt, en madama Sivertsen, því að þess er getið, að „þar þótti vinnast upp kostnaður og ábati“. (Sbr. Annál 19. aldar P. G.). Svo að mjög er hætt við, að sú framfara- tilraun hafi ekki orðið til mikill- ar bótar. Þegar frá leið rættist úr fyrir madömu Sivertsen með prjóna- vjelarnar sínar. — Það voru stúlkurnar í Reykjavík, sem björguðu þessu máli. Dætur svo- kallaðra heldri manna, embættis- manna og kaupmanna í bænum fóru að læra að prjóna og slógu sjer á þetta „handverk“, og þá fór það að þykja fínt að prjóna eða vefa á „sokkavefstól“. Ein þeirra, sem nokkru síðar lærði að prjóna á vjel, var Christiane dótt- ir Möllers lyfsala í Reykjavík, en hún fluttist síðar með prjónavjel sína vestur í Stykkishólm og var þar bústýra hjá bróður sínum, Möller lj-fsala. Sú prjónavjel, sem ef til vill liefir verið ein af þeim þrem fyrstu, er til landsins flutt- ust, var lengi vel eina prjóna- vjelin við Breiðafjörð og var hún enn við líði þegar jeg man fyrst eftir, um síðustu aldamót. — Nú mun hiin glötuð og orðin gagns- laus, hvar sem hún er niður kom- in, en ef hún kæmi í leitiruar, sem vel gæti átt sjer stað, ætti hún að fá húsaskjól á Þjóðminjasafninu, því að svo mikið gagn hefir hún og systur hennar gert landsmönn- um. ★ Það vill nú svo til, að einmitt á þessu herrans ári eru liðin 350 ár síðan fyrsta prjónavjelin var fundin upp. Það var stúdent, sem las guðfræði við háskólann í Cam- bridge, William Lee að nafni, sem fann hana upp, en það Hkt fyrir honum og madömu Sivertsen þeg ar hún, kom með vjelarnar sínar til Reykjavíkur. Það vildi sem sje enginn líta við vjel lians í Eng- landi og fór hann því með hana til Frakklands og þar fjekk hún brátt mikla útbreiðslu. Afköst fyrstu vjelarinnar, sem fundin var upp, voru þau, að hún gat prjónað 1200 lykkjur á mín- útunni og þóttu það mikil undur. þegar tekið var tillit til þess, að þeir sem voru duglegastir með bandprjóna gátu ekki náð nema 100 lykkjum á mínútunni. Hún vann því á við 12 menn röska. Nú afkasta slíkar vjelar óteljandi þúsundum lykkja á mínútunni. Nú eru liðin 104 ár síðan fyrstu prjónavjelarnar fluttust til Reykjavíkur og eru nú slíkar vjel ar orðnar svo almennar hjer á landi, að eflaust má telja þær í þúsundum. Dómarinn: Eyðið þjer miklu fje í áfengi? Ákærði; O, já, en töluvert fer altaf í eektir. Stökur eftir Baldvin Jónatansson. Kemur eftir vetur vor, vel mun fram úr rakna. Eftir gengin æfispor, einskis mun jeg sakna. Gleði iífsins. Mig gleður himinsdrotning dýr, þá dafna blóm á grund. Ef gefst mjer hennar geisli hlýr, það glæðir fjör í lund. Jeg gleðst við fugla sætan söng, og svásra fossa nið. Um sumardægrin ljúf og löng mjer lífið brosir við. Jeg gleðst við brekku blómin smá og bunutæra lind. Er sig í speglar sólin há og sýnir l.jóssins mynd. Af gjöfum drottins gleðst jeg títt, jeg gleðst við diglegt brauð. Jeg gleðst við alt, sem andar hlýtt og allri sviftir nauð. „FLUGFRÆNDUR“. Ný „frændategund“ hefir ris- ið upp í Svíþjóð, en það eru svonefndir „flugfrændur“. — Skýringiry er þessi; Flugfrændi er maður, sem hef- ir efni á að læra að fljúga, en er orðinn of gamall til þess, eða get- Ur það ekki af einhverjum öðrum ástæðum. Hann lætur þá einhvern ungan og efnilegan mann fá pen- inga þá, sem fara til flugnáms. Þessi aðferð ryður sjer mjög til rúms í Svíþjóð og margir ung- ir menn hafa lært að fljúga á þessum grundvelli. 1 allri Svíþjóð eru mörg hundruð ungir menn, sem eiga flugnám sitt og framtíð þessum flugfrændum að þakka. í Gantaborg einni eru 16 flugfrænd ur og búist. er við að þeim fjölgi á næstunni. — Mundu eftir því, Greta litla, að við erum komin í þenna heim til að hjálpa öðrum. — Nú, hvað eiga þá hinir að gera?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.