Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						hék
^LúTB^Mábmm^
42. tölublað.
Sunnudaginn 20. október 1940.
XV. árgangur
l-Mi^.....nilh>'
BÁLSTOFUR
Eftir dr. med. Gunnlaug Olaessen
Fyrir íslendinga, seni enn eru
ekki svo langt á veg komn
ir, að eiga bálstofu — er þykir
sjálfsögð menningarstofnun víðast
erlendis —- er heppilegt að fá
stutt yfirlit um, hve langt bál-
faramálunum er á veg komið í
öðrum löndum.
Á Norðurlöndum hafa Danir
orðið fljótir til að taka upp bál-
farir, enda eru rúmlega 100 þús.
meðlimir í „Dansk Ligbrændings-
forening". Bálstofur eru þar 1S
og bálfarir á 5. þúsundi á s.l. ári.
í Kaupmannahöfn er þriðji hver
maður brendur. Af misskilningi
hefir kirkjan í Danmörku lagst
frekar á móti bálförum, og það
þóttu því góð tíðindi, þegar ný,
dönsk bálstofa var á s.l. ári vígð
af dönskum biskupi. Annars nær
það vitanlega engri átt að hugsa,
að bálfarir komi í bág við krist-
indóminn.
„Dansk Ligbrændingsforening"
hefir gert Bálfarafjelagi íslands
þann greiða, að sjá um brenslu
þeirra, sem hjeðan hafa verið
sendir í því skyni. Það hafa ver-
ið sendar hjeðan fáeinar kistur
síðustu árin.
Þrátt fyrir flutningskostnað
hefir það reynst öllu ódjýrara að
senda lík út, til báífarar í Kaup-
mannahöfn, heldur en að jarða
það í kirkjugarði í Reykjavík.
Er þetta ekki gott dæmi um, hve
útfararkostnaðurinn hjer í höfuð-
staðnum er hneykslanlega hárí
í Svíþjóð starí'a 24 bálstofur,
en einar 10 eða 12 eru í undir-
búningi í ýmsum borgum. Bálfar-
ir voru núlega 5 þúsund á s.l. ári,
og hefir talan tvöfaldast á 6 ár
um. Bálstofan í Helsingborg þyk-
ir ein merkasta nútímabygging í
Svíþjóð. Húsameistarinn var
Ragnar Östberg, sá sami sem
bygði ráðhúsið - eða Stadshuset --
í Stokkhólmi. Sænska bálfarafje-
lagið nefnist „Svenska Eldbegang-
elsesföreningen". Það gefur út
prýðilegt mánaðarrit um bálfara-
mál, og heitir það „Ignis".
í Noregi starfar „Norsk Kre-
mationsforening" að bálfaramál-
um. Þar eru 12 bálstofur — tvær
í Osló og 2 í Bergen. Bæði þar, og
í fleiri norskum borgum, er lík-
brensla ókeypis. Það gera bæjar-
fjelögin af peningalegum ástæð-
um, því aukning og viðhald kirkju-
garðanna er svo dýrt, að það
borgar sig betur fyrir bæjarsjóð-
ina að brenna borgarana ókeyp-
is, en að auka kirkjugarðana.
Væri gott ef Reykjavík vildi taka
sjer þetta til fyrirmyndar.
Bálstofan í Tönsberg erþannig
til komin, að einn prívatmaður —
Pinn "Wilhelmsen, verksmiðjueig-
andi — gaf 130 þús. krónur til
byggingarinnar, en bærinn lagði
til lóðina. Yfirleitt er það segin
saga, að margar bálstofur á Norð-
urlöndum hafa komist upp, að
miklu leyti með framlögum efna-
manna, sem hafa áhuga á bálför-
um. Og mjer vitanlega hefir
fyrsta bálstofan aldrei komist
upp í neiiui landi, nema með gjöf-
um frá prívat efnamönnum, sem
hafa haft skildingaráð, og sýnt
örlæti sitt.
Bálfaratölur eru háar í Þýska-
landi. Þar í landi voru áður mörg
bálfarafjelög; en nú eru þau öll
sameinuð í landsfjelaginu „Gross-
deutsche Feuerbestattung". í
þessu fjelagi er iy2 miljón með-
lima. Nú eru í Þýskalandi 131
bálstofa, og bálfarir um 90 þús. á
ári. Jeg heimsótti bálstofuna í
Jena í Thiiringen, fyrir fáum ár-
um, og fjekk þá að vita, að 90%
voru brendir þar í borginni. Jeg
spurði, hversvegna þessir 10%,
sem eftir voru, væru jarðaðir, og
svarið var, að þeir væru kaþólsk-
ir. En kaþólska kirkjan hefir
aldrei felt sig við bálfarir, eða
leyft þær fyrir sitt leyti.
í Bretlandi hefir bálstofum nú
síðustu 5 árin fjólgað úr 27 upp
í 56. Bretar, sem annars þykja
fastheldnir mjög við fornar venj-
ur, hafa tekið upp mjög einfald-
an sið um meðferð öskunnar, sem
eftir verður, þegar líkið er brent.
Þeir strá duftihu í grasgarð um
bálstofuna („gardens of remem-
branee").
Jeg ætla nú ekki að tilgreina
fleiri lönd. f 10 Evrópulöndum,
sem jeg hefi skýrslur um, fóru ár-
ið 1939 fram 126 þús. bálfarir. í
Ameríku er auk þess fjöldi af bál-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 329
Blašsķša 329
Blašsķša 330
Blašsķša 330
Blašsķša 331
Blašsķša 331
Blašsķša 332
Blašsķša 332
Blašsķša 333
Blašsķša 333
Blašsķša 334
Blašsķša 334
Blašsķša 335
Blašsķša 335
Blašsķša 336
Blašsķša 336