Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.10.1940, Blaðsíða 4
382 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Beaverbrook lávarður Maðurinn sem stjórnar fíug- vjelaframleiðslu Breta Hernaðarsjerfræðingar virðast vera sammála um, að sigur- vonir Breta í núverandi styrjöld byggist aðallega á því, að þeim takist að koma sjer upp flugher, sém er jafn öflugur þeim þýska. Sumar fregnir herma, að Bret- ar sjeu nú á góðum vegi að ná þessu takmarki, og takist þeim það, ber bresku þjóðinni mest að þakka einum manni, og sá maður er Beaverbrook lávarður, flug- vjelaframleiðslumálaráðherra í stríðsstjórn Churchills. Það er sagt, að er Churchill tók Beaverbrook iun í ríkisstjóm sína, hafi hann búist við gagnrýni úr öllum áttum, en það fór á annan veg. Allir virtust sammála um, að hinn smávaxni blaðakóngur í Fleet Street væri einkar vel til þess fallinn að koma góðu skipu- lagi á flugvjelaframleiðslu Breta. Beaverbrook lávarður hefir ekki hlotið aðalsmannstitilinn að erfð- um og hann er ekki „innfæddur“ Englendingur. Beaverbrook er fæddur í Kan- ada, í smáþorpi með 300 íbúum. Foreldrar hans áttu níu *börn. Hinn núverandi enski lávarður var skírður hinu borgaralega nafni William Maxwell Aitken. Um tvítugt var Aitken orðinn vel efnaður maður og er hann stóð á þrítugu var hann miljónamær- ingur og hóf þá sitt nýja líf sem stjórnmálamaður heima í gamla landinu. Saga Beaverbrooks er í fáum dráttum þessi: 18 ara gamall hætti hann skóla- námi og fjekk þá atvinnu við að þvo tómar flöskur í lyfjabúð. Hann kynti sjer lítilsháttar lög- fræði undir handleiðslu R. B. Bennet, sem síðar varð forsætis- ráðherra Kanada. Um tíma var hann sölumaður fyrir fjelag, sem framleiddi saumavjelar; einnig fjekst hann við tryggingar og verðbrjefasölu. Lok« fjekk hann Beaverbrook lávarður. atvinnu sem fulltrúi hjá peninga- útlánara, sem John B. Stairs hjet. Leið nú ekki á löngu, þar til Aitken fór sjálfur að taka þátt í fjármálaviðskiftum á eigin spýtur. ★ Arið 1906 kvæntist hann dóttur kanadisks hershöfðingja. Ein aðal ástæðan fyrir því, að hann flutt- ist til Englands voru árásir, sem hann varð fyrir í blöðum í Mont- real. „Jeg varð fyrir miklum von- brigðum vegna þessara órjettmætu árása“, skrifaði Beaverbrook seinna, og skýrði frá því, að sjer hefði fundist hann vera velgjörða- maður almennings. Honum fanst því skynsamlegast að láta vel- gjörðir sínar koma fram þar sem þeim yrði betur tekið. Ungur maður, sem kemur til Englands með fullar hendur fjár og heilbrigða skynsemi, þarf að- eins á einu að halda og það er á- hrifamiklir vinir. Beaverbrook var ekki heldur í þeim efnum á flæði- skeri staddur, því Bonar Law for- sætisráðherra tók hann að sjer. C Law stakk upp á því, að Beav- erbrook gæfi kost á sjer til þing- setu í kosningum 1910, og hann hlaut kosningu. Næstu sex ár sat Beaverbrook á þingi án þess að neitt sjerstaklega bæri á honum. Hann þótti t. d. ekki.neinn sjer- stakur ræðumaður, en það var vitað, að hann hafði allmikil áhrif á fremstu menn þjóðarinnar, bak við tjöldin. Það var Beaverbrook, sem átti upptökin að því, að Bonar Law og Lloyd George hittust á sveita- setri hans, Cherkley í Surrey. Á fundi þessum varð það að sam- komulagi, að Lloyd George tæki að sjer hermálaráðherraembættið í þjóðstjórn Asquiths. Hermála- ráðherrastaðan varð einn aðal áfaugi Lloyds George’s upp í for , sætisráðherrasætið. Beaverbrook þótti ekki nógu þektur maður til þess að hann fengi ráðherraembætti, en var í þess stað aðlaður og síðar gerður að útbreiðslumálaráðherra. Þegar Beaverbrook fjekk bar- ónstitilinn, kaus hann sjer nafnið Beaverbrook, eftir nafni á smá- bæ einum nálægt æskustöðvum hans í Kanada, þar sei* hann var vanur að skemta sjer við veiðar. Að heimsstyrjöldinni lokinni vissi Beaverbrook lávarður ekki, hvað hann átti af sjer að gera. Hann keypti því dagblaðið „Bai- ly Express“ fyrir 85.000 sterlings- pund og gerðist blaðaútgefandi. Beaverbrook hafði ekki mikla reynslu sem blaðamaður, er hann hóf útgáfu „Daily Express“. En hann tilkynti, að hann ætlaði að gera blað sitt að víðlesnasta dag- blaði heimsins. Þegar hann tók við blaðinu tap- aði fyrirtækið 2.000.000 sterlings- pundum árlega og útbreiðsia blaðsins var um 450.000 eintök. Blaðaútgáfa í London er rekin á þann frumlega hátt, að fastir kaupendur eru slysatrygðir á kostnað blaðsins. Beaverbrook, sem sjálfur var gamall trygginga- maður, bauð lesendum „Daily Express“ hærri tryggingu heldur en lesendur útbreiddasta Lund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.