Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.07.1941, Blaðsíða 1
jPtoranMjMaiðsiinB 27. tölublað. Suimudagnr 6. júlí 1941. XVI. árgangur. Óskar Halldórsson, útgerðarmaður, seg- ir frá ýmsu, sem fyrir hann hefir borið I lítsins ólg'usjó Nú er það ekki nema tvent sem mig vantar, sagði Ósk- ar Halldórsson, er jeg kom snöggv- ast inn til hans hjer um kvöldið. Það er síldarverksmiðja og dag- blað. Það er að segja, jeg hefði viljað eiga blað, ef lögð hefði ver- ið meiri stund á að kenna íslenskn þegar jeg var á Hvanneyrarskól- anum, bætti hann við. Þá datt mjer í hug að það væru svo fáir, sem vissu að hinn sí- glaði síldarspekúlant Óskar hefði nokkurntíma haft nokkurt sam band við búfræði og jarðargróður og fór að spyrja hann um fortíð hans. En hann kvaðst ekki vera í því skapi nú, komið fram yfir Jónsmessu og skipin ófarin á síld. Það er kominn svo mikill hugur í mig, sagði hann. En þetta verð ur nú í síðasta sinn sem jeg geri út á síld — eða kannske í næst- síðasta bætti hann. Eða kannske í mæst-næstsíðasta, bætti jeg við í huganum, því það var ekki mitt að leggja o’rð í belg. En Óskar hefir líklega sjeð einhvern vott at brosi í öðru hverju munnviki mínu, því hann lagði áherslu á, að nú væri sjer alvara. Hann- mundi víst ekki eftir því að hann sagði mjer alveg það sama fyrir 8—10 árum síðan. Jeg skal nefm- lega segja þjer, sagði hann, að Óskar Halldórsson. maður kemst aldrei svo hátt að maður geti ekki „dumpað niður“ á einni síldarvertíð í lífsins ólgu- sjó. — Hvernig var það svo, þegar þú fórst til Danmerkur að læra garðyrkju, sagði jeg, rjett til þess að vita hvort ekki væri hægt að fá hann til þess að segja eitthvað um þá daga. — Jeg var 16 ára þegar jeg sigldi og hafði þá verið 2 vetur á Hvanneyri og var útskrifaður búfræðingur 15 ára gamall. Jeg sigldi með Botníu, og beið niðri á íslandsplads frá því eld- snemma um morguninn þangað til klukkan 4 um daginn eftir því að garðyrkjubóndinn Andersen í Taarneby á Amager kæmi í hest- vagni að sækja mig eins og vöru sendingu með fragtbrjefi og álímd um merkimiða. Mjer er vísað til svefns um kvöldið úti í vinnu- mannaklefa í endanum á hesthús- inu, þeim megin sem svínastían var, og mjer er sagt að jeg eigi að vera kominn á fætur kl. 6, en jeg kann ekki við mig og get ekki sofnað fyrir hávaðanum í búpeningnum og jeg vakna við það að húsbóndinn kemur inn, sjer að jeg hefi sparkað ofan af mjer sænginni og ligg þar í fyrir taks prjónahaldi sem jeg hafði fengið með mjer heimanað, en Andersen þrífur í haldið, flettir því öfugu af mjer, fleygir því út í horn, segir að jeg eigi aldrei að sofa svona dúðaður, snýr mjer við í rúminu og rassskellir mig. Svona byrjaði vera mín í Dan- mörku. Jeg held maður muni það. Síðan hefi jeg aldrei legið í prjóna haldi. Og síðan hefi jeg aldrei verið í vandræðum með að vakna á morgnana. Sofnað seinastur á kvöldin. Vaknað fyrstur á morgn- ana og ekki þolað fólk sem kemur of seint til vinnu sinnar. Þó ekki sjeu nema 5 mínútur. Sagt þeim

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.