Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 29.01.1950, Blaðsíða 1
4. tölublað. XXV. árgangur. 0 fltorpijiM&lig im Sunnudagur 29. janúar 1950. Eggert Magn ússon: JEC FÓR Á HJÓLI FRÁ GLASGOW TIL PARISAR HÖFUNDUR þessarar frásagncr, Eggert Magnússon, Engjabæ í Revkja- vík, tók sjer far með „Heklu“ frá Reykjavík hinn 29. júní í sumar sem leið, ásamt mörgum öðrum, sem fóru í skemtiferð til Skotlands. Hann fylgdist með hópnum um Skotland til Edinborgar og þaðan til Glasgow aftur. En þar skildust leiðir, því að hann hafði einsett sjer að fara á hjóli suður yfir Skotland og England oS ada leið til Parísar. Hefst svo ferða- sagan hinn 5. júlí í Glasgow. FLESTUM finst það hálfgert glæfrafyrirtæki hjá mjer, að ætla að hjóla alla leið til Parísar. Jeg leitaði hófanna hjá ýmsum um það, hvort þeir vildu ekki slást í för með mjer, en undirtektirnar voru svo daufar, að jeg verð að fara einn míns liðs. Jeg er vongóð- ur um að ferðin hepnist vel. Flest- ir ætla sjer að versla hjer í Glas- gow í dag, en jeg hefi nauman tíma og enn naumari farareyri, og tími ekki að eyða honum. Jeg fæ sex brauðsneiðar í nesti hjá bryt- anum á „Heklu“ og svo legg jeg á stað klukkan 4 síðdegis. Það er glaða sólskin á meðan jeg hjóla gegn um borgina. Jeg hafði ekki tímt að skerða gjaldeyri minn með því að kaupa vegarkort af Skotlandi og Englandi. En dag- inn áður hafði jeg sett það vel á mig hverja leið jeg ætti að fara um borgina, og kom það sjer nú vel. Hjólið er í besta lagi, þótt það sje gamalt úr Fálkanum. Jeg vill- ist ekki. Fyrst er Shellstreet, svo Vincentstreet og þá Victory Pass- age. Jeg er ekki lengi að komast út úr borginni, og svo hjóla jeg á fleygiferð fram hjá mörgum bónda- bæum og sveitarþorpum. Fallegt er hjer í Syðri-Hálönd- unum og vegurinn ágætur. Jeg tek eftir því að bændur hjer um slóðir hafa hirt tún sín og fylt hlöður sínar. Það þætti snemm- fenginn heyskapur á íslandi. Hjer fer jeg fram hjá þorpunum Stone- hause, Douglas og Alington. Hjer sje jeg Ijómandi falleg gljúfur, skógi vaxin. Það er all erfitt að hjóla hjer í Cheviotfjöllum. En fagurt er hjer yfir að líta og fje Eggert Magnússon á beit alls staðar. Undir kvöld gerði hellirigningu, en stóð ekki lengur en svo sem 15 mínútur. Þetta var eini skúrinn, sem jeg fekk á mig á allri ferðinni í 20 daga. Nú er tekið að dimma og skóg- urinn verður hálf tröllslegur og ægilegur fyrst í stað fyrir þann, sem óvanur er að ferðast í skógi í myrkri. Jeg hitti hjer nokkra skáta fyrir skömmu og þeir sögðu mjer að til Carlisle í Englandi væri 17 mílur, en þangað hafði jeg hugs- að mjer að komast í kvöld. Nú sá jeg fyrst hve bagalegt það var að hafa ekki ljós á hjólinu, en jeg athugaði ekkert um það áður en jeg fór að heiman, því að þá var björt nótt á íslandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.