Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						6. tbl
Sunnudagur 15. febrúar 1953
P#lfe
XXVTII. árg.
Brynjólfur  !»I«'.!:;5€n\:
Fjárflutningarnir miklu
EINN af merkilegustu atburðum í sögu hins íslenzka landbúnaðar má
eflaust telja fjárflutningana miklu frá Norðurlandi til Suðurlands á s.l.
hausti. Ef slíkir fjárflutningar hefði átt að fara fram fyrir svo sem
30—40 árum, hefði ekki verið um annað að gera en reka féð þessa löngu
leið og er hætt við að það hefði þá týnt tölunni, en hrakið, úrvinda og
uppgefið það, sem komst alla leið. En nú var féð allt flutt á bílum
og lét lítt á sjá. Bílarnir, sem voru í þessum ferðum voru um 120 alls
og fóru flestir þrjár ferðir. Alls voru fluttár" 16,500 'kindur óg sfóðu
flutningarnir í 10 daga. —¦ Eftirfarandi frásögn um þessa fjárflutninga
hefur Lesbók fengið hjá Brynjólfi vegaverkstjóra Melsteð á Hofi í
Gnúpverjahreppi, en hann fór þrjár ferðir norður eins og hér segir. —
ÞAÐ VARÐ að ráði að ég tæki
þátt í hinum miklu fjárflutning-
um Jrá Norðurlandi í haust sem
leið. Ég á gamlan vörubíl, Bed-
ford, smíðaár 1940, og treysti hon-
um, þótt gamall væri. Sumir spáðu
illa fyrir mér, en þetta var þó ekki
elzti bíllinn í fjárflutningunum,
sumir voru miklu eldri.
Ég lagði á stað að heiman kl.
7 að morgni hins 16. september.
Var þá blíðskapar veður eins og
verið hafði það sem af var þess-
um mánuði. Með mér var annar
maður og ætluðum við að skiftast
á um akstur og gæzlu fjárins að
norðan. Var nú haldið rakleitt að
Selfossi. Þar vildi ég láta athuga
bílinn til vonar og vara, enda þótt
hann væri nýkominn úr hreinsun
og viðgerð hjá „Dvergi". Allar
bílasmiðjur á Suðurlandi fengu
mjög aukna atvinnu vegna fjár-
flutninganna, og það var mikið að
gera hjá bílasmiðjunni á Selfossi,
svo að við vorum ekki ferðbúnir
fyrr en um nón. Var þá veður
breytt, kominn hörkustormur af
norðvestri. Var þó enn sólskin um
Suðurland, en þoka og skýafar á
næstu fjöllum og hríðarbylur á há-
lendinu og um Norðurland, svo að
útlitið hafði nú versnað mjög á
stuttri stund.
Undir  Ingólfsfjalli  fengum   við
miklar stormhrynur og helzt svo
Brynjólfur Melsted.
upp með Sogi og inn fyrir Mið-
fell. Á Þingvóllum mátti heita logn
milli gjánna. Inni hjá Ármanns-
felli hafði snjóað, en tekið að
mestu upp aftur. Versta sandbyl
fengum við hjá Sandkluftavatni og
síðan hvassviðri á móti alla leið
niður í Lundarreykjadal. Þar hitt-
um við Ara, hinn margfróða vega-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92