Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1958, Blaðsíða 1
29. tbl. t íf Sunnudagur 17. ágúst 1958 XXXIII. árg. Nýasta eldeyan í Atlantshafi Hér var gosið í algleymingi. ÚTI í ATLANTSHAFI, vestur af Portugal, rísa Azoreyar níu að tölu. Þær eru efstu hnúkarnir á 25.000 feta háum fjallgarði, sem þar er neðansjávar. Allar eru þær eld- brunnar mjög, en þó gróðursælar og þéttbýlar. Ein af eyunum heitir Fayal. Er þar á miðri eynni gamalt eldfjall, en eldsprunga um það eftir endi- langri eynni frá vestri til austurs og nokkur uppvörp á henni. Vest- ast á eynni gengur fram höfði, sem nefnist Capelinho og er þar viti. Þar framundan stóðu fyrrum tveir móbergsdrangar upp úr sjónum, annar mikill um sig, en hinn eins og súla. Nú skeði það hinn 27. september í fyrra, að eldur kom upp úti í sjónum utan við drangana og fylgdu því miklir jarðskjálftar. Gaus þar fyrst upp ógurlegur gufustrókur, er náði um 20.000 feta hæð og fylgdu vábrestir, þrumur og eldingar. Á þessu gekk í þrjá daga og hafði þá skotið 150 feta háum eldgíg upp úr sjónum. Gos- ið hafði þá breyzt og fylgdi nú sandur og aska. Barst þetta upp á eyna sem kolsvart regn og mynd- aðist þar þykkt lag af blautum auri, sem eyðilagði alla akra í grenndinni. En við og við fellu úr gosmekkinum stóreflis steinar til jarðar, og þar sem þeir komu á hus, mölbrutu þeir þau. Eyar- skeggjar gáfu nú þessari nýu ey nafn og kölluðu „Ilha Nova“, eða Nýey, eins og eyan var kölluð sem skaut upp fram af Reykja- nesi 1783, var upp úr sjó nokkrar vikur, en sökk svo. Líkt fór um þessa Nýey hjá Fayal. Úr henni stóðu gos látlaust í heilan mánuð og var hún þá orðin 300 feta há. En svo hrundi gígurin saman, og eyan hvarf á einni nótt (aðfaranótt 30. október), en skildi þó eftir sand- rif á milli dranganna. Hinn 4. nóvember tók aftur að gjósa og eyan skaut upp kollinum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.