Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						5. tbl.
JIíiirpMiirlal^k
Sunnudagur 15. febrúar 1959
bék
XXXIV. árg.
Jón   ÁsbjöYnsson   hæstaréttardómari:
Fornritafélagið
Fyrir skömmu flutti Jón Asb.jorns.son hæstaréttardómari erinrii
í útvarpið um Fornritaútgáfuna. Hann hefir frá öndverðu verið
li'ið og salin í þvi merka fyrirtæki. Frásógn hans á brýnt erinrii
tíl allra landsmanna og þess vegna hefir Lesbók fengið leyfi hans
til að birU hana.
SVO sem getið hefur verið, varð
Hið ísl. fornritafélag þrítugt á síð-
astliðnu ári. Lét félagið þá prenta
lítinn afmælisbækling og kom
hann út laust fyrir jól. Af þeim
sökum hefur Ríkisútvarpið farið
þess á leit við mig, að ég segði
hlustendum fáein orð um félagið
og starfsemi þess á liðnum árum.
Ég verð þó að fara fljótt yfir sögu
og vísa þeim, sem nánar vilja
kynnast þessu máli, til umrædds
afmæliskvers.
Ég vil fyrst víkja að stofnun fé-
lagsins. Hún var undirbúin af 5
manna nefnd, sem kosin var úr
hópi nær 30 manna er lofað höfðu
styrk til hins væntanlega útgáfu-
fyrirtækis. í nefndinni voru Matt-
hías Þórðarson fornminjavörður,
Ólafur Lárusson prófessor, Pétur
Halldórsson bóksali, Tryggvi Þór-
hallsson forsætisráðherra og ég
sem mæli þessi orð. Nefnd þessi
gaf út boðsbréf hinn 1. des. 1927
og hét á liðsinni manna til þessa
máls. Brugðust margir unnendur
fornra fræða vel við og var félagið
síðan stofnað hinn 14. júní 1928.
Varð það því þrítugt 14. júní f. á.
— Fyrstu stjórn þess skipuðu áð-
urgreindir nefndarmenn. Tveir
þessara manna, Pétur Halldórsson
og Tryggvi Þórhallsson, eru nú
látnir, en hinir þrír hafa setið í
stjórninni til þessa dags. í stað
hinna látnu hafa Haukur Thors
framkvstj. og dr. Björn Þórðarson
fyrv. forsætisráðherra verið kosnir
í stjórn félagsins.
Þegar áður en nefndin tók til
starfa, var samið við Sigurð Nor-
dal prófessor um, að hann tæki að
sér aðalumsjón með útgáfunni.
Starfaði hann að öllum undirbún-
ingi, að útgáfu íornritanna ásamt
nefndinni. Var henni það ómetan-
legur styrkur.
Nú skal greint frá fyrirkomulagi
félagsins. Það er ekki atvinnufyrir-
Jim Ásbjörnsson.
tæki, svo sem margir munu ætla,
heldur svonefnd sjálfseignarstofn-
un, líkt og t.d. Bókmenntafélagið
og Sógufélagið, stofnað í þágu ís-
lenzkra fornbókmennta, með
frjálsum fjárframlögum einstakra
manna og félaga. Þeir, sem fé lögðu
af mörkum, fá því engan arð af
framlagi sínu, enda var það í raun
og veru gjöf til fyrirtækisins. Þeim
eru að eins ætluð ritin á meðan
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80