Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						25. tbl.
JfofgmtMðtoiii
Sunnudagur 6. september 1959
b&k
XXXIV. árg.
JARÐGÖNC TIL ÚLFSDALA
SIGLUFJÖRÐUR ætti eigi aðeins
að vera frægur sem síldarver,
heldur einnig fyrir náttúrufegurð.
Hann er með svipmestu og feg-
urstu fjörðum þessa lands. Þarna
gengur sjórinn líkt og hak inn á
milli himingnæfandi og tígulegra
tindafjaUa, en inn á milli þeirra
eru grænir dalir og nær gróður
víðast langt upp eftir hlíðum fjall-
anna. En út í fjörðinn teygist
Siglufjarðareyrí, eða Þormóðseyri
eins óg hún hét upphaflega, kennd
við landnámsmanninn, Þormóð
hinn ramma. Hér er oft sólskin og
staðviðri á sumrin og hiti mikill.
Eru þá f jöllin fögur álitum, en feg-
urst er þó hér þegar miðnætursólin
svífur fyrir fjarðarmynnið og
varpar gullinni og rauðri slikju
yfir láð og lög. En á vetrum er hér
oft stormasamt og stórhríðar mikl-
ar og fannfergi. Þó birtir á milli
með logni og heiðríkju og þá eru
fjöllin jafnvel fegurst, alþakin
drifhvítum fannafeldi. Og þarna er
sem furðulegur töfraheimur á
kvöldin, þegar tungl í fyllingu
hellir þessa fannhvítu fjallakvos
barmafulla af lýsigulli og geislar
á stálbláum botni hennar.
En     Siglufjarðarumdæmi      er
^
Hér byrja jarðgöngin á hinum nýa vegi.
meira heldur en Siglufjörður. Það
náði einu sinni yfir fjórar afmark-
aðar byggðir. Austast er Héðins-
fjörður og Hvanndalir. í Héðins-
firði voru fimm bæir: Vík, Vatns-
endi, Grundarkot, Möðruvellir og
Ámá. Nú er öll þessi byggð í eyði.
Hvanndalir fóru í eyði um alda-
mótin.
Næst kom svo Siglunes ásamt
Nesdal. í dalnum var bær, sem hét
Reyðará, en hann er kominn í eyði
fyrir löngu. Á Siglunesi er enn
byggð. Talið er að þar hafi einu
sinni verið einhver stærsti torfbær
á landinu, og voru þar 35 alna löng
göng. Fyrir einni öld var þar þrí-
býli og um 60 heimilismenn, þar af
32—35 hjú. Nú má heita að sú stétt
sé liðin undir lok.
Þriðja byggðin var í Siglufirði
sjálfum. Þar voru þessir bæir:
Staðarhóll, Ráeyri, Saurbær, Hóll,
Leyningur, Skarðsdalskot, Skarðs-
dalur, Höfn og Hvanneyri. Þá var
lítt byggð eyrin, sem kaupstaður-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 377
Blašsķša 377
Blašsķša 378
Blašsķša 378
Blašsķša 379
Blašsķša 379
Blašsķša 380
Blašsķša 380
Blašsķša 381
Blašsķša 381
Blašsķša 382
Blašsķša 382
Blašsķša 383
Blašsķša 383
Blašsķša 384
Blašsķša 384