Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1962, Blaðsíða 1
HANN HRESSTI ÞÆR MEÐ MÆLSKU SINNI Sjálfsævisaga hins heimskunna banda- ríska rithöfundar Marks Twains kom í fyrsta ginn út í heild sinni á síð- asta ári, hálfri öld eftir dauða hans. Samdi hann hana í ígripum á árunum 1873—1906 og lagði blátt bann við að hún yrði birt í heild fyrr en eftir dauða sinn. Handritið, sem hann lét eftir sig, var svo mik- ið að vöxtum, að útgáf- urnar á Sjálfsævisögunni 1924 og 1940 tóku aðeins yfir um helming þess hvor fyrir sig. Ævisagan þykir meðal merkustu bóka á sínu sviði, sem út hafa komið í Bandaríkj- unum, og kennir þar furðu margra grasa, svo sem vænta mátti. Hún er ekki skrifuð í réttri tímaröð, heldur lætur skáldið hug- ann reika fram og aftur í tímanum, eins og m. a. kemur fram 1 kaflanum sem hér birtist, en þar lýsir hann lauslega kynn- um sínum af tveim þekkt- um mönnum. Imorgun (ritað 11. ágúst 1906) eru í blöðunum ein eða tvær vísur eftir Kipling. Með þeim er hann að mótmæla nýrri og frjálslyndari stefnu brezku stjórnarinnar, sem hann óttast að muni fá hinum sigruðu Búum í Suð- •ur-Afríku úrslitavaldið í landinu. Nafn Kiplings og orð hans snerta mig alltaf nú orðið meira en nokkurs annars lif- andi manns. Þó man ég þá tima, fyrir sautján eða átján árum, að nafnið sagði mér ekkert, og aðeins orðin snertu mig. Um það leyti var nafn Kiplings að byrja að verða þekkt hingað og þang- að í Indlandi, en utan þess keisara- dæmis hafði hann ekkert ferðazt. Hann kom hingað, ferðaðist um Ameríku og lifði á bréfaskriftum til indverskra blaða. Hann reit fjörug, létt og gneist- andi bréf, en enginn utan Indlands vissi það. Á leið sinni yfir New York-ríki áði hatui í Elmira og tókst á hendur erfiða og leiðinlega ferð upp að Quarry Farm til að leita mig uppi. Hann hefði átt að hringja fyrst á bæinn; þá hefði hann komizt að því, að ég var á Langdon- óðalinu, tæpan mílufjórðung frá gisti- MARK XWAIN húsinu, sem hann bjó á. En þá var hann aðeins unglingur, tuttugu og fjög- urra ára, og tilhlýðilega ákafur. Hann lagði af stað uppeftir í öllum hitan- um og rykinu, án þess að spyrjast fyr- ir. Hann hitti Susy Crane og litlu Susy mína, og þeim tókst nærri því að láta honum líða vel, eins vel og aðstæður og veður leyfðu. Þau settust öll á garðsvalirnar, og meðan Kipling hvíldist og fékk hress- ingu, hressti hann þær með mælsku sinni, mælsku sem var talsvert æðri þeim samræðum, sem þær áttu að venj- ast; ræðu hans mætti helzt líkja við fótspor, svo sterk og ótvíræð voru þau áhrif, sem hún skildi eftir. Síðar töl- uðu þær oft með furðu um málsnilld Kiplings, og þær gerðu sér grein fyrir, að þær höfðu kynnzt óvenjulegum manni, en það er meira en sennilegt, að þær hafi verið einu persónumar, sem þá höfðu tekið eftir að hann var óvenju legur. Sennilega hafa þær ekki gert sér fulla grein fyrir mikilleik hans, að öllum líkum hafa þær verið eins og Eric Ericsson (Mark Twain hefur senni- lega Leif Eiríksson í huga), fundið meginland, en ekki grunað ómælisvídd- ir þess. Nafn hans var óþekkt og átti eftir að vera það í eitt ár, ei> Susy geymdi nafnspjald hans og varðveitti það sem merkisgrip. Á því var heim- ilisfangið Allahabad. Eflaust hefur Indland verið henni sem hugarfóstur til þeirrar stundar, álf- heimar og draumaland, land gert af skáldskap og tunglsljósi handa Þúsund og einni nótt til að láta sín stórfeng- legu kraftaverk gerast í. Án efa hefur návist Kiplings, bráðlifandi, og nýtízku- legur klæðaburður hans gert henni það raanverulegt í fyrsta skipti, klætt það holdi og blóði. Ég held þetta af því að hún minntist einu sinni á, hve fjar- lægt það væri þeim heimi, sem við lifð- . um í, reiknaði þessa fjarlægð út og tilkynnti svarið með lotningu, fjórtán eða sex- tán þúsund mú - ur, ég man ekki hvort heldur var. Kipling hafði rit- að kveðju til mín á nafnspjaldið. Þetta gerði spjald ið enn verðmæt- ara í augum Susy, því sem virðing- armerki gekk það næst því að eiga kunningja á tungl inu. Kipling leit inn um kvöldið og eyddi tveim stundum hjá mér, og þegar hann fór hafði ég komið honum jafnmikið á óvart og hann mér, svo við skildum jafn- ir. Ég var sann- færður um, að hann vissi fleira en nokkur annar maður, sem ég hafði komizt í kynni við á æv- inni, og ég var fullviss um að hann vissi, að ég var fávísasti mað- ur, sem hann hafði komizt í kynni við á æv- inni. Hann talaði þó ekki um það, og ég bjóst ekki heldur við að hann myndi gera það. Þegar hann var farinn vildi frú Langdon fá einhverja vitn- eskju um gest- minn. Eg sagði: „Hann er mér ókunn- ur, en hann er eftirtektarverðasti mað- ur — og ég geng honum næst. Við höf- um deilt með okkur allri þekkingu. Hann veit allt sem vitað verður, og ég veit afganginn." Hann var ókunnur mér og öllum heimi, var það áfram næstu tólf mán- uði. Þá varð hann skyndi- lega þekktur, þekktur hvar sem var. Síðan hefur hann notið þeirrar einstöku virðingar allt fram á þenn an dag, að hann er eini lifandi maðurinn, sem er ekki þjóðhöfðingi, en i. um allan heim, ef hann segir eitthvað. Rödd hans, ein radda allra lifandi manna í sambærilegri stöðu, mjakast ekki með járnbraut eða skipi, heldur ferðast á fyrsta farrými: í símskeyti. Hér um bil ári eftir heimsókn Kipl- ings í Elmira, kom George Warner inn í bókasafnið okkar í Hartíord með litla bók í hendinni og spurði mig, hvort ég hefði nokkm’n tíma heyrt getið mn Rudyard Kipling. „Nei,“ svaraði ég. Hann sagði þá, að ég mundi brátt heyra talað um hann, og mundi haim láta heyra hátt. og stöðugt til sín. Litla bókin var Fábrotnar sögur (Plain Tal- es) og hann skildi hana eftir handa mér að lesa og sagði, að hún væri þrungin fjörgandi ilmi og mundi blása hressandi andvara um heiminn og end- urlífga þjóðirnar. Fáum dögum síðar kom hann með eintak af Lundúnablað- inu „World", sem í var lýsing á Kipl- ing, og þar var minnzt á að hann hefði ferðazt í Bandaríkjunum. Greinin gat þess, að hann hefði komiJ til Elmira. Sú setning, ásamt því að hann var kominn frá Indlandi, vakti eftirtekt okkar Susy. Hún gekk til herbergis síns og kom aftur með nafnspjaldið, sem hún hafði fest undir rammánum á speglinurpi og þar með var búið að slá föstu, hver gesturinn á Qarry Farm hafði verið. Tpigin verk' hef ég ekki les- Ei ið, en bækur Kiplings hef ég lesið vel, að minnsta kosti betur en bækur annarra. — Þær fölna mér aldrei; þær halda sínum lit; þær eru alltaf ferskar. Mörg söguljóð- in hafa sérstæðan og fullnægjandi þokka. Mér virðist, að hinar óviðjafn- anlegu Frumskógasögur (Jungle Books, úr þeim eru Dýrheimar) muni aldrei finna sinn líka. Ég álít, að það hafi verið Indlandsferðarinnar virði að verða hæfur til að lesa Kim af skilningi og gera mér ljóst, hvílíkt snilldarverk sú bók er. Engin bók er jafngagnsýrð af hinu innra, ísmeygilega hrífandi að- dráttarafli Indlsnds og Kim. í Kim er það allstaðar eins og andrúmsloftið. Ég les þá bók á hverju ári og kemst á þann hátt óþreyttur til Indlands, eina framandi landsins, sem mig dreymir dagdrauma um og langar innilega til að sjá aftur. Ég hafði mest af Louis Stevenson að segja á bekk á Washington Square. Hann var ræðinn og viðmótsgóður, og stóð þetta útilíf í meir en klukkustund. Ég kom með honum frá húsi hans, en þar hafði ég heilsað fjölskyldu hans. Erindi hans á torgið var að drekka i sig sólskinið. Afar litið var um hold é honum, fötin mynduðu dældir, eins og ekkert væri innan í þeim nema grind úr myndastyttu. Langt andlitið, sléM hárið, dökk húð og þunglyndislegur, hugsandi svipur fóru líkama hans prýði lega, og allt virtist þetta sérlega skipu- lagt til að safna dreifðri eftirtekt manns og beina henni' að helzta og sérstæð- asta einkenni Stevensons: hinum fögru augum hans. Þau brunnu sem gneist- andi bál undan slútandi brúnum, ogþau gerðu hann fallegan. Eg sagðist álíta, að hann hefði rétt fyrir sér um alla aðila aðra, en honum skjátlaðist um Bret Harte. Ég sagði sem svo, að Harte væri ágætur félagi og yfip- borðskenndur en þægilegur ræðumað- ur; að hann væri alltaf góður en aldrei snjall; hvað þetta snerti mætti ekki setja hann á bekk með Thomas Bailey Aldrich, né heldur nokkrum öðrum manni, fyrr eða síðar; Aldrich væri allt af fyndinn, alltaf snjall, ef einhver Ur sjálfsœvisögu MARKS TWAINS hljómgrunn væri viðstaddur sem gæti slegið tinnu hans á réttan hátt; Aldrich væri alltaf snar, viss, og brygðist aldrei, eins og glóandi járnið á steðjanum; það þyrfti aðeins að slá það af kunnáttu, þá flygju neistarnir í allar áttir. Ég bætti við: „Enginn hefur verið snjallari en Aldrich í snörpum og hvössum, fyndnum og gamansömum tilsvörum. Enginn hefur staðið honum jafnfætis, og vissulega enginn staðið honum Fiamihald á bls. 12.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.