Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1962, Blaðsíða 1
og varð að stöðugu fyrirbæri, sem enn er fram haldið. í staðinn fyrir annan áfanga frelsunarinnar, sem Pólverjar væntu fyrir sex árum, hafa margar rýmkanir, sem þá hófust, verið afnumd- ar. Samt væri ekki rétt að segja, að ekkert sé eftir af ábatanum frá október 1956. En hvernig lítur þá efnahagsskýrsl- an út eftir sex ára valdasetu Gomulka? Eignamegin má geta þess, að Pólverjar eru enn sem komið er, frjálsari en nokk- ur önnur þjóð, austan járntjalds. Þeir, sem eru gestkomandi vestan fyrir tjald, eru hissa á því, hve frjálsmannlega Pól- verjar nöldra yfir ríkisstjórn sinni og setja út á hana, og hinu, hversu lítillar hræðslu þar gætir við pólitískar ofsókn- ir. Pólverjar mega ferðast vestur fyrir, miklu frjálsar en nágrannar þeirra, svo Fyrir sex árum fagnaði PóllanJ „vori i októbermánuði". Hversu mikió er eftir af vonasumrinu, sem á eftir fylgdi? EFTIR ALEXANDER BRECMAN HlNN 20. október 1956 fór Krúsjeff ásamt þrem öðr- um fyrirmönnum Sovétríkj- anna, frá Varsjá, eftir að þeim hafði mistekizt að hindra, að Gomulka kæmist aftur til valda, með hótunum um að beitá rauða hernum. Þegar Rússarnir voru að fara, var mið- stjórn pólska kommúnistaflokksins að koma saman á fund til að kjósa nýtt Politbureau. Og daginn eftir útvarp- aði æstur blaðamaður þætti utan dag- skrár um útvarpsstöðina í Varsjá, og sagði: „Vér höfum öðlazt vor í októbermán- uði — vor vaknandi vona og vaknandi þjóðarstolts, vor hins sanna þjóðlega ör- eigaveldis og ásetnings um að marka okkar eigin pólsku leið til sósíalisma". Hann talaði um „hina miklu endur- reisn sannleikans" og „jafnan rétt til handa stórum þjóðum sem smáum“, í herbúðum kommúnismans, og lauk máli sínu þannig: „Vorið er enn aðeins í dögun sinni. öfl fortíðarinnar hafa enn ekki gefizt upp — ekki lagt. niður vopnin. . . En við höfum farið yfir Rubicon, og ekkert getur framar stöðvað hina miklu ný- sköpun pólsku sósíalistabyltingarinnar". -N úna — sex árum síðar — er ræðu- maðurinn, Henryk Holland — ekki leng ur í lifenda tölu. Hann stökk út um glugga á íbúðinni sinni á sjöttu hæð, en þangað hafði hann verið færður, til þess að hjálpa til við lögreglurannsókn, eftir að hann hafði verið tekinn fastur, fyrir setlaða tilraun til að veita erlendum blaðamönnum upplýsingar, Undanhald enn Og rétt eins og útvarpsræðan, sem að ofan getur var táknræn fyrir hinar glæstu vonir, sem vöknuðu árið 1956, var sjálfsmorð hans fyrir nokkrum mán uðum táknrænt um hin miklu vonbrigði pólsku þjóðarinnar — einkum þó mennta manna hennar. í staðinn fyrir að tala um vor í október, hafa Pólverjar nú á reiðum höndum þá kaldranalegu fyndni, að Pólland hafi fengið 11-mánaða al- manak, þar sem októbermánuð vanti í árið. Það sem er almennt kallað „undan- haldið frá október“ hófst skömmu síðar fremi þeir eiga peninga, eða þá skyld- menni, sem vilja bera kostnaðinn af ferð um þeirra. Pólitískar handtökur eru fáar, enda þótt einn rithöfundur væri hnepptur í fangelsi fyrir að láta frá sér fara bréf með gagnrýni á kommúnistaleiðtogana, og annar fyrir að taka að sér að þýða bók úr ensku fyrir útgefanda, sem var í útlegð, og svo tveir klerkar fyrir að breiða út „landsskaðlegt níð“. Nokkur vestræn blöð eru til sölu í Póllandi, svo og margar enskar og franskar bækur. Fólk er heldur ekki hrætt við að tala við vestrænt skemmti- ferðafólk. Ekkert er amazt við BBC, Frjálsri Evrópu og öðrum vestiænum útvarpsstöðvum ,og flestir Pólverjar hlusta á þær, án þess að eiga á hættw að verða kærðir fyrir að hafa eftir það^ sem þeir heyra. Enda þótt þetta sé hátíð hjá ástand- inu eins og þgð var fyrir 1956, eru menntamenn samt enn gramari í dag en nokkurntíma á síðustu sex árum. Þeir viðurkenna, að Pólland sé frjálsara en nokkurt annað land í „Sósíalistaherbúð- unum“. En um leið og í öðrum löndum, svo sem Ungverjalandi, er smám saman verið að losa um hömlurnar, á hið gagn- stæða sér í stað í Póllandi: þar fer frjáls- ræðið minnkandi með degi hverjum. Þar er kvartað um strangari ritskoðun, og ýmsar ráðstafanir yfirvaldanna til. að leggja hömlur á rithöfunda, með því að stöðva eða tefja fyrir útgáfu á bókum. Ennfremur hefur staða vestrænna blaðamanna orðið æ erfiðari. Nokkrir þeirra, eins og einn frá Le Monde, hafa verið reknir úr landi, og hinum, sem eftir eru, hefur verið gefin bending um að leita sér ekki upplýsinga hjá einstakl- ingum. Fyrir fáum árum var Varsjá ein- hver bezti staður að afla sér slíkra upp- lýsinga, svo sem um það, sem var að gerast í Moskvu og hjá alþjóða-komm- únismanum. Nú er það af. Einhver mesta breytingin, sem orðið hefur síðan 1956, er á persónulegri stöðu hr. Gomulka. Árið 1956 var hann sá, sem gat svarað Krúsjeff fullum hálsi. í dag er hann einn mesti trúnaðar- þjónn Krúsjéffs, en ekki lengur hetjan, sem gamlar guðhræddar konur báðu fyrir — og heilsu hans — í kirkjunum. Pólverjar saka hann um mikinn áhuga á að fullnægja skipunum frá Moskvu. Hann þurfti sannarlega ekki, árið 1962, að lepja upp Sovétlygarnar frá 1943 um sök Þjóðverja um Kathyn-morðin, en þeim trúir ekki eitt barn í Póllandi, auk heldur aðrir. Heldur ekki var honum nauðsynlegt að verja samning Stalins við Hitler, en hann telja allir í Póllandi or- sökina til ógæfu landsins. Hann hefði alveg getað þagað um þessi viðkvæmu atriði. En sú staðreynd, að það hefur hann ekki gert, er talin sönnun þess, að hann sé ekki lengur í snertingu við huga þjóðar sinnar. Minnkandi tekjur r að voru menntamennirnir, sen áttu höfuðþáttinn í viðburðunum 195< og það eru þeir, sem í dag fýrirlíts mest manninn, sem þeir studdu upp valdastólinn. Hann er þekktur fyrij hatur sitt á menntamönnum og þeh svara honum í sama. Ásamt með menntan.önnunum hjálp' uðu einnig verkamenn, svo að um mun- aði, við sigur Gomulka, 1956. En í dag cru þeir einnig farnir að mögla yfh stjornarstefnu hans. Og sannleikurinr er hka sá, að tekjur þeirra, sem hækk- uðu nokkuð fyrstu þrjú árin, hafa far- ío jafnt og þétt minnkandi síðan 1959 Hr. Gumulka tókst að frysta tekjui manna á þann hátt, að það hefði ger: -J' ®,el^yn Lloyd gulan og grænan ai ofund. Meðalkaup pólskra verkamanní var 1669 zloty (um £ 24.19 s. á opin- beru gengi mánaðarlega, árið 1960, 1661 zloty árið 1961 og 1665, Vrstu fimir manuði ársins 1962. Með öðrum orðu'ra hafa raunverulegar tekjur í Póllandi lækkað síðan 1960. Og þar sem verðlag hækkaði um hér um bii 4%, hafa tekj- urnar enn rýrnað sem því svarar. Það er þvi engin furða þótt verk- foll og oánægja hafi rikt í landinu. Sex verkfoll á tveim, árum, sem sum stóðu vikur, hafa verið viðurkennd í verk- smiðju nokkurri 1 Varsjá, einni saman. Og þegar forsætisráðherrann kom til að fordæma verkföllin hlógu vérkfalls- mennirmr bara af onum. r ramhaid á bls. 13.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.