Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1963, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1963, Blaðsíða 1
Gamia smaiaioitin, reist fyrir aldamót. Eftir Séra Gísla Brynjólfsson Fyrir austan Djúpá í Fljóts- hverfi eru bara tveir bæir — Rauðaberg og Núpstaður. Milli bæjanna er eina óbrúaða vatnsfallið milli sanda hér í Vestur-Skaftafells- sýslu. Það er áin Krossá. Hamingjan má vita hvernig stendur á þeirri nafngift. En það má um þetta nafn segja,eins og Gröndal segir um ætt sína. „Þó ég geti ekki rakið hana, er hún jafnlöng fyrir því“. Krossá á líka sína sögu, þótt ég kunni hana ekki. — Og hvernig sem sú saga er gegnir hún Krossáin sínu hlut- verki í nútímanum. Hún knýr raf- stöðina fyrir Rauðaberg. Þegar komið er yfir Krossá taka við grasi grónar, blómum skrýddar brekkur Núpstaðar. Hið mesta heitir Ytri-Hvamm ur. í skjólgóðum, sólvermdum faðmi hans er að finna unaðslega ró íslenzkrar sveita sælu. Austur af hvamminum heitir Ytra- Leiti. Þar sér fábreytt mannaverk, ofur- litla tótt hlaðna úr stuðlabergssteinum, sem fallið hafa úr hömrunum fyrir ofan. Hún er 7x3 fet að innanmáli með þykk- um veggjum, dyrum að framan. Hverskonar mannvirki er þetta? Hún minnir á merkan þátt í atvinnusögu ís- lendinga, sem nú er horfinn að fullu og öllu,. lifir aðeins í sögum og endurminn- ingum eldra fólks og miðaldra. Það eru fráfærurnar. Þetta .er smalatótt. Smalinn á Núpstað byggði sér hana fyrir síðustu aldamót. Það var aldrei kofi eða nein vistarvera, heldur bara tótt. etta segir Hannes mér þegar þetta mannvirki berst í tal, og svo för- um við að tala um fráfærurnar, þessa drjúgu mataz-holu íslenzku sveitanna. — Það var víst ekki hætt að færa frá hérna á Núpstað fyrr en eftir 1930 — síðast liklega 1932 eða 1933. Ég efast um að það hafi nokkursstaðar verið íært frá lengur hér um slóðir. — Kannski í Ytri-Dalbæ í Landbroti, íkýt ég inn í. — Já, kannski, það var fastheldið á íornar venjur þar. — Voru margar ær í kvíum hér? — Þær voru um 80—100. Ég er óviss um að þær hafi annarsstaðar verið fleiri. Hér var líka stórt heimili. Mig minnir Þorieifur í Hóium segja, að uilarinnlegg- ið a Papós hafi verið mest béðan frc Núpstað. Þar sem fæst var munu kví- ærnar hafa verið um 20. En allsstaðar var fært frá. Þetta var svo mikill matur og nauðsynlegt að afla hans í heimilin. Þá var úttektin úr kaupstöðunum lítil. — Hvað mjólkuðu ærnar mikið? — Það var misjafnt, afar misjafnt. Ætli það hafi ekki oftast verið knngum peii í mál. Það var vitanlega mest fyrst, a.m.k. gleipumálið. — Gleipumálið? — Já, hefurðu ekki heyrt það? Það var fyrsta eða annað málið eftir fráfær- urnar. Þá var langmest í ánum. En svo héldu þær naisjafnlega vel á sér. Ef það kom kuldi og hrakveður skömmu eftir að þær voru rúnar geltust þær mik- ið. Svo voru þær misjafnlega mjólkur- Uaunes og 1‘oi.uui.i á Nup juiö lægnar, alveg eins og kýrnar. Og svo fór það extir haglendmu. H venær var fært frá? — Það var nálægt mánaðamótunum júní — júlí. Það var búið að stía lömb- unum frá ánum 2—3 sinnum. Það var gert til þess að fá mjólkina úr ánum svo að hægt væri að búa til smjör og ost handa þeim, sem fóru í kaupstaðar- ferðirnar. Víða var lítið til af slíku á heimilum þegar kom fram á vorið. Svo þegar búið var að færa frá voru lömbin rekin inn í Seldal. Hann er hér fyrir austan Núpinn. En fyrstu dagana var setið yfir ánum úti í Ytra-Hvammi. Þar var þægilegt að passa þær, því að þær sóttu svo mikið heim á stekkinn. Þá hafðist smalinn við á Ytra-Leiti. Og hann byggði sér tóttina, sem þú varst að tala um áðan. Það var maður sem hét Þorvarður Jónsson. Hann var úr Meðal- landi. Ég held hann hafi verið prests- sonur. Hann dó á unga aldri. V ar ekki hjásetan erfitt verk fyrir unglinga í gamla daga? — Jú, sérstaklega að passa ærnar yfir nóttina. Þær voru baldnar þegar fór að skyggja og svo lágu þær róiegar fram í birtingu. En það þurfti að fara á fætur fyrir allar aldir til að smala og vera kominn með þær á kvíabólið á mjalta- tíma. En svo var það einhverntíma í kringum aldamótin, að ég var á ferð í Vík. Þá sé ég, að Halldór var búinn að koma upp nátthaga fyrir ærnar í Suður- Vík. í landlegum hafði hann látið út- versmennina hlaða langa garða í brekk- unum austan við bæinn. Þar var stórt byrgi. Ég hugsaði mér að svona skyldi ég reyna að koma upp heima líka. Og það gerði ég. Ég losaði grjót í berginu hérna vestan við lækinn og lét það velta niður á jafnsléttu. Svo fór ég að hlaða. Það vannst furðu vel. Það var afskaplega mikill munur að passa ærnar eftir að nátthaginn kom. Svo varð þetta fljótlega bezta slægjan. Ég skipti nátt- haganum í tvennt, og beitti helmingana til skiptis. Nú er það líka löngu orðið að túni. Við Hannes látum nú lokið viðræðum um fráfærurnar (að þessu sinni). Þór- anna er komin með kaffið og við sláum út í aðra sálma. Alltaf er nóg til að spjalla um. Það er óvenju heitt þennan dag, 18 stig á Klaustri. Sjálfsagt meira hér á Núpstað. Þegar við ökum vestur brekk- urnar rísa ærnar letilega upp úr götu- troðningunum. Þær eru fullar og feitar og lömb þeirra fá úr þeim mikla mjólk. Þau nota tækifærið þegar ærnar standa upp til að svala þorstanum í hita dagsins. Og ærnar láta sér vel líka að gegna móðurskyldunni. Það er einhver munur að fá að hafa lambið sitt hjá sér langa og bjarta sumardaga, heldur en vera svipt því eina sem hún ann í þessu lífi, barninu sínu, eins og formóðir hennar varð að þola meðan fært var frá. GBr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.