Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ZA
Eftir  Siglaug  Btynleifsson
'ýzantion  var stofnuð af Me-
garabúum 657 f. Kr. Borgarstæðið
er við Bosporus eða Hellusund, sem
er miili Svartahafs og Marmarahafs.
Þar ei nú  borgin  Istanbúl.  Korn-
flutningurinn frá Svartahafslöndun
um fór um þetta sund, því var borg-
in snemma mjög þýðingarmikil fyr
ir Hellena. Sá aðili  sem  réð borg-
inni gat  stöðvað  kornflutning  til
Hellas.   Persar   ráða   borginni
um   títna,   síðan   ná   Hellenar
henni aftur og í borgarastyrjöldun-
"um er oft  barizt  um. borgina. tJm
tíma 'var borgin hluti makedónska
ríkisins, en þegar því  ríki  fer  að
hnigna   verður  borgin  sjálfstæð
nokkurn tíma. Svo koma Rón verjar
til sögunnar.. Oft er barizt um borg-
ina og loks gerir Konstantínus hana
að stjórnaraðsetri 11. maí 330 e. Kr.
Forsendur að þessu voru  margar.
Efnahagsleg þungamiðja Rómaveld-
is var í Austurlöndum, þar  var. ~~%
hafði lengi verið blómlegur  iör^ó
ur og verzlun. Landbúnaður var þar
einnig í miklum blóma, kornlöndin
voru í  Norður-Afríku  og  Egypta-
landi. Austurlandaverzlunin var allt
af  mjög  ábatasöm.  Efnahagsöng-
þveitið á 3ju öld varð vesturhlutan-
um erfiðara  en  austurhluta  ríkis
ins. Viðreisn Diókletíanusar og Kon
stantínusar styrkti ríkið efnahags-
lega og hernaðarlega, en þá var svo
komið að vesturhlutinn átti sér ekki
viðreisnarvon  efnaihagslega.  Skatt-
píning, verðhrun og stöðugar styrj
aldir höfðu veiklað  vesturhlutann
og með flutningi stjórnaraðsetursins
hlaut fjármagnið að leita  austur á
bóginn. Þessi ráðstöfun Konstantín
usar átti því þátt í því að flýta fyrir
hruni Vest-rómverska  ríkisins  um
leið og austurhluthui síyrktist.
/1  ust-rómverska   ríkið   stóð   í
1130 ár. sé talið Irá fiutningi stjórnar-
aðsetursins til Býzantion eða Konstan-
tínópel, eins og borgin var nefnd eftir
Konstanfinusi. Þjóðflutnimgatiminn var
þessum ríkishluta hættulegur eins og
þeim vestari. Við skiptingu ríkisins 395
versnaði stórum ástandið í vesturhlut-
anum, en hann skrimiti þó sem ríki fram
til 476. Það hrynur í ólgu þjóðflutning-
anna. AusturhJutanum var einnig hætt,
en þó fór srvo að hann stóðst þessa hol-
skfjflu, straumurinn lá fram hjá landa-
msrum ríkisins og ríkið var svo til ó-
skert. Annað var það sem varð einingu
ríkisins hættulegt, en það voru trúar-
deiiur. Aríanisminn og Nestoríanisminn
eru upprunnir í Austurlöndum. Deilur
biskupanna í Konstantínópel og Róm
leiddu að lokum til aðskiinaðar grisku
og rómversku kirknanna. Yfirbiskupinn
í Konstantínópel var þjónn krúnunnar,
en sá í Róm gerði þegar frá leið kröfu
til heimsyfirráða. Það komu snemma í
Ijós þau einkenni sem sérkenndu  siðar
býzanska ríkið: sterk miðstjórn einvalds-
keisara, rikiskirkja og mál hennar var
griske og afskipti rikisvaldsins af at-
vinruvegum. Fyrirmyndin var austræm
og minnti um margt á Persaveldi, þeg-
ar það var upp á sitt bezta. Keisararnir
litu á sig sem rómverska keisara og
þóttust. eiga kröfu til alls hins forna
Rómaveldis, en það er ekki fyrr en á
sjöttu öld sem tekið er að vinna að sam-
ei.ungu hins forna Rómaveldis.
Sá sem þá kemur til sögunnar er
Jústiníanus keisari. Með pólitík
sinni rýfur hann þá hægfara
þróun, sem þegar mátti sjá fyrir.
En hún stefndi í þá átt að gera Aust-
rómve'rska ríkið að hálfgerðum arftaka
hellenísku ríkjarina. Jústiníanus vinnur
að endurreisn Rómaveldis. Hann var af
bændaættum frá Makedóníu. Harm
dreymdi um að sameina aftur Rómaveldi
í aliri sinni dýrð. Hann vann aftur Af-
ríku, ítalíu, Korsíku, Sardiníu og hluta
Spánar. Hann var algjörlega einvaldur,
æðsti löggjafi og lét taka saman og sam-
ræma lagabálka sem við hann eru
kenndir. Hann var arftaki Krists og
reisti honum og sér til dýrðar það must-
eri sem enn er eitt glæsilegasta hús,
sem reist hefur verið, Sófíukirkjuna.
Byggingarnar í Ravenna minna einnig
á veldi hans og glæsileika hirðarinnar
í Býzans á þessum árum. Hann var eins
og áður segir arf taki Krists og barðist
því með oddi og egg gegn allri villu inn
an kristninnar og reyndi að koma á
kristnum sið þar sem hann náði til.
Keisaradrottningin Þeódóra var lítillar
ættar eins og keisarinn og hafði stundað
hæpna atvinnu í æsku sinni. Hún var
honum ekki siðri að gáfum og raun-
sæi. Hún virðist hafa haft þá skoðun
að stefna bæri að því að festa og tryggja
ríkið sem bezt i austurvegi og jafnvel
að slá af trúarkröfum ef það hefði getað
orðið til styrktar ríkinu.
Það er ekki hægt að dæma um hvort
stefna Þeódóru eða Jústiníanusar átti
meiri rétt á sér, en það er freistandi að
álíta að stefna Þeódóru hefði orðið af-
farasælli. Eins og komið var þá, var von-
lausi að endurreisa Rómaríki og það má
ætla að sigurvinningar Jústinianusar
hafi að lokum orðið Aust-rómverska
ríkinu full dýrkeyptir. Frægasti herfor-
ingi keisarans var 3elisaríus, sem síðar
féll í ónáð að tilefnislausu. Jústiníanus
var tortrygginn og fordildarfullur, og
það var margt í fari hans sem var ekki
sem geðslegast. Þegar á reyndi virðist
Þeódóra hafa verið ráðkænust. Þetta
kom greinilega fram í Níka-upphlaupinu
í janúar 532. Það var hún og Belisarius
sem björguðu þá korónu Jústiníanusar.
1 ótt ríkið væri aust-rómr/erskt og
austræn áhrif s*. o til alisráðandi á þeim
landsvæö'Um sem rákið spennti yfir, þá
var ríkismálið (embættismálið) latína.
Þt-ð var á allan hátt reynt að halda við
i'ómverskum erfðavenjum, titlar og em-
bcsttaheiti voru latnesk og rómverskir
siðir voru í heiðri hafðir. Þetta tekur
ekki að breytast fyrr en á sjöundu ö!d,
ríkið er orðið hrein-býzanskt um miðja
niundu öld.
Jústiníanus deyr 565 og þá magnast
árásir Persa, og Langbarðar ná hluta
ítalíu á sitt vald (568). Slavar taka að
herja á Balkanskaga og taka sér þar ból
festii. Síðan koma Arabar til sögunnar.
Árin 610—717 eru tími stöðugrar bar-
áttu gegn innrásarþjóðum og ríkið geng-
ur saman. Á þessum árum rikja Hera-
kllanar, þeim tekst að halda ríkinu sam-
an þótt þeir tapi löndum og þeir leggja
grundvöllinn að hrein-býzönsku ríki. Sá
fyrsti þeirra, Heraklíus, sem ríkti 610
—641, stöðvaði Persa og hrakti. Hann
vann mikinn sigur á þeim hjá Níníve og
er stundum nefndur fyrsti krossfarinn.
Þótt hann væri ágætur landstjórnarmað-
ur og herforingi þó tók ríkið að skreppa
SEman um hans daga. Arabar taka Sýr-
land.- Egyptaland, Norður-Afriku og Ar-
meníu. Ríkið nær yfir Litlu-Asíu, Balk-
anskaga og Ravenna og nágrenni. Við
þetta verður mikil breyting á öllu skipu
lagi ríkisins og umboðsstjórninni. Her-
stjórar fá vðldin í þemunum eða her-
stjóraumdæmunum. Hermennirnir fengu
bújarðir gegn því að þeir gegndu her-
þjónustu, elzti sonur tók við af föður.
Þetta fyrirkomulag gafst ágætlega, hern-
aðarútgjöldin lækkuðu og tala sjálfseign
árbænda jókst. Við þetta styrktist bæði
ríki og landbúnaður. Þessu fyrirkomu-
!agi var komið á þegar ríkið var í
m*stri hættu og rætt var um að flytja
höfuðborgina til Karþagó í Norður-Af
ríku Úr því varð þó ekki. Slavar höfðu
náð miklum landsvæðum á Balkanskaga,
í lok sjöundu aldar höfðu keisararnir
náð yfirhendinni í Þrakíu og Mið-Grikk
Framhald á Ms. 12
Páðreimurinn í Miklagarði, eins og ha
ebi id' mörgum tyrkneskum moskum b
nn var snemma á 19. öld, jþegar hann v ar
orgurinnar.
tnn notaður til útreiða.  í baksýn
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16