Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						•urra blaða bæklingur, sem gefinn er
út aí hinum íámenna hópi komimúmista
í Ástralíu, sem fylgja Kínverjum að
málum.
í Pekingóperunni, sem áður fyrr
sýndi klassísk verk um konunga og
prinsessur, var ég viðstaddur sýnimgu,
þar sem sýnt var hvernig kínverskir
„sjálfboðaliðar" í Kóreu gereyða
bandarískri herdeild. Bandaríkjamenn-
iinir voru sýndir sem drukknir og
huglausir vesalingar, sem nauðguðu
kóreískum stúlkum og brytjuðu niður
kóreíska herfanga. Kínverjum hefur
ekki verið skýrt frá því, að bandarísk
eldflaug hafi lent á tunglinu. Margir
Kínverjar trúa því, að þúsund ára rík-
ið sé á næsta leiti og vænta megi
hruns Bandaríkjanma innan fárra mán-
fcða  vegna  þeirrar  áherzlu,  sem  blöð
auöa-Kína augliti til auglitis
Eg fór ekki til Kína sem
venjulegur ferðamaður,
undir nákvæmri leiðsögn yfirvald-
anna, heldur sem. blaðamaður með
laglegt rautt blaðamannaskírtemi,
með gylltu upphleyptu letri, sem
gefið var últ af utanríkisráðuneyt-
inu. Ég ferðaðist 3 þúsund mílur
um landið með flugvélum, hrað-
lestum, hægfara lestum, jeppum og
Mongólahestum. Ég dvaldist meðal
yerksmiðjuverkamanna og fjöl-
skyldna þeirra og ræddi við Kín-
verja úr öllum stéttum, sem venju-
lega forðast útlendinga sem heitan
eldinn, svo og ráðherra, starfsmenn
flokksins og meðlimi hinnar gömlu
yfirstéttar. Loks heimsótti ég mann-
inn, sem sjá má á risastórum
myndum um all't Kínaveldi, sjálfan
Mao Tse-tung, í fylgd með nokkrum
frönskum stjórnmálamönnum og
iðjuhöldum, sem voru í Kína vegna
opnunar franskrar vörusýningar.
Það Kína, sem ég kynntist, var bæði
margslumgnara og ekki eins ógnarlegt
og það Kína, sem ég hafði búizt við
að sjá. Ég var þeirrar skoðumar áður
en ég fór þangað, að Kína væri bæði
fúst til og fært um að hleypa þriðju
heimsstyrjöldinni af stað. Ég sá land,
sem af efnahagslegum, ástæðum var aug
Ijóslega ekki fært um að standa
undir víðtækum styrjaldarrekstri. Þótt
Kínverjar stæri sig af því að mennta
eitt hundrað þúsund tæknifræðimga og
vísindamenn á ári, var mér tjáð af
Vesturlandabúum í Peking, að breitt bil
eé á milli hæfni Kínverja til að kenna
afstæð hugtök og að hagnýta þá þekk-
ingu. Þessir Vesturlandabúar eru
sannfærðiir um, að Kínverjar hefðu ek;ki
einu sinni getað byrjað á kjarnorkuá-
œtlun sinni án aðstoðar þeirrar, sem
Bússar veittu þeim í upphafi, og án
Hsue-shen Tsien, prófessors, sem áður
var við Kalíforníuháskóla, en er nú
æðsti yfirmaður kjarniorkuáætlunar
Rauða-Kína.
É.
íg bjost við þvi, að andleg
kúgun hinna^ 700 milljóna Kinverja
væri alger. Ég k)0imst að raun um, að
hin nýju trúarbrögð Kina, dýrkunin
á fiokiksforimanjiinum Mao, voru sann-
íariega i heiðri hötfð af ölluim, en af
ayiismfunamdi mikiÚi sannfæringu. Ég
bjóst við iðnaði í öiruim vexti ag mikl-
HEIMSOKN  TIL  MAO  TSE-TUNGS
Mep UafiYi slæman reykingahósta.
um framikvæimdum. Ég komst að raun
um, að lífinu er tekið með ró og að
flestir foringjar flokksins hafa tilhneig-
íngu til að líta fremur til unnina af-
reka en nýrra markmiða. Ég bjóst við
hræðilegu tilbreytingaleysi um allt
Kína. Ég komst að raun um, að fjöl-
mörgum Kínverjum hefur tekizt að
varðveita einstaklingshyggju sína, þrátt
fyrir þvinganir til hins gagnstæða.
Ef kerfið, sem þröngvað hefur ver-
ið upp á Kínverja síðastliðin 15 ár,
hefði tekizt að fullu, hefðd einstaklings-
hygigjan verið horfin fyrir löngu. Þ-ví
Kínverjar lifa í algerri einangrun. Þeir
lesa einungis þær bækur og þau tíma-
rit, sem leiðtogarnir ákveða að séu þeim
hioll lesning. Erlendar útvarpssendingar
eru trufiaðar á mjög árangursríkan
hátt. Um allt Kína er aðalforystugrein
dagblaðanna hin sama og öliuim er
skylt að kynna sér efni hennar. Með-
an á dvöl minni í Kína stóð rakst ég
aðeins á tvö rit, sem ekki voru kín-
versk. Anrnað var albanskt vikurit,
sieim gelið er út á ensku, HiU var fjög-
og útvarp Ieggja á hina daglegu ósigra,
sem bandarískir kapítalistar verði fyrir
af hálfu íbúa Afríku og Vietnam og
sjálfra negranna í Bandarikjunum.
Aðalatvinnuvegurinn í Peking, höfuð-
borg Kína, er framleiðsla áróðurs fyr-
ir ríkisstjórnina. Það er borg, sem hef-
ur verið skipulögð fyrir hersýningar,
en ekki venjulega umferð. Aðalgatan,
sem nefnist Shangan, er þrjár milur að
lengd og 240 fet að breidd, en hún end-
ar báðuim megin í frumstæðum sveita-
wgum.
H.
. elztu byggingarnar í Peking,
Hús alþýðunnar, Byltingarsafnið og
bækistöðvar sjónvarps og útvarps, sem
gætt er af öflugum herverði, eru
byggðar í hdnum þungjamalega sovézka
stíl. I ljótleika sinum stinga þær mjög
í stúf við hinn viðkvæmnislega bygging-
ai-stíl gömlu bygginganna við aðalgöt-
una, Tien An Men (Hlið hins himneska
friðar) og „Borgarinnar forboðnu",
sem nú. er skemmtigárður og safn.
Norðar   við'   götuna   eir   ný   for-
boðin borg, sem umlukt er 15 feta liA-
um múrsteinsvegg. Þar búa leiíWogar
Kínaveldis, jafnt úr snertingu við kin-
verska alþýðu og hin gamla forboðina
borg var á valdatímum Ming- og Tang-
ættanna.
Allir útlendingar í Peking eru að-
skildir frá íbúunum. Hinir „föstu er-
lendu gestir", sem vinna fyrir Kínverja,
búa í afmörkuðu hverfi í útjaðri borg-
arinnar, sem nefnt er „Hverfi vinátt-
unnar", en það var upphaflega byggt
fyrir sovézka tæknifi'æðinga — sem
hurfu á brott árið 1961. Starfsfólk sendi
ráðanna býr annaðhvort á Hótel Pek-
ing eða í öðru af tveim „sendiráðsihverf-
um" í borginni. Blaðamenn og kaup-
sýslumenn búa á Hótel Hsin Tchiao,
sem er hálfhiörleg bygging, en það bæt
ir nokkuð úr skák, að það er eina hótel-
ið í öllu Kína sem hefur vinbar.
„Við getum ekki farið út fyrir Pek-
ing — nema til ílugvallarins, til að heim
sækja Ming-grafhvelfinguna eða Múr-
inn mikla, — ntma þá gegn sérstöku
vegabréfi", sagði brezkur sendiráðs-
starfsmaður mér, „og flestum um-
sóknuim okkar um ferðaleyfi út fyrir
Pe.king er synjað með orðunum „Það
hentar ekki."
ii. baðströnd í grennd við Peking,
sem nefnist Peitaho, er sendiráðsmönn-
um leyft að koma frá 15. júní til 31.
ágúst, og í reglunum segir: „Sendiráðs-
fólk má koma á alla staði í Peitaho
nema þá, sem þeim er ekki heimilt að
dveljast á". Á ströndinni eru aðskiiin
svæði fyrir embættismenn flokksins og
fjölskyldur þeirra, sendiráð kommúnista
ríkja, sem aðhyilast stefnu Kínverja,
sendiráð þeirra, sem aðhyllast stefnu
Rússa, sendiráð auðvaldsríkjanna og
hina „föstu erlendu gesti".
Mao, sem mynd er af á hverjum vegg,
ber ekki annan opinberan titil en for-
maður miðstjói-nar Kommúnistaflokks-
ins, en hann heldur áfram að vera hinn
dularfulli alfaðir þjóðarinnar. Kínverj-
ar vita ekki hvar hann býr, eða hvar
hann er yfirleitt, og þeir vita ekkert um
einkalíf hans. Hann hefur aldrei sézt í
kínverska sjónvarpinu eða talað í út-
varpið.
Ég hafði aldrei búizt við því að hitta
hann sjálfan, en fyrirvaralaust var ég
skipaður í hóp franskra stjórnmála-
manna og iðjuhölda, sem vom í heim-
sókn í landinu, og höfðu verið valdir
til að heimsækja hann.
Við fórum frá Peking árla morguns
með Viscount-flugvél, sem smíðuð var
í Bretlandi, til Hangchow, sem er við
vatn nokkurt um 75 mílur suður af
Shanghai. Jafnskjótt og við höfðum stig
ið út úr flugvélinni var okkur ekið til
Hótel Hangehow, sem er þægilegt gisti-
hús í úthverfi borgarinnar vestanverðu.
Eftir  Edward  Behr
„Þið eruð vinsamlega bsðnir um að
halda kyrru fyrir í hótelinu", sagði ung-
ur stjórnarfulltrúi, sem með okkur var.
„Ykkur verður gefinn klukkustundar
fyrirvari". Ég spurði, hvort viðtalið yrði
þann dag. „Það getur orðið í dag, og
það getur orðið á morgun", sagði hann.
Klukkan fjögur síðdegis barði hann
að dyrum hjá mér og sagði: „Viljið þér
vinsamlegast vera reiðubúinn innan
klukkustundar". Að þeim tíma liðnum
kom hópurinn saman og bættist þá í
hann Wang Ping Nam, aðstoðarutanrikis
ráðherra. Þé kom stjórnarfulltrúinn enn
einu sinni og sagði okkur að fylgja sér.
f ið ókum hægt í nokkrar mínút-
ur í gegmum skóg og lystigarð við vatn
eitt og ég sá íögregluvörð meðfram ieið-
inni og nokkur skilti, sem bönnuðu öll-
um óviðkomandi að vera þar á ferli.
Lioks beygði fremsti billinn, sem var
Framhald á bls. 13.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16