Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Ludvik Vaculík, höfundur „Tvó' þúsund orða"
tlutti tyrirlestur þann, er hér birtist
úrdráttur úr, á rithöfundaþingi í Prag
í júní 1967
Þessi úrdráttur birtist í BLM í Stokkhólmi í október
s/. án leyfis höfundar og þaðan er greinin tekin.
LUDVÍK VACULÍK:
UM VALDIÐ
Ég vil nota þetta tækifæri til að
segja ykkur dálítið, sem þið að visu vit-
ið fyrir. Ég vil bara leggja ofurlítið í
belg. í ályktunartillögunni stendur, að
tilgangur sósialísks kenfis sé að gera
kleifa samhæfingu mannsins, er staða
hans sem borgara hefur verið tryggð.
Borgari: einu sinni var þetta virðu-
legt, byltingarkennt orð. Það táknaði
þann mann, sem enginn gat takmarka-
laust ráðið yfir, þann mann, sem að-
eins var unnt að stjórna með svo lipr-
um aðferðum, að hann hefði á tilfinn-
ingunni, að hann stjórnaði sér næstum
sjálfur.
Takmark þeirrar yfirlætislegu vinnu-
sérhæfingar, sem kölluð er stjórnmál,
var að laða fram þessa hugsun hjá
þeim sem stjórnað var. En í raunveru-
leikanum verður borgarinn sem stjórn-
ar sér sjálfur, áfram eins konar goð-
sögn.
Marxísk gagnrýni á valdið leiddi í
ljós áður ókunn tengsl milli drottin-
valdsins og eignar framleiðslutækjanna.
Þessi þáttur, ásamt með skilningi ásögu
mannsandans sem sögu stéttabaráttunn-
ar, lagði grunn undir þjóðfélagslega
byltingu, og menn væntu sér með henni
lausnar á vandamálinu í sambandi við
valdið. Þjóðfélagsleg bylting beppnaðist
hjá okkur, en vandamálið í sambandi
við valdið er enn fyrir hendi. Þótt við
höfum tekið í hornin á bola og höldum
honum, er alltaf einhver, sem sparkar
í sífellu í bakhlutann á okkur og vill
ekki hætta.
Það sýnist sem valdið eigi sér sín eig
in órjúfanegu lög um þróun og fram-
komu, án tillits til hver með það fer.
Valdið er sérstætt mannlegt fyrirbrigði
að því leyti, að jafnvel í litlum hópi
verður einhver að stjórna og einnig í
hópi hinna mestu andans manna verð-
ur einhver að taka saman árangur rök-
ræðna og leggja hann fyrir. Valdið er
sérstakt ástand. Það kemur bæði hart
niður á þeim sem stjórnar og hinum sem
stjórnað er.
Þúsund ára reynsla af valdinu hefur
knúið mannkynið til að reyna aðskapa
sér ákveðin starfslögmál, þar sem er
hið formlega lýðræðiskerfi með tilfærsl
um, sjálfvirkum straumrofum og stillt-
um tímafrestum. En inn í hin eiginlegu
atjórnkerfi grípa áhrif manna sem eiga
yfir að ráða hráu afli, reistu á fjár-
magni,  vopnaeign,  hagstæðum  ættar-
böndum, framleiðslueinokun o.s.frv. Lðg
málin hindra því ekki hið illa, og ofur-
lítil lagfæring á þessari staðreynd get-
ur leitt til þeirrar almennu fullyrðing-
ar, að reglur hins formlega lýðræðis
séu undirrót alls ills. Þessar reglur eru
samt í sjálfu sér hvorki kapítalískar né
sósíalískar, þær segja ekki fyrir um
hvað gera skuli, heldur hvernig teknar
skuli ákvarðanir um það sem gera skal.
Það er mannasetning, sem raunveru-
lega ver stjórnvöldin. Hún verndar und
irsátana, en forðar ríkisstjórnum frá
byssukjöftum, ef þær skyldu falla. Þetta
formlega lýðræðiskerfi tryggir síður en
svo styrka stjórn, en það sannfærir
menn um, að sú næsta geti orðið betri.
Sem sagt, ríkisstjórnir falla, en borgar-
ar endurnýjast. Og öfugt, þar semrík-
isstjórnir sitja langi, fellur borgarinn.
Hvar falla borgararnir? Ég vil ekki
skemmta óvinum okkar með því að
segja að þeir falli á aftökupallinum.
Það á ekki við nema um nokkra tugi
eða fá hundruð borgara.
En vinir okkar vita líka, að það er
r;óg. Því að í kjölfarið getur fylgt ótti
allrar  þjóðarinnar,   afskiptaleysi  um
stjórnmál og borgaraleg auðsveipni, smá
vægilegar  dæguráhyggjur  og  auvirði-
legar óskir, hlýðni við sdsmækkandi yf-
irmenn; í stuttu máli: undirgefni af svo
framandi og torkennilegri gerð, að mað
ur getur ekki einu sinni útskýrt hana
fyrir erlendum gestum. Ég tel að engir
borgarar séu lengur til í þjóðfélagi okk
ar.  Ég hef mínar  ástæður fyrir  þessu
áliti mínu,  ástæður sem safnazt  hafa
saman á umliðnum árum í starfi minu
við tímarit og útvarp. Ég skal gera nán
ari grein fyrir einni nærtækri ástæðu:
þessi ráðstefna kom ekki saman á þeirri
stundu sem aðilar samtaka okkarhöfðu
tiltekið,  heldur  þegar  „foringinn"  gaf
velviljað samþykki sitt eftir nákvæma
yfirvegun. Til endurgjalds væntir hann
þess í samræmi við þúsund ára reynslu
sína, að við lofsyngjum dirottinsætt hans.
Ég legg til að við gerum það ekki. Ég
legg til að við gaumigæfum áilyktun okk-
ar og sláum striki yfir öll menki undir-
gefni.  Með  þeim  þjóðum,  sem  virða
menningu sína í gagnrýni á ríkisvaldið,
hvílir einmitt sérstök skylda á rithöf-
undum, að þeir gleymi ekki alþýðlegu
fóstri sínu. Ég legg til, að hver sá er
hér á eftir að taka til máls, komi með
tillögur og  geri  grein  fyrir  skilningi
sínum á einhverju því máli sem þjakar
hug hans. Við skulum taka fullan þátt
í borgaraleiknum, fyrst okkur er leyft
það og við höfum fengið þennan leik-
völl,  og við skulum haga okkur  eins
og við værum fullorðnir og myndugir
næstu þrjá daga.
Hér tala ég sem borgari ríkis, sem
ég mun aldrei yfirgefa, en get þó ekki
búið ánægður við. Ég hugleiði borgara-
leg málefni, en er þó í erfiðri aðstöðu:
ég er líka félagi í kommúnistaflokkn-
um og hvorki má né vil tala um flokks-
málefni hér. En málum er svo komið
hjá  okkur,  að sá hlutur er  varla til,
Ludvík Vaculík.
að hann geti ekki á einhverju stigi um-
ræðna verið flokksmál. Hvað á ég að
gera, þegar hvor tveggja, flokkur minn
og ríkisstjórn mín hafa gert allt til að
sameina starfsemi sína. Persónulega álít
ég báðum koma það illa. Það skapar
okkur borgurunum sem hér erum sam-
an komnir, erfiða aðstöðu. Flokksbundn
ir menn mega ekki tala um viðkvæm
mál við óflokksbundna, og þeir hafa
aftur ekki aðgang að einu mannfund-
um, þar sem þau mál eru rsedd opin-
skátt. Bæði hinir fyrr og síðar nefndu
búa við skerðingu á grundvelli borgara
legs frelsis — að mega talast við eins
og þeim sýnist.  Hugsanlega  er  þetta
Hcrflutningur Rússa frá Tékkóslóva kíu á dögunum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16