Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1970, Blaðsíða 1
1 ÁSTUM OG STRÍÐI Kaflar úr sjálfsævisögu Bertrands Russells, The Darkness Within Líf mitt fyrir 1910 og líf mitt eftir 1914 var eins ólíkt hvort öðru og líf Fausts áður og eft- ir að hann hitti Mefistófeles. Hjá mér hófst uppyngingar- skeið, fyrst af völdum Ottoline Morell og síðan stríðsins. Það kann að virðast undarlegt að nokkur skyldi yngjast af völd- um stríðsins, en satt að segja hristi það af mér fordómana og kom mér til að velta á nýjan leik fyrir mér fjölmörgum grundvallarspurningum. Það fékk mér einnig í hendur ný verkefni, er vöktu starfsfjör mitt af þeim dvala, sem það lagðist alltaf í, þegar ég reyndi að taka aftur til við stærð- fræðilega rökfræði. Síðustu dagana í júlí 1914 var ég í Cambridge, þar sem ég rökræddi ástandið við hvern sem ég hitti. Ég gat ómögulega trúað því að Evrópa væri svo vitfirrt að fara að steypa sér út í styrjöld, en ég var sannfærður um það, að kæmi til stríðs, þá tæki Eng- land þátt í þvi. Ég hafði þá bjargföstu skoðun að Eng- land ætti að vera hlutlaust, og mér tókst að safna undirskrift- um mikils fjölda prófessora og áhrifamikilla menntamanna undir ályktun þess efnis, sem birtist í „Manchester Guardi- an“. Daginn sem lýst var yfir styrjöld, skiptu næstum allir þeirra um skoðun. Mánudaginn eftir hélt ég til Þinghússins í von um að fá að heyra hina frægu greinargerð Sir Edwards Greys, en mann- fjöldinn var svo mikill að ég komst hvergi nærri. Ég gekk um göturnar allt kvöldið, sér- staklega í grennd við Trafalgar Square, virti fyrir mér fagn- andi múginn og reyndi að skynja tilfinningar vegfar- enda. Þennan dag og þá sem á eftir fylgdu, fann ég mér til mikillar undrunar að almenn- ingur var í sjöunda himni við tilhugsunina um styrjaldarþátt töku. f blindni minni hafði ég ímyndað mér, eins og allir frið arsinnar héldu fram, að það væru harðstjórnarsinnaðir og kaldrifjaðir stjórnmálamenn sem þröngvuðu þegnunum nauð ugum til styrjalda. Ég hafði fylgzt með því undanfar- andi ár, hve markvisst Sir Ed- ward Grey laug að þjóðinni til að forðast að láta almenning gera sér grein fyrir því, hvern- ig hann skuidbatt okkur til að styðja Frakka, ef til stríðs kæmi. f einfeldni minni ímynd- aði ég mér, að þegar þjóðin kæmist að því, hvernig hann hafði logið að henni, þá fyllt- ist hún reiði. En í þess stað var hún honum þakklát fyrir að hlífa henni við allri sið- ferðilegri ábyrgð. Að morgni 4. ágúst gekk ég með Ottoline fram og aftur um auðar göturnar á bak við British Museum, þar sem há- skólabyggingarnar eru nú. Við ræddum framtíðina, sem við lit- um síður en svo björtum aug- um. Þegar við töluðum við aðra um þá ógæfu, sem við sáum blasa við, héldu þeir að við værum gengin af vitinu. Þó kom síðar í ljós að við vorum ekki of svartsýn, heldur barnalega bjartsýn. Um kvöld- ið, eftir langt rifrildi við George Trevelyan (sagnfræð- inginn), var ég viðstaddur síðasta fund hlutleysisnefndar- innar. Meðan á fundinum stóð gerði þrumuveður. Allir hinna eidri nefndarmanna voru þess fullvissir að þetta væru þýzk- ar sprengjur að falla á London, og varð það til að eyða síðustu leifum hlutleysisstefnu þeirra. Það er engin leið að lýsa undrun minni fyrstu daga stríðsins. Beztu vinir mínir, t.d. Whitehead hjónin, urðu her- skáir eins og villimenn Menn á borð við J.L. Hammond, sem árum saman hafði skrifað grein ar gegn þátttöku í styrjöld í Evrópu, féllu marflatir fyrir atburðunum í Belgíu. Blaðið „Nation“ var vant að efna til hádegisverðarfundar með rit- stjórninni á hverjum þriðju- degi. Ég kom til hádegisverðar hinn 4. ágúst. Massingham rit- stjóri sagðist vera ákaflega andvígur þátttöku okkar í stríðinu Hann tók tveim hönd- um boði mínu um að skrifa greinar í blað hans um það efni. Næsta dag fékk ég bréf frá honum, sem hófst svo: „Ekki er allt í dag sem í gær og sagði mér að hann hefði skipt algerlega um skoðun Nokkrir friðarsinnar, þ.á.m. fáeinir þingmenn, tóku að gang ast fyrir fundum í húsi Morrell hjónanna við Berkeley Square. Ég sótti þessa fundi, sem leiddu til stofnunar „Uni- oin o-f Demiocratic Conitrol“. Mér þótti athyglisvert að sjá að margir hinna friðarsinnuðu stjórnmálamanna höfðu meiri áhyggjur af því, hver þeirra skyldi vera í fararbroddi hreyf ingarinnar gegn stríði, en af sjálfri baráttunni. Samt sem áður voru þetta þeir einu, sem hægt var að slást í hóp með, og ég lagði mig allan fram til að reyna að láta mér líka vel við þá. Meðan á þessu stóð leið ég þyngstu sálarkvalir, sem hægt er að hugsa sér. Þótt ég sæi ekki fyrir ógæfu, sem kæmist í hálfkvist við allar hörmungar stríðsins, sá ég talsvert meira fyrir en flest fólk. Framtíðar- horfurnar fylltu mig hryllingi, en það sem fyllti mig enn meira hryllingi var sú staðreynd, að um 90 af hverjum 100 þjóðfé- lagsþegnum hlökkuðu til blóð- baðsins. Ég varð að taka til endurathugunar skoðanir mín- ar á mannlegu eðli. Á þessum tíma var ég alls ófróður um sál- greiningu, en ég komst með sjálfum mér að niðurstöðu um mannlegar ástríður, sem er ekki ósvipuð niðurstöðum sál- greinendanna. Ég komst að þessum niður- stöðum af tilraun til að átta mig á afstöðu almennings til stríðsins. Til þessa hafði ég gert ráð fyrir að flest fólk sæktist eftir peningum umfram allt annað, en ég komst að því að það sækist jafnvel enn meira eftir eyðileggingu. Ég hafði gert ráð fyrir að menntamenn elskuðu oft sannleikann, en ég komst aftur og aftur að því að innan við 10% þeirra taka sann leikann fram yfir vinsældir. Ég fylltist örvæntingarfullri samúð í garð ungu mannanna sem átti að leiða til slátrunar, og reiði gegn öllum stjórnar- leiðtogum Evrópu. I nokkrar vikur þótti mér sem ég gæti ekki haft hemil á mér, ef ég hitti Asquith eða Grey á götu, heldur mundi myrða þá. Smám saman hurfu þó þessar persónu legu tilfinningar. Þær köfnuðu í umfangi harmleiksins og þeg- ar ég virti fyrir mér vígreifar sveitir úr röðum almenn- ings, sem stjórnmálamennirnir slepptu bara lausum. Það var skylda mín að mót- mæla liversu fánýtt sem það kynni að vera. Ofan á allt þetta, kvaldist ég sjálfur af föðurlandsást. Sigr- ar Þjóðverja fyrir orrustuna við Marne fengu geysilega á mig. Ég óskaði þess eins heitt og ofursti á eftirlaunum, að Þjóðverjar yrðu sigraðir. Ást til Englands er ein allra sterk- asta tilfinningin, sem ég á til, og að sýnast leggja hana á hill- una á slíkri stundu, var mjög erfið afneitun. Samt sem áður var ég aldrei í minnsta vafa um það, hvað ég ætti að gera. Ég vissi að það var skylda mín að mótmæla, hversu fánýtt sem það kynni að reynast. Sál mín var öll undirlögð. Þar sem ég ann sannleikanum, þá klígjaði mig við áróðri allra þjóðanna, sem í stríði áttu. Þar sem ég ann siðmenningunni, þá hryllti mig við þessu aftur- hvarfi til villimennsku. Þar sem ég ann æskunni, tóku frétt irnar um fjöldamorð ungu mannanna mig sárar en orð fái lýst. Ég bjóst varla við að nokkurt gagn hlytist af því að berjast gegn styrjöldinni, en mér þótti rétt, vegna virðing- ar mannlegs eðlis, að þeir, sem ekki hefðu fallið kylliflatir, skyldu sýna að þeir stæðu fast- ir á sinni trú. Eftir að hafa fylgzt meðjárn brautarlestunum flytja á brott hermenn frá Waterloo stöðinni, sá ég stundum undarlegar sýn- ir af London. Ég sá í huga mér brýrnar liðast sundur og sökkva, og alla borgina leys- ast upp og hverfa eins og dögg fyrir sólu. Mér fóru að virð- ast íbúar hennar eins og of- sjónir, og ég velti því fyrir mér hvort veröldin, sem ég hélt að ég hefði búið í, væri aðeins af- kvæmi óráðskenndra martraða minna. (Ég minntist á þetta við T.S. Eliot, sem notaði það í „The Waste Land“). Ég var þó aldrei lengi í slíku hugar- ástandi, því að ég gat hrist það af mér með því að taka til við vinnu mína. Þegar haustmisserið hófst í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.