Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1974, Page 8
AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið, sem fjarlægir fitu fljótt og vel. Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjarlægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska 4» orka. • m. _ • irktferskt sem sítróna. □ULRŒfl EFfll □G TRÚfiR REVflSLfi c Ungur maöur frö Israel, sem oröinn er heimsfrœgur fyrir furöulega hœfileika og yfir- skilviflegar geröir. Eöa er hann bara svona snjall svika- hrappur. Jöhanna Krisfjönsdöttir fök saman UNGUR Israeli, Uri Geller, skekur nú ýmis Evrópulönd vegna furóulegra hæfileika, sem hann virðist búa yfir. Margir segja þá yfirnáttúrulega. Aðrir eru efagjarnari og álíta, að Geller sé aðeins slunginn bragðarefur og töframaður. Engu að siður hafa margir lagt það á sig að reyna að rannsaka visindalega hæfileika hans. í þessari grein verður leitazt við að fjalla um þennan unga mann og ferill hans rakinn. Þekktur prófessor og landi hans hefur skýrt frá ýmsum brögðum, sem hann telur sig vita, að Geller hafi í frammi, fram hefur farið könn- un á honum hjá Stanfordrann- sóknastofnuninni o.fl. ofl. Margt hefur komið fram, sem fólk ýmist segir aó styrki málstað Gellers eða veiki. En hvað um þaö, hann er maður, sem talað er um, og meira að segja efasemdarmenn telja sér ekki stætt á því að stimpla hann einberan svindlara og loddara. Gelleræðið hefur verið hvað mest í Danmörku upp á siðkastið. Þegar hann kom fram í sjónvarpi þar fyrr í vetur braut hann gaffla og skeiðar á heimilum viðsfjarri sjónvarpsstöðinni með „hugar- styrk“ einum saman. Hann kom gömlum, ónýtum úrum til að ganga aftur og hann sá fyrir sér, hvað stúlkan, sem stóð við hlið hans, hafði teiknað eða hugsað. ,,Hinir sérstæðu sálrænu hæfi- leikar minir gera mér þetta kleift," sagði hann. Mörgum varð mikið um. Fólk sat við sjónvarpstækiö og hafði — að beiðni stjórnanda þáttarins — gamlar klukkur eða hnífapör í höndunum og áður en varði voru úrin farin að ganga, hnifapör bognuðu, gigtin minnkaði hjá gömlum konum og maður, sem hafði haft stirðan fót vegna kölkunar, sagðist alheill. Ymsir sögðu, að þessi reynsla hefði verið svo mögnuð, að þeim hefði ekki orðið svefnsamt vegna heilabrota nóttina eftir. Vald andans Hefur Uri Geller sérstaka hæfi- leika til að bera, sem geta orðið til að leysa öfl úr læðingi hjá fólki, sem aldrei hefur orðið vart við þau? Ræður hann yfir sálrænúm krafti, sem kemur þvi til leiðar, að fólk bregzt við á allt annan hátt en það á vanda til og ýtir þvi út að mörkunum milli hins gamal- kunna virkileika og nýs raun- verulegs, en óskiljanlegs heims? Danskur blaðamaður, sem hef- ur skrifað um Uri Geller, segir: „Heima hjá mér bærði gainla úrið hans afa ekki á sér. Engin hnífa- pör bognuðu á heimili minu. Dag- inn eftir hitti ég hins vegar nokkra starfsfélaga mína, sem sögðust hafa setið með hnffapör i höndunum og skyndilega hefðu þau farið að bogna milli fingra þeirra, án þess að viðkomandi gætu merkt, að nokkru afli frá þeim sjálfum væri beitt." Eftir þennan fyrsta sjónvarps- þátt Gellers í Danmörku var ekki um annað meira talað. Flestir hölluðust að því, að Geller hefði til brunns að bera óviðjafnanlega hæfileika. En margir efuðust og reyndu að komast að niðurstöðu um, hvort Geller væri snjallari loddari en flestir atvinnutöfra- menn. Dr. E.W. Lange i Kaupmanna- höfn tók að rannsaka brotnu og bognu hnifapörin, lektor í heim- speki, Kjell Sellin, talaði i útvarp- ið og fjallaði um þann möguleika, að Geller hefði fundið aðgang að einhverjum hluta mannsheilans, sem legið hefði í dvala, og gæti virkjað þennan hluta heilans. Hann spáði því, að sú tíð kæmi, að þetta mætti mæla með visindaleg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.