Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Mestu dýrgripum á sviði
byggingarlistar okkar var
ekki valinn staður af höfund-
unum. Þannig var til dæmis
um Alþingishúsið og Mennta-
skólann, sem sést hér á
myndinni. Það voru góðir og
framsýnir menn, sem hlupu
um bæinn og völdu honum
stað. Síðan tekur þessi fall-
eiga bygging þátt í að mynda
eigið umhverfi.
Guðrún
Egilson
ræðir við
GUNNLAUG
HALLDÓRS-
SON
arkitekt
ÞETTA SLOKKNAÐI
ALLT í
STRÍÐSGRÓÐANUM
Álftanesið er fridsæl og elsku-
leg vin inni í miðjum þéttbýlis-
kjarnanum. Þar spretta menn
gjarnan úr spori á fráum gæðing-
um, og bórn bregða sér þangað í
berjamó á sfðsumri. Þar kroppar
sauðkindin, fuglar eiga þar frið-
land, og þar sem angar skipulags-
ins hafa ekki náð að fullu, en
lágreist hús klúka á tvist og bast f
kyrrðinni, hafa nokkrir arkitekt-
ar búið um sig. Ferðinni er heitið
á fund eins þeirra, en þrátt fyrir
greinargóðar upplýsingar villist
blaðamaður þarna úti i náttúr-
unni og þarf að spyrja til vegar.
— Já, húsið hans Gunnlaugs
Halldórssonar, — segir roskin
kona, þar sem kvatt er dyra. —
Það er nú auðvelt ad þckkja það.
Það er ekkert nema risið. Jú,
mikið rétt, það sker sig úr þarna á
nesinu og minnir óneitanlega
dálftið á hið hefðbundna fslenzka
byggingarlag.
— Já, sveitungum mínum hefur
víst ekki litizt á blikuna, þegar
þeir sáu fyrstu sperrurnar rísa af
húslausum grunninum, — segir
Gunnlaugur, þegar ég loks kemst
á leiðarenda. — Þetta var fyrir 33
árum, og hefur sjálfsagt verið
furðuleg sjón þá, en núna sérðu
þetta húsform út um allar trissur,
utan um hunda, báta og fólk,
kannski meira en góðu hófi
gegnir. Sannleikurinn er sá, að
þetta er bæði ódýrt og djeskoti
sterkt lag í samanburði við hinn
hefóbundna ferhyrning. Kannski
vekur það líka gamlar kenndir
hjá þjóð, sem aidrei hefur átt
byggingarhefð i öðru efni en
timbri. Og þetta er form timburs-
ins, í steini er það dapurleg eftir-
ó'pun.
—  En nú eigum við nóg af
steini, en litið af timbri.
— Já, timburgrind og þak er
mikill þáttur i arfleifð okkar,
samofin menningu okkar í 1100
ár, og raunar miklu lengur. Við
flytjum með okkur timburkúltúr
og reynum ekkert svo heitið geti
að byggja úr steini í þessu grýtta
landi. Ein elzta kirkja á norður-
slóðum, Þjóðhildarkirkja á Græn-
landi, er ekki ýkja frábrugðin
Viðimýrarkirkju, sem byggð var 9
óldum síðar. Ekkert kirkjubygg-
ingarlag i heimi hefur haldið velli
jafnlengi i sögu byggingarlistar,
og þó svo rótgróið í upphafi krist-
ins siðar, að á 12. öld hafa rýmis-
hlutar og burðarvirki, stoðir,
stokkar, þil og bönd haft trúar-
íega symbólska þýðingu. Líkt er
um bæinn með öndvegi, palla og
þjóðfélagslega niðurröðun.
—  Höfum við ekki vanrækt
þennan þátt þjóðmenningar
okkar, hvað snertir varðveizlu og
rannsóknir?
— Jú, við höfum einblint um of
á orðsins list, og hér var furðu-
mikil varðveizla á gömlum rúst-
um frá söguöld, meira virði en
mörg handrit, en samt troðið i
svaðið. Hér vantar Jausn á,
hvernig má varðveita slika upp-
grefti án þess að moka ofan í
aftur. Það er eins og menn geri
sér ekki grein fyrir því að bók-
menntir okkar hafa sprottið upp
og þróast i skjóli hinnar rótgrónu
byggingararfleifðar, og fagur-
skyn mótað um aldir hefur veitt
þeim nauðsynlegt skjól og aðhald.
Lýsing eða skreyting handrita,
sem auðvitað byggir á háþróaðri
list, sýnir hversu samofnar sjón-
menntir og bókmenntir hafa
verið. Og ýmsar menjar höfum
við um það, hversu langt formlist-
in hefur náð, til dæmis Valþjófs-
staðarhurðina, sem er raunar
bara hurð úr horfnu musteri.
— Þú talaðir áðan um, hversu
lengi hið forna byggingarlag
hefði haldizt. Er þetta ekki bara
einskær ihaldssemi, og hvernig
stendur á því, að ekki hafa verið
gerðar tilraunir með önnur
byggingarefni en torf og grjót,
efni, sem ef til vill hefðu hentað
betur í þessu kalda landi?
—  Það er vissulega íhugunar-
vert og hefur valdið mörgum
heilabrotum, en mig langar til að
segja þér smásögu, sem kannski
skýrir þetta. Vilmundur Jónsson
síðar landlæknir gegndi héraðs-
læknisembætti á Langanesi
frostaveturinn 1918. Hann bjó í
timburstofu, og sat fyrir framan
ofn með meðulin sin, sem ekki
máttu frjósa. Nú, eitt sinn er
hann kvaddur i sjúkravitjun út i
sveit, þar sem var torfbær eins og
viðast hvar. Þetta var í bruna-
gaddi, en i bæjargöngunum tekur
á móti Vilmundi fáklædd kona,
sem setið hafði yfir sjúku barni.
— Hvar er upphitunin? — spurði
Vilmundur, en konan bara glápti
á hann, og skildi ekki, hvað hann
var að fara. Þeir voru hefnilega
býsna vel einangraðir þessir
gömlu torfbæir, og þurftu enga
upphitun. Þegar við förum svo að
gera tilraunir með önnur bygg-
ingarefni, fer allt i vitleysu.
Ganili Hóiavallaskólinn, sem átti
að verða glæsilegt mannvirki,
varð fljótt hvorki vatns- né vind-
heldur og varð að loka honum á
miðju skólaári.
— En voru það ekki Danir, sem
fyrstir notuðu stein i byggingar á
Islandi?
Jú, fyrstu varanlegu steinbygg-
ingar á Islandi eru gerðar af Dön-'
um og við getum prisað okkur sæl
fyrir þaó. Enda þótt ég sé nú litið
gefinn fyrir einveldi og hvers
konar einokun, þá hef ég oft
glaðzt fyrir þeim byggingarkipp,
sem danska konungsvaldið tók á
árunum 1750—1790, þegar hér
voru reistar merkisbyggingarnar
Viðeyjarstofa og kirkja, Stjórnar-
ráðshúsið, Bessastaðastofa, Hóla-
kirkja og Landakirkja í Vest-
mannaeyjum. Þeir sem stóðu að
þessum  byggingum  voru  allt
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16