Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						loppurnar og hremma litla stráka sem
voru þeirra uppáhaldsmatur.
Róló
Þorpiö óx og dafnaöi og meö vextin-
um fylgdi menningarbragurinn. Göturn-
ar fjórar sem mynduöu þorpio slógu
hring um örlítiö óbyggt svæði. Dálítinn
grasblett meö leifum af gömlum skuröi.
Þetta svasöi notuöum við börnin til
leikja. Menningarbragurinn keyröi
rauöamöl á svæöiö og geröi þaö aö
opinberum barnaleikvelli. Við fengum
háa og lága rólu, lítiö og stórt vegasalt,
rennó og sandkassa.
Á róluvellinum sté ég mín fyrstu
reikulu spor á skáldabrautinni. Ég átti
það til aö róla mér eins hratt og ég gat
svo hratt að enginn gæti náð mér og
bulla uppúr mér lagi og Ijóöi sem
gjarnan var samtvinnaö úr klámi og
blótsyröum. Slíkur texti gat hljóöaö
eitthvaö á þessa leiö:
Hann Mangi, hann Mangi meö langa
tittlinginn
hann slengir honum í kringum sig
og rotar alla í kringum sig
hann Mangi, hann  Mangi meö langa
tittlinginn
meö tíu tonna tittlinginn.
Og stelpurnar flissuöu en viö strák-
arnir hlupum á eftir þeim og girtum
niöur um þær. Alt gat skeð á róló. Viö
duttum og fengum gat á hausinn af því
þaö var búiö aö hylja grasiö meö
rauöamöl; fórum aö grenja og hlupum
heim til mömmu. Suma krakka skildum
við útundan og stundum vorum viö
skilin útundan. Sum okkar stálu pening-
um frá foreldrum okkar og áttum fullt af
gotti. Viö hin sem ekki stálum, átum
gottiö frá okkur sem stálum.
Þýskararnir
Þorpiö var fullt af þjóöverjum. Það
var dýralæknirinn sem var líka þýskur
konsúll og svo stolsenvaldarnir sem
voru allstór ætt. Gamli Stolsenvald var
sá ægilegasti þeirra allra. Hann átti
stóra haglabyssu og talaöi þannig aö
enginn skildi hann. Gamli Stolsenvald
dó líka og það var komiö með hann í
hvítum segldúk. Haglabyssan var sjálf-
sagt vandlega falin í fellingum dúksins.
Stolsenvald var vafinn í hvítan dúk og
viö krakkarnir trúðum varla okkar eigin
augum að slíkur maöur sem gekk viö
staf og átti stóra haglabyssu léti bera
sig um einsog rekinn staur vafinn í
tusku.
Kaupfélagiö
Kaupfélagið var óumdeilanlega mið-
punktur þorpsins. Þaö var tvískipt;
öörumegin matvöruverslun, hinumegin
einskonar krambúð, þarsem alt fékkst
milli himins og jaröar. Matvöruverslunin
var aðal samkomustaöur þorpsins og
héraösins. Þaö hölluöu kallarnir sér
uppaö rauöa kókkassanum drukku malt
eða gos reyktu kamel eða sjesterfíld og
ræddu tíöina og ótíðina. Þar komum við
krakkarnir líka og keyptum tíaurakúlur
haltukjaftbrjóssik og eina kók að deila
þegar hljóp á snæriö hjá okkur. Kuf-
félælö var miöpunktur alheimsins.
Hótelið
Hóteliö og eða bíóið varð miðpunktur
alheimsins eftir aö kaupfélagiö lokaöi.
Veiga stóð fyrir hótelinu og hún var altaf
á hlaupum. Kallinn hennar hét Jónas og
átti kindur í kofa fyrir utan þorpiö. Þann
kofa kölluðum við jónasarkofa og not-
uöum hann undir alskyns leynisamkom-
ur. Strákurinn þeirra var góöur félagi
minn, aöeins eldri en ég og gekk í grind.
Hann var miklu fróðari en ég um hvað
fólk geröi eftir að þaö fékk náttúru og
minn aöaluppfræöari í þeim efnum.
Hóteliö var alt í senn hótel, bíó
matsölustaöur, sjoppa, samkomuhús og
skóli. Svo var bakanlö líka í sömu
byggingu. Uppi á lofti þarsem skólinn
var til húsa var bókasafniö líka og
sunnudagaskóli prestsins. Á sunnudög-
um fórum viö þangaö uppdubbuö,
fengum brúnar glansmyndir af Ésú og
postulunum og sáum skuggamyndir,
svo áttum viö líka aö loka augunum og
biöja gvuö um aö hlífa okkur viö helvíti
en sumir kíktu. Eftir sunnudagaskólann
og hádegismatinn fórum við í bíóiö niöri
og sáum tvo vitlausa kalla og stundum
leikhús. Svo var oft ball í bíóinu og þá
dansaöi fulloröna fólkiö og drakk
brennivín. Þá var rokkið í algleymingi og
hljómsveit Óskars Guömundssonar vin-
sælasta hljómsveitin austanfjalls. Viö
lágum á gluggunum, því þaö var engin
lögga í þorpinu til aö reka okkur heim,
og fylgdumst með tilburöum Steina
spils á saxinn. Næstu daga gengum viö
strákarnir með stút á munninum, fretuð-
um og puðruðum með hendurnar í
saxstööu. Enn aörir böröu olíutunnur
eöa létust spila á gítara. Viö kölluöum á
stelpurnar og spuröum hver okkar væri
flottastur. Þaö var undantekningarlaust
sá sem spilaöi á saxinn. Saxófónar voru
hljóöfæri þessara tíma; það heyröist
langhæst í þeim, þeir skáru í gegnum
grófan hjartslátt rokksins sem barst til
okkar útum glugga bíósins.
Daginn eftir
Daginn eftir drakk pabbi marga
pilsnera. Daginn eftir fóru allir í krump-
uö spariföt og pabbarnir spásseruöu
meö krakkana niöraö brú, því einhver
framsækinn ungur maöur haföi komiö
þar upp söluskúr og seldi ís og pylsur
útum lúgu. Hann átti fyrstu ísvél staöar-
ins og þaö var hægt aö kaupa ís meö
bragöi. Brögðin voru mulinn brjóstsykur
sem var blandaö útí ísinn. Svo var
labbaö niöraö á meö ís og pilsnera og
horft á þessa tvo þrjósku stangaveiöi-
menn sem aldrei fengu bröndu, þó hann
lónaöi í torfum undir brúnni. Fiskurinn í
ánni var óvitlaus. Einusinni fundum viö
krakkarnir þrjá krumpaöa hundraökalla
daginn eftir og þaö var stórfé á dögum
tíaurakúlunnar. Eigandinn reyndist vera
kall af bílaverkstæöinu og hann gaf
okkur öllum tíkall í fundarlaun. Þann
dag græddi kallinn í skúrnum því þá
voru margir ísar keyptir.
Sjöbbuhóll, tjörnin
og Garnstaðir
Bakviö þorpið, fyrir framan tjörnina,
var sjöbbuhóll. Þar var gaman aö ieika
stríö á sumrin en renna á sleöa á
rassinum á veturna. Sjöbba bjó í næsta
húsi viö hólinn og þóttist eiga hann.
Stundum rak hún krakka af hólnum.
Mér fannst hún altaf helvítis frekja.
Kannski voru þaö áhrif frá kommúnista-
krökkunum sem ég lék mér oft við.
Kannski var ég laumukommi þegar ég
var krakki því ég var yfirlýstur sjálfstæð-
ismaður einsog hinir krakkamir.
Bakviö hólinn var tjörnin. Þar var gott
að hlaupa á skautum á veturna. Á vorin
bráönaöi ísinn, þá stækkaði tjörnin og
náöi alla leiö útaö Garnstööum þarsem
Imba á Garnstöðum bjó. Garnstaöir
voru gamalt og Ijótt hús með ryðguðu
bárujárni og Imba bjó þar bara á
sumrin. Imba var afskaplega gömul í
gömlum skrýtnum fötum og þaö var
skrýtin lykt inni hjá henni. Hún var
einsog galdranorn en hún var altaf góö
viö okkur krakkana og gaf okkur oft
Siguröur Skúlason magister
Nokkur aðskota-
orð í íslensku
TOLLERA, kasta (manni) upp í loftiö
og grípa (hann) svo (leikur eldri
skólanema við nýnema). (OM). Orðið
er komiö af so. tollere í lat. sem
merkir: lyfta. Tollera finnst í ísl. ritmáli
frá árinu 1882 (OH).
VOTERA um einhvern: gefa honum
einkunn. Orðið er komið af so. votare
í miðaldalatínu, fr. voter, þ. votieren,
d. votere. Votera finnst í ísl. ritmáli frá
byrjun 18. aldar (OH).
VERSJÓN, þýöing notuö til lestrar
meö texta á útlendu máli (t.d. latínu).
(OM). Orðið er komið af versio í
miðaldalatínu sem merkir m.a.: um-
breyting. Þ. Version, d. og e. version.
Fionst í ísl. ritmáli frá árinu 1675 (OH).
Hér lýkur þá að sinni umfjöllum um
fyrrnefnd oro úr skólamáli Reykjavík-
urskóia á 19. öid.
ABNORM, óeðlilegur, vanskapaöur,
óvenjulegur. Orðið er komið af ab-
norma í lat. sem merkir: frá reglunni.
Þ. abnorm, d. abnorm, e. abnormal.
ABSOLÚT, skilyröislaust, endilega.
Oröiö er komiö af absolutus í lat. sem
er Ih. þt. af so. absolvere, leysa frá. Þ.
absolut, d. absolut, e. absolute. Finnst
í ísl. ritmáli frá árinu 1897, en
orömyndin absalut frá því um 1854
(OH).
ABSTRAKT, AFSTRAKT (í listum)
sértekinn, óhlutstæöur, sem ekki líkir
eftir raunveruleikanum (OM). Orðið er
komið af abstractus í lat. og er Ih. þt. af
so. abstrahere, draga burt. Afstraktlist
merkir m.a.: Málaralist sem er ekki
sköpuð eftir beinum fyrirmyndum
heldur af innsæi eöa hugkvæmni
málarans og er þá áhersla lögö á liti,
form og samsetningu þeirra. Þ. abstr-
akt, d. abstrakt, e. abstract. Orð-
myndin abstrakt sést í ísl. ritmáli frá
árinu 1881. Þegar kemur fram á 20.
öld fer notkun orösins aö tíökast hér,
m.a. í ýmsum samsetningum og orð-
um sem leidd eru af abstrakt með
erlendum viðskeytum (OH).
ABSÚRD, fjarstæöur, ótrúlegur.
Orðið er komið af absurdus í lat. en lo.
surdus merkir þar: heyrnarlaus,
ónæmur o.fl. Absúrd er m.a. haft um
listarstefnu sem fer í bág við borgara-
lega hefð. Þ., d. og e. absurd. Orðið
absúrdismi finnst í ísl. ritmáli frá árinu
1973 (OH).
ASETÓN, litlaus, eldfimur vökvi sem
leysir upp lökk o.fl. Þetta er ungt
aöskotaorð í íslensku. E. og d. ace-
tone.
ADJUNKT, skipaöur kennari viö
menntaskóla. Orðið er komið af
adjunctus í lat. og er þar Ih. þt. af so.
adjungere sem merkir: tengja við. D.
adjunkt, e. adjunct. Orðið finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1834 (OH).
AFÓRISMI, spakmæli. Oröiö er
komið af aforismus í gr. af so. aforizein
sem merkir: takmarka. Þ. Aphorismus,
d. aforisme, e. aphorism. Finnst í ísl.
ritmáli frá árinu 1973 (OH).
AGÚRKA, gúrka (OM). Orðið er rakiö
til síðgrísku þar sem þaö heitir angur-
ion og merkir: vatnsmelóna. Þaðan
barst þaö um slavnesku til Þýskalands
og varð í miðlágþýsku a(u)gurke. (Þ.
Gurke), d. agurk. Finnst í ísl. ritmáli frá
árinu 1770 (OH).
AKKORÐ, ákvæði, samningur. Þ. Akk-
ord, d. akkord og merkir m.a.: sam-
komulag um greiðslu fyrir starfsafköst
samkvæmt samningi, en ekki sam-
kvæmt tímakaupi. Finnnst í ísl. ritmáli
fráárinu 1877 (OH).
AKKÚRAT, nákvæmur, samviskusam-
ur, stundvís; einmitt. Orðið er komiö af
accuratus í lat. og er Ih. þt. af so.
accuráre, vinna samviskusamlega. Þ.
akkurat, d. akkurat, e. accurate.
Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1877 (OH).
AKRÓBAT, fimleikasnillingur. Oröiö er
komið af akrobatos ígr. og merkir þar:
Sá sem gengur á tánum. Þ. Akrobat,
d. akrobat, e. acrobat. Orðið heyrist
hér stundum í talmáli, en hefur
sennilega ekki náð þar festu og enn
síður orðmyndin akróbátur sem ég
heyrði einn fyndnasta mann landsins
fyrr og síöar segja glaöan á góöri
stund áriö 1928.
AKTÍA (aksía, axía), hlutabréf. Orö-
myndin aktía finnst í ísl. ritmáli frá
árinu 1796, en hinar innan sviganna frá
1945 (OH). Orðið er komið af actio í
lat. og merkir þar: starfsemi. Þ. Aktie.
Talið er að það hafi borist um þýsku
eöa hollensku til Danmerkur, en þaöan
varö því auörataö hingaö til lands. D.
aktie.
AKTÍFUR, virkur, starfandi, athafna-
mikill, framtakssamur. Orðið er komið
af activus í lat., starfandi (af so. agere,
starfa). Þ. aktiv, d. aktiv, e. active.
Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1964 (OH).
AKÚSTÍK, heyrnarskilyröi í sal eöa
herbergi, hljómburður. Orðið er komiö
af akustikos í gr. sem merkir: varöandi
heyrnina. Þ. Akustik, d. akustik, e.
acoustics. Orðið heyrist hér oft í
talmáli og hefur sést á prenti.
AKVARELLA, vatnslitamynd. Hér er
komiö ítalska oröiö acquarello í ís-
lenskri mynd (af aqua, vatn, í lat.) Þ.
Aquarel, d. akvarel. Orðiö heyrist hér
stundum í talmáli og sést einnig á
prenti.
ÁKAVÍTI, brennivínstegund (OM).
Orðið er komið af aqua vitae, lífsins
vatn, í lat. Þ. Aquavit, d. akvavit, e.
aquavit. Finnst í ísl. ritmáli frá 18. öld.
(OH).
ALABAST, ALABASTUR, steinteg-
und, tálgusteinn, glært afbrigði af gifsi
(OM). Orðið er komið af alabast(r)os í
gr. og merkir þar: smyrslabaukur úr
steintegundinni alabasti. Sá steinn hét
alabastrites á grísku. Þ. Alabaster, d.
alabast, e. alabaster. Orðmyndin ala-
bastur finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1744,
en alabast frá 1860 (OH).
OLRÆT, allt í lagi (OM). Oröiö er
komið af all-right í ensku, d. all right.
Þaö hefur veriö algengt í ísl. talmáli á
20. öld, en virðist að undanförnu hafa
þokaö fyrir bandarísku upphrópuninni
ókei (OK, okay).
ALMANAK, dagatal, tímatal (bók eöa
veggspjald) (OM). Orðið er komið af
almenichiaka ígr., en kvað vera ættað
úr koptisku. Þ. Almanach, d. almanak,
e. almanac. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu
1597 (OH).
©
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16