Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1983, Blaðsíða 9
fugla Stelkur — umhverfi hans, mýraflóarnér, hafa INIIsga orMð fyrtr baröinu á váltœkninni. Steindepilshjón. Þegar byrjar aö hausta, fara þau aö tygja sig til brottfarar því leiöin suöur til Afríku er löng. Heiölóa — vorboöinn Ijúfi og hjartfólginn fugl lands- mönnum. Sá óg spóa suörí flóa... Máríuerla — hún viröist aldrei kyrr eitt andartak, en fátt er fegurra í fuglaríkinu en þessi litli spörfugl. dýra og fugla á búpening ekki talist verulegt ef metið er í pen- ingum. Ofsóknir gegn refum og hröfnum vegna meints skaða eru enda yfirleitt varðar fremur af mannúðarástæðum. Mönnum þykir illt að horfa upp á dýr- bitna kind eða augnstungna eft- ir hrafninn, og gripa því til að- gerða sem oft virðast lítt mann- úðarlegar og þar að auki kostn- aðarsamar miðað við líklegan ávinning. Ekki er þó fyrir það að synja að slíkar aðgerðir geti einnig verið hnitmiðaðar og skilað raunverulegum árangri, t.d. þegar felldir eru dýrbítir eða einstakir fuglar sem hafa sér- hæft sig í skaðlegum fæðuvenj- um. Nytjun æðavarps er atvinnu- grein sem byggir mjög á því að bægja frá rándýrum, vargfugl- um og öðrum utanaðkomandi hættum. Æðarfuglinum er eig- inlegt að verpa á stöðum þar sem ferfætt rándýr komast ekki að, t.d. í eyjum. Frá upphafi hef- ur hann orpið á slíkum stöðum í sambýli við aðra strandfugla, einkum stórra máfa, svo sem svartbak. Æðurin er aðlöguð að sambýli við máfana sem eru verstu eggjaþjófar, en sambýlið verður erfitt ef aðrar truflanir koma til, t.d. menn. Flestir sem vilja byggja upp æðarvörp Iosa sig því við máfana. Ennfremur er nauðsynlegt að verja varpið fyrir ýmsum öðrum fuglum, og einnig refum og minkum. Þetta eru atriði sem flestir geta verið sammála um og eru reyndar svo augljós að varla verður um deilt. Á hinn bóginn hafa ýmsir talið að hægt sé að ganga lengra í þessum efnum og barist fyrir fækkun vargfugla vítt og breitt um landið. Svonefnd fækkun vargfugla er þó ekki líkleg til þess að skila sér nokkurn tíma i fjárhagslegum ávinningi af æð- arvarpi, einfaldlega vegna þess að þessir fuglar takmarka ekki stofnstærð æðarfugls. Fuglaveiðar Gamail málsháttur segir að fáir verði feitir á fuglaveiði og mun sannmæli. Fuglaveiðar hafa þó lengi verið stundaðar, bæði til þess að afla matar og vegna ánægju er menn hafa af því að stunda veiðiskap. Ýmsir áhugamenn um fugla- friðun vilja takmarka veiðar sem mest og þeir sem lengst ganga telja jafnvel að veiðar hljóti (eigi) að hverfa með öllu í siðmenntuðum þjóðfélögum. Rígur milli veiðimanna og frið- unarmanna er áberandi í nokkr- um Vestur-Evrópulöndum, eink- um þeim sem iðnvæddust eru og þjóðlífið e.t.v. lengst frá náttúr- unni. Víðast hvar hafa þó vernd- unarmenn og veiðimenn mikla og góða samvinnu enda fara hagsmunir þessara hópa oftar saman en ekki. Fuglaveiðar skaða ekki veiði- stofnana ef rétt er á haldið og fuglaveiðimenn hafa sennilega meiri beinni hagsmuna að gæta en nokkrir aðrir í að viðhalda sem stærstum fuglastofnum. Stórir og heilbrigðir veiðistofn- ar eru oftast nær afleiðing af landnýtingu sem jafnframt kemur til gróða öðrum stofnum. Veiðilendur og friðlönd veiði- dýra hafa t.d. bjargað Evrópu- vísundinum frá útrýmingu og forðað votlendinu fræga Coto Donana á Suður-Spáni. Þeir sem áhuga hafa á veiðum ættu að ganga í Skotveiðifélag íslands, (pósthólf 4181, Reykja- vík), og taka þátt í starfi þess. Vernd búsvæða Fuglavernd byggist ekki nema að nokkru leyti á beinni friðun eða takmörkun veiða, þótt slíkt komi vissulega oft að gagni. Miklu oftar er vernd heimkynn- anna það sem öllu máli skiptir. Margar tegundir fugla hafa hingað til sloppið sæmilega, af því að þarfir þeirra fara mikið til saman við þarfir mannsins eða þá að búsvæði þeirra eru mönnum lítt nýtanleg. Aðrar hafa átt erfitt uppdráttar af því að menn hafa eyðilagt heim- kynni þeirra. Eru það einkum þær tegundir sem byggja frum- skóga og votlendi. Margir þeirra fugla sem hvað mest prýða ísland á sumrin eru einmitt votlendisfuglar — vað- fuglar og andfuglar í mýrum og á vötnum og grunnum sjávar- vogum. Vernd þessara tegunda verður aldrei sómasamlega tryggð, nema með því að tekin séu frá rúmgóð landsvæði fyrir þær og menn gæti hófs í því að ræsa fram mýrlendi, þurrka vötn og fylla sjávarvíkur. Eink- um er þó framræsla mýrlendis mikið vandamál hér á landi og alltof lítið gert af því að taka frá svæði á láglendi og vernda fyrir framræslu. Atvikin hafa að vísu hagað því svo að þau tvö votlendis- svæði sem einstæðust eru hér á landi, Mývatnssvæðið og Þjórs- árver, hafa bæði verið í hættu af virkjanaframkvæmdum. Mý- vatn og Laxá voru friðlýst með lögum 1973 og Þjórsárver með reglugerð 1981. Bæði þessi svæði eru úr bráðri hættu, en menn mega ekki Iíta á friðlýsingu sem neinn endapunkt. Stöðugt þarf að vera á varðbergi til þess að gæta þessara verðmæta sem hvergi eiga sinn líka. Vernd farfugla hlýtur jafnan að byggjast á alþjóðasamvinnu. Það er stöðugt áhyggjuefni hversu gengið er á árósa, lón og vötn á vetrarstöðvum íslenskra farfugla í Vestur-Evrópu og Afríku. íslendingar verða að taka miklu meiri þátt í alþjóð- legu náttúruverndarstarfi en hingað til. Þeir þurfa að sýna að þeir séu sjálfir menn til að vernda farfuglana og heimkynni þeirra hér á landi, ef þeir vilja að aðrir taki tillit til íslenskra hagsmuna á þessu sviði. Ahugastarf Fuglafræðin er ein af þeim greinum líffræðinnar sem áhugamenn hafa jafnan átt mikil' ítök í. Áhugi manna er af margvíslegum toga. Margir hafa ánægju af almennri fuglaskoð- un, svo sem að fylgjast með lífi algengra fugla, skoða fugla- byggðir og gefa gaum að komu farfugla og brottför. Hjá sum- um er leitin að sjaldgæfum fugl- um, einkum flækingsfuglum, veigamikill hvati. Aðrir stunda fuglaskoðun jafnframt fugla- veiðum og þekking á lífsháttum fugla er raunar ómissandi þátt- ur í veiðimennskunni. Enn aðrir veiða fugla til þess að merkja þá og sleppa síðan aftur og senni- lega er það angi af veiðihvötinni sem dregur menn á fuglaslóðir með myndavélina eina að vopni. Hvernig sem fuglaskoðunin er til komin, má bæta árangurinn með því að beita vísindalegum vinnubrögðum. í upphafi felast þau mest í því að skrá sam- stundis og nákvæmleg þær at- huganir sem gerðar eru, en þeg- ar fram í sækir einnig í því að lesa sér til og hafa samband við áhugamenn og vísindamenn. Náttúrufræðistofnun íslands, (pósthólf 5320, Reykjavik), safn- ar athugunum frá áhuga- mönnum, stjórnar fugla- merkingum og samræmir árlega fuglatalningar að vetrinum. Sérfræðingar við Náttúrufræði- stofnun og sérfræðingar og nemar við Líffræðistofnun Há- skólans, (Grensásvegi 12, Reykjavík), stunda rannsóknir á íslenskum fuglum. Við þessar rannsóknir er oft þörf fyrir mannskap og sjálfboðaliðar eru venjulega boðnir velkomnir. Allir sem áhuga hafa á fugla- vernd ættu að ganga í Fugla- verndunarfélag íslands, (Bræðraborgarstíg 26, Reykja- vík), en starf þess félags hefur á stuttum tíma sannað ágæti sitt með endurreisn íslenska arn- arstofnsins. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.