Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1984, Blaðsíða 9
i Axel Björnsson, Kjartan Ólason og gu ásýnd nýbylgjunnar í málverki og Jón Axel Björnsson er faeddur í Reykjavík 1956. Hann hóf listnám á kvöldnámskeiöum undir leiðsögn Hrings Jóhannesson- ar. Nám í Myndlista- og handíöa- skóla íslands hóf hann 1976 og lauk prófi frá málaradeild 1979. Þau 5 ár sem síðan eru liðin hefur Jón Axel unnið samfleytt að myndist, en stundað vinnu jafnframt, þar til fyrir einu ári. Síðan hefur hann að- eins málað. Fyrstu einkasýningu sína hélt Jón Axel í Ásmundarsal á páskum 1982 og síðastliðið haust átti hann þátt í sýningu í'Listasafni ASl með þeim Vigni Jóhannssyni og Gunnari Erni. Þar að auki hefur Jón Axel tekið þátt í mörgum samsýn- ingum. mál. Við erum ekki í að „analísera" eins og verður meginhlutverk formrænnar mynd- listar. Það sálræna skiptir mestu máli hjá okkur; það er í raun innsti kjarninn.“ Lesbók: Þar höfum viö kannski nákvæmustu skilgreininguna, eöa einmitt svariö við fyrstu spurningunni um innsta kjarna nýbylgjumálverksins. Jón Axel: Ég vil samt undirstrika, að formið ræður mjög miklu hjá mér. Ég ætla mér ef til vill að koma einhverju á fram- færi og nota til þess ákveðin myndræn atriði, en svo kemur fyrir að mér finnst það á kostnað formsins og þá útrými ég því.“ Lesbók: f blaðaviðtali við einn af nýbylgju- málurunum, kvaöst hann vera að túlka þennan brjálaöa heim okkar, ef ég man rétt. Heimssýn hans birt- ist í allskonar afskræmdum fígúr- um. Eruð þið einnig að túlka þenn- an brjálaða heim? Jón Axel: „Já, ég tel mig hafa þessa af- stöðu einnig. Ekki kannski sem heims- ádeilu, heidur eðlileg viðbrögð, tilfinninga- lega séð, við því sem er að gerast í heimin- um. Ég er samt ekki að prédika." Kjartan: „í mínum verkum geng ég út frá einni meginhugmynd: Að maðurinn er hvorttveggja í senn villtur og taminn. Þetta lögmál skapar togstreitu hvata og vitsmuna. Brjálæðið í heiminum er afleið- ing af þessari togstreitu. Sko, það hefur verið bent á — og víst með réttu — að mínar myndir hafi nei- Milverk eftir Valgarð Gunnarsson Milverk eftir Valgarð Gunnarsson kvætt innihald. Mér finnst það neikvæða verða í ríkari mæli skapandi. Maður hefur þörf fyrir að skilgreina heiminn og skil- greiningin verður neikvæð." Valgarður: „Það er þessi spurning um klikkaðan heim. Ég get bezt svarað henni þannig, að mitt viðhorf er rómantískt. Ef umheimurinn kemur við sögu í mínum verkum, þá er það ómeðvitað. Ég reyni að búa mér til sérstakan myndheim, sem af- markast ekki af innihaldi, — heldur stíl — ef rétt er að farið. Svo það er þá aðeins óbein lýsing á þessum brjálaða heimi, sem fyrir kemur hjá mér. Eg nota .stundum symból, táknmyndir, en það eru ekki algild symból, heldur persónuleg og ég get alls ekki ætlazt til þess að merking þeirra liggi í augum uppi.“ Lesbók: Það eru víst hreinar línur, að þetta nýbylgjumálverk rennur ekki út eins og heitar lummur, enda þótt sögur fari af umtalsverðri sölu á því erlendis. Hversvegna eru viðtökur svo dræmar hér? Jón Axel: „Ég hreinlega veit það ekki og hef ekkert svar við þessari spurningu." LESBOK MORGUNBLAÐSINS 17. MARZ 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.