Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.10.1991, Blaðsíða 6
Samkeppni um mynd- verk í Ráðhúsið Ráðhús eru víðast hvar vettvangur myndlistar og nægir að benda á þá áherzlu, sem Norð- menn lögðu á myndlist í Ráðhúsinu í Osló. Úr gamla borgarstjórnarsalnum við Borgartún er mönnum minnisstæð sterk og áhrifamikil mynd Jóns Engilberts og mynd Jóhanns Briem af mönnum með öndvegissúlur, en í nýtt ráðhús vildu menn fá myndlist sem telja mætti að væri alveg í takt við tím- ann. Það var einnig áskilið, að verkið væri ekki svo sterkt, að það tæki athyglina um of eða bæri salinn ofurliði. Önnur tillaga Sigurðar Örlygssonar. Umsögn dómnefndar:„Þetta er vönduð til- laga og vel unnin. Ferhyrnd lögun málverksins í andstöðu við mjúka boglínu veggjarins. Litir tengjast rýminu vel. ” 70 íslenzkir myndlistarmenn höfðu áhuga á að spreyta sig á myndverkum í Ráðhúsið og af þeim voru valdir 12,sem tóku þáttí samkeppninni. Niðurstöður dómnefndarinnar voru gerðar kunnar í gær og birtast hér. Forsaga málsins er sú í stuttu máli, að í júlí í sumar samþykkti borgarráð tillögu verkefnisstjórnar Ráðhúss Reykjavíkur um lokaða samkeppni varðandi myndverk í húsið. Auglýst var eftir listamönnum, sem áhuga hefðu á tvennskonar verkefnum: A) Myndverk á vegg eða fyrir framan vegg í borgarstjórnarsal. Sá veggur er lítil- lega bogmyndaður, 6.2m á hæð og 15m Iangur. B) Klæðistjöld til að setja upp milli al- menns samkomusalar, sem nefndur er Tjarnarsalur og gönguleiðar á jarðhæð hússins, - og einnig í op, sem þar verður við hliðina á stiga. Allir íslenzkir listamenn höfðu heimild til þátttöku, en samtals lýstu 70 þeirra áhuga sínum á verkefninu og sendu inn upplýsingar um listferil sinn. Dómnefndina skipuðu eftirfarandi: Markús Örn Antonsson, borgarstjóri. Jón G. Tómasson, borgarritari. Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags. Anna Þóra Karlsdóttir, myndlistarmaður, frá SÍM. Brynhildur Þorgeirsdóttir, myndlistarmað- ur, frá SÍM. Til ráðuneytis nefndinni voru Gunnar Kvar- an, forstöðumaður Listasafna Reykjavíkur og Margrét Harðardóttir f.h. arkitekta hússins. A) Vegna myndverks í borgarstjórnarsal: Daníel Þorkel Magnússon. Kristin E. Hrafnsson. Kristján Guðmundsson. Níels Hafstein. Sigurð Örlygsson. Þorvald Þorsteinsson. B) Vegna klæðistjalda: Erlu Þórarinsdóttur og Guðrúnu Erlu Geirsdóttur. Guðrúnu Gunnarsdóttur. Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur. Kristján Guðmundsson. Sigurlaugu Jóhannesdóttur. í septemberlok skiluðu þessir listamenn inn 9 tillögum í A-flokki og 6 í B-flokki. Höfundum hverrar tillögu voru greiddar kr. 300 þúsund, svo þeir höfðu nokkuð fyrir snúð sinn þótt verkin næðu ekki 1. verðlaun- um. Fyrir þau eru 'aukalega greidd 300 þúsund. Þetta fyrirkomulag að lýsa fyrst eftir þeim sem hefðu áhuga og velja síðan hóp úr þeim fjölda, virðist hafa mælst vel fyrir. NIÐURSTÖÐUR DÓM- NEFNDAR Allar tillögurnar uppfylltu skilmála sam- keppninnar að mati dómnefndar, sem gefíð hefur út svofelldan úrskurð: 1. verðlaun fyrir myndverk í borgarstjóm- arsal, kr. 300 þús. em veitt fyrir tillögu með heitinu VATN - SILFUR og reyndist höfundurinn vera Kristján Guðmundsson. Verðlaunafé fyrir klæðistjöld er skipt milli höfunda tveggja tillagna. Önnur tillag- an reyndist vera eftir Ingibjörgu Styrgerði Haraldsdóttur, en að hinni stóðu þær Erla Þórarinsdóttir og Guðrún Erla Geirsdóttir saman. Ennfremur segir svo um þennan úrskurð: „Gerð tjalda í Tjarnarsal er óvenjulegt og vandasamt verkefni, m.a. vegna hlut- verks þeirra, forms og stærðar. Dómnefnd telur að í tillögunum felist áhugaverðar hugmyndir, sem leysa þó ekki eins og þær liggja fyrir, verkefnið á sannfærandi hátt. M.a. af þeim sökum eru veittar viðurkenn- ingar fyrir þær tillögur sem þóttu áhuga- verðastar.” Um tillögur að myndverkum í borgar- stjórnarsal, segir dómnefndin svo: „Tillögur um myndverk í borgarstjórnar- sal eru mjög mismunandi að gerð. Boga- dregið form veggjarins og stærð hans myndar bakgrunn sem yfirleitt nýtist ekki að fullu í fyrirliggjandi tillögum. Sú tillaga sem verðlaunin hlýtur fellur vel að aðstæð- um í einfaldleika sínum.” ÚR GREINARGERÐUM LISTAMANNANNA Tillögum sínum fylgdu þátttakendur í samkeppninni úr hlaði með greinargerðum og tæknilegum útskýringum. Styzt er greinargerð Kristjáns Guðmundssonar með verðlaunaverkinu. Þar segir svo: „Á vegginn er málaður vatnsblár óreglu- legur flötur með akryllit. Yfir hann eru sett- ar fimm línur úr blaðsilfri. Áætlaður efnis- kostnaður er er 50-100 þúsund krónur. Reikna má með acj uppsetning taki eina viku fyrir tvo menrí. Modelkassi 1/10 gefur besta mynd af verkinu. Kannski varð kveikjan að þessu verki sú Eftirfarandi 12 listamenn valdi dóm- nefndin til þátttöku í samkeppninni: 1. verðlaun fyrir myndverk í horgarstjórnarsal hlaut þessi tillaga Kristjáns Guðmundssonar. Umsögn dómnefndar: „Einfalt og óhlutlægt verk og það athyglisverðasta að mati dómnefndar. Verkið fellur vel að lögun veggjarins og rými salarins. Það hefur rólegt og Ijóðrænt yfirbragð og er Ijós vitnisburður um áræði og sjálfstæði listamannsins. Línur úr blaðsilfri á bláum fleti veggjarins vísa til himinblámans og hinnar óskráðu framtíðar. Hugmynd höfundar er sú að stjórn borgar sé eins og að semja tónverk sem aldrei lýkur. ”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.