Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Heimkynni mitt,
Evrópa, hefur
tortímt sjálfri sér
íklega er rithöfundurinn Stefán Zweig kunnastur
hér á landi fyrir smásögu sína Manntafl. Þessi
undarlega saga, sem hefur hrifíð svo fjöl-
margra, er einmitt síðasta verk þessa dáða
höfundar, rituð skömmu áður en hann og síðari
ari kona hans sviptu sig lífi í Petropólis í
Brasilíu í febrúar 1942.
Nokkrir íslendingar hafa varpað fram
þeirri tilgátu að Dr. B. í Manntafli sé landi
okkar. Það er að segja, að fyrirmyndin að
aðalsöguhetjunni í þessari skærustu perlu
smásagnargerðar í heiminum sé íslending-
urinn Björn Kalmann. Tilgátan er byggð á
samanburði og samlestri ævisögu Zweigs,
Veröld sem var, og ævisögu Vilhjálms Stef-
ánssonar landkönnuðar.
í Manntafli varpar Zweig fram spurning-
unni hvað hefur skák fram yfir aðra leiki,
t.d. lúdó.
Hvernig geta fullorðnir menn varið allri
ævinni í það að færa trémenn af hvítum
reitum á svarta? Og svarið er í stuttum
dráttum einn fegursti óður til skáklistarinn-
ar, sem ritaður hefur verið.
Skákin er svo gömul, að enginn þekkir
uppruna hennar. Samt nær enginn langt í
skák án þess að fylgjast stöðugt með nýj-
ungum.
Allir geta lært að tefla, en aðeins ðrfáum
er gefið að höndla kjarna hstarinnar og
verða meistarar.
Skákin er takmörkuð við sextíu og fjög-
urra reita borð en þó algjörlega takmarka-
laus í flækjum sínum.
Þó leikreglur skáklistarinnar séu strangar
og enginn geti skrökvað sig frá úrlausnar-
efnum hins sextíu og fjögurra reita borðs,
eru máttarviðir þeirra listaverka sem verða
til við skákborðið fyrst og fremst hugarflug
og ímyndunarafl. Og skákin hefur skapað
listamenn svipað og tónlist, bókmenntir og
myndlist, listamenn sem munu lifa í verkum
sínum meðan heimur byggist.
En hið undarlega er, segir Zweig, skák-
gáfan getur komið fram þar sem engar
aðrar gáfur finnast. Hún getur skinið í and-
legri eyðimörk eins og gullæð í gráu bergi.
Rit Zweigs fjalla fyrst og
fremst um einstaklinginn
sjálfan og sálarástand,
sálarbaráttu hans. Oftast
ritar hann um
einstaklinga sem eru
reknir áfram af
hálfmeðvituðum og
ómeðvituðum kröftum,
stundum í yfirþyrmandi
einhyggju með
demoniskum eldmóði.
Eftir
GUÐMUND
G. ÞÓRARINSSON
Afkastamikill Rithöfund-
y ar
Þó nokkur ritverk Zweigs hafa verið þýdd
á íslensku en þó aðeins lítill hluti. Leit er
að jafn afkastamiklum höfundi.
A árunum sem hann bjó í Salzburg mun
hann hafa skrifað um 200.000 síður, en
eins og kunnugt er var hann verulegan hluta
ævi sinnar á ferðalögum.
I byrjun síðari heimsstyrjaldarinnar var
hann meira þýddur en nokkur annar af
yngri höfundum, þýddur á nær öll tungu-
mál, búlgörsku, finnsku, portúgölsku, arm-
ensku, kínversku og maratti svo nokkuð sé
nefnt. Heildarverk hans höfðu verið gefin
út á rússnesku með inngangsorðum Maxim
Gorkis._
Stefan Zweig ritaði á þýsku og undra-
vert er hversu lítið þessa austurríska gyð-
ings er getið í bókmenntaskýringum Þjóð-
verja og bókmenntasögu. Þó eru Þjóðverjar
mestu ritskýrendur í heimi.
Flest verk Zweigs eiga sér sameiginiegan
þráð. Kjarninn í ýmsum verkum hans virð-
ist vera athugun á útjöðrum og regindjúpum
sálarlífs sérstæðra einstaklinga, ekki síst
þeirra sem tapa. Eins og hann segir ein-
hversstaðar í heimi sem dáir hinn fyrsta en
forsmáir þann sem er númer tvö.
Zweig ritar ekki um harða lífsbaráttu
almúgafólks eða fjallar um hugmyndina,
kerfið eða abstrakt hugsun eins og algengt
er meðal Þjóðverja.
Rit Zweigs fjalla fyrst og fremst um ein-
staklinginn sjálfan og sálarástand, sálarbar-
áttu hans. Oftast ritar hann um einstaklinga
sem eru reknir áfram af hálfmeðvituðum
og ómeðvituðum kröftum, stundum í yfir-
þyrmandi einhyggju með demoniskum eld-
móði.
Þessar lýsingar hans eru hafnar yfir tíma
og stað, óháðar umhverfi og aldaranda eða
tísku.
Þannig talar hann tungu eilífðarinnar og
einmitt þess vegna hafa bækur Zweigs gildi
alls staðar á öllum tímum.
MAÐURINN SJÁLFUR
Zweig fæddist árið 1881 í Vín. Hann var
af ríku foreldri, milljónerasonur. Bróðir hans
tók við rekstri fyrirtækjanna þótt hann lang-
aði sjálfan mest til að verða læknir, en
Zweig var sjálfur alla ævi frábitinn veraldar-
vafstri. Krafa fjölskyldunnar var að hann
lyki doktorsprófi í einhverju. Hann valdi
heimspeki.
Raunar eru andstæðurnar í lífi Stefans
Zweigs ekki síður æpandi en í ritverkum
hans en þar eru megináherslurnar oft á
andstæðurnar..
Stefan Zweig fæddist í víðlendu keisara-
dæmi Habsborgaranna. Hvernig sem menn
leita finna þeir það ríki ekki lengur á landa-
kortinu. Hann ólst upp í Vín, tvö þúsund
ára gamalli höfuðborg lista og menningar
en á dögum Zweigs varð hún að þýskum
útkjálkabæ Hitiers.
Eftir að hafa helgað líf sitt ritun bók-
menntalegra verka, lifði hann það, að öll
verk hans á frummálinu voru brennd og því
aðeins til í misgóðum þýðingum.
I sjálfsævisögu sinni, Veröld sem var,
lýsir hann þeim tímum sem hann lifði og
mönnum sem hann kynntist. Mörgum þykir
þessi ævisaga meðal þeirra merkustu sem
ritaðar hafa verið, þótt hún sé í raun lítið
um höfundinn sjálfan sem reyndar er al-
gengast um sjálfsævisögur.
Þegar dýpra er skyggnst lýsir veröld sem
var Zweig mjög vel, því þegar allt kemur
til alls eru lýsingar manna á atburðum og
öðrum mönnum oftast glögg lýsing á þeim
sjálfum.
Stefan Zweig lifði tvær mestu styrjaldir
mannkynsins og þær höfðu gríðarleg áhrif
á líf hans, heimili og andlegt jafnvægi. Þeg-
ar mannkynið varpaði fyrir borð siðferðis-
legum þroska sínum og skynsemin beið sinn
ægilegasta ósigur á tímum ótrúlegra sigra
tækninnar. Þessu lýsir Zweig þegar hann
segir: „Það eina, sem ég hefi fram yfir allan
fjöldann, er að ég hefi sem austurrískur
gyðingur, einlægur friðarsinni og húmanisti
ætíð staðið þar sem hamfarirnar voru mest-
ar: Þrívegis hefur heimili mitt verið lagt í
rúst, ég hefi verið slitinn úr tengslum við
fortíðina, hrakinn út í auðnina, þar sem
enginn ræður sínum næturstað."
En ég harma það ekki, segir hann.
„Athvarfslaus maður er í nýjum skilningi
frjáls og sá einn þarf ekkert undan að draga,
sem engum er háður."
Zweig kallar tímabilið fyrir 1914 gullöld
öryggisins. „Menn bjuggu í sama húsi, í
sömu borg alla ævi og háttbundið bar alda
timans þá frá vöggu til grafar."
Þetta tímabil, þegar orð föðursins höfðu
„absolut" gildi og stofnanir ríkisins nutu
„absolut" trausts.
Athyglisvert er, hvernig hann lýsir aldar-
andanum, mannlífinu í Vín á þessum tíma.
„Ráðherrar og auðkýfingar gátu gengið
um göturnar án þess að nokkur liti um
6x1, en hirðleikarar og óperusöngkonurnar
þekkti hver búðarstúlka og hver sendisve-
inn. Rakarar og ökumenn listamanna voru
öfundaðir á laun."
Menn þágu jafnvel hlunnindi fyrir það
eitt að vera frændur ljósameistarans á óper-
usviðinu.
En styrjaldirnar breyttu öllu.
Víða kemur fram óbeit Zweigs á stjórn-
málamönnum og skröltandi mylnuhjóli áróð-
ursins.
Nú reynist mönnum erfitt að skilja að
árið 1914 var sjálfur Shakespeare gerður
útlægur úr þýskum leikhúsum og Mozart
og Wagner úr enskum og frönskum.
Sjálfur átti Stefan Zweig eftir að sann-
reyna rússneska máltækið: „Enginn er
óhultur fyrir förumal og fangakufli."
Líklega á það, hversu hann var frábitinn
öllu veraldarvafstri og forðaðist allt, er laut
að hinum efnislega heimi, rætur í uppeld-
inu. Hann helgaði sig list hins ritaða orðs.
Margir telja listina meðal vafalaustustu
gilda mannlífsins. Af helgu fjalli listanna
er útsýni mest yfir víðlendi mannlegar til-
veru, þar komast menn í mest návígi við
sínar hæstu hugsjónir og einmitt þar getur
lífsnautnin orðið frjóust.
Listin er í sinni skýrustu mynd leit að
fullkomnun. Sagði ekki Davíð:
Að leita þar er Ijós fyrir stafni
að leita er að þroskast í drottins nafni.
En öll list krefst fórnar eins og Einar
Ben orðaði það:
Að feta sitt e'mstig
á alfarabraut
að eilífu er listanna göfuga þraut.
Að aka seglum í eigin sjó
einn meðal þúsunda fylgdar.
Stefan Zweig færði sína fórn og náði
langt á braut þroska og fullkomnunar.
Listin var honum allt.
Átján ára, segir hann, kunni ég hvorki
að synda, dansa né leika tennis og ennþá
sextugur að aldri, segir hann, kann ég
hvorki að sitja reiðhjól né aka bíl, mér er
óljós munurinn á baseball og knattspyrnu,
hockey og póló.
Glímur og íþróttasýningar voru honum
ekki að skapi. Þær voru aðallega sóttar af
slátrurum og burðarkörlum.
í skóla og á fyrstu árum rithöfundarfer-
ils síns hafði hann mikinn áhuga á formi,
rími og máli, en síðar beindist áhugi hans
og athugun að lifandi fólki.
„Hugsanir mínar þróast einvörðungu í
sambandi við hluti, atburði og einstaklinga.
Fræðilegt, háspekilegt og ofar mínum skiln-
ingi."
Það verður honum árátta að læra að
þekkja mennina.
í Berlín sat hann til borðs með ofdrykkju-
mönnum, kynvillingum og morfínistum. Það
varð þessum hlédræga, viðkvæma og ná-
kvæma manni ástríða að kynnast fólki, sem
lifði áhættusömu lífi.
Hann dróst að „öllum þeim sem fyrir-
hyggjulaust og af fullkomnu skeytingarleysi
fórnuðu tíma sínum, peningum, heilsu og
mannorði á altari líðandi stundar."
Hér getur að finna rætur ýmissa lýsinga
Zweigs.
Frábær þekking, kunnátta og tækni á
sviði ritlistarinnar verður að gjalti, ef skort-
ir almenna lífsreynslu og lífsháska.
Steinn Steinarr var eitt sinn spurður að
því hvað vantaði í ljóð ungu skáldanna, svo
þau yrðu skáld. „Þau yrkja órímað eins og
þú," sagði spyrjandinn, „en þau eru ekki
skáld." Og Steinar svaraði: „Það vantar lífs-
háskann."
Einföld sannindi, sem erfitt er að höndla
óskaddaður.
Handritasöfnun' var stór þáttur í lífi
Zweigs. Hann sóttist eftir handritum, sem
sýndu leiðréttingar frumtextans, þannig að
hugsun, sálarástand höfundarins mætti lesa
milli línanna.
Þýðingar hans eru víðfrægar.
Verulegum hluta ævi sinnar varði hann
til þýðinga á verkum annarra. Um þýðingar
segir hann: „Á annan hátt geta höfundar
ekki kynnst betur dýpt og orðgnótt sinnar
eigin tungu." En þýðingar útheimtu gífur-
lega þolinmæði og iðju af þessum óþolin-
móða manni.
Lýsingar Zweigs á ýmsum listamönnum
samtíma hans eru ómetanlegar. Bæði á ein-
staklingunum sem persónum og lífsháttum
þeirra. Um meistara hins Ijóðræða forms
þess tíma segir hann: „Þeir mynduðu eins
konar munkareglu mitt í glaumi tímans.
Vissu ekkert æðra en kliðmjúka hrynjandi
ljóðs, sem er lágværari en þytur laufs í vindi,
en yfírgnæfir þó skarkala heimsins og lýst-
ur fjarlægar sálir töfrum sínum. Það var
eins og þeir birgðu sig í klausturklefum
helguðum vinnunni, þó með útsýni um allan
heim.
Þeir lifðu spart og smáborgaralega til
þess að geta hugsað djarft og frjálsmann-
lega í list sinni."
Lýsingar Zweigs á umhverfi og upplifun
eða öllu heldur þeim tilfinningum sem stað-
ur og stund geta vakið, eru aðdáanlegar.
' Á ferð sinni um Rússland segir hann að
ekkert hafi hrifið sig meira en gröf Tolstojs:
„Helgistaður úr alfaraleið inn í skógar-
þykkninu. Mjór götuslóði liggur upp að leið-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12