Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						A'JJTfl
Stofnuð  1925
Kvennabarátta
á vergangi
aga íslenskrar kvennabaráttu er ekki löng á
mælikvarða mannkynssögunnar. Upphaf hennar
má rekja til baráttu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur
og fylginauta hennar fyrir kosningarétti kvenna
sem náðist fram í bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingum 1908 og í Alþingiskosningum 1915.
Aldirnar á undan hafði átt sér stað ákveðin
þróun sem vert er að gefa gaum - því segja
má að allt frá forsögulegum tíma hafi sigið
á ógæfuhliðina í réttindamálum kvenna.
Frjósemisgyðjan Freyja
I heiðni máttá ekki á milli sjá hvort nutu
meiri tignunar æsir eða ásynjur. „Eigi eru
ásynjur óhelgari, og eigi mega þær minna"
segir í Snorra Eddu (1975:38). Þar er sagt
frá þeim systkinum Frey og Freyju. Hann
er sagður ágætastur ása en hún er ágætust
af ásynjum. Freyja er þó öllu voldugri, því
„hvert sinn er hún ríður til vígs", þá á hún
hálfan valinn á móti Óðni (43). Myndin af
Freyju, þar sem hún skiptir með Óðni til
helminga sálum sverðdauðra manna, er tals-
vert ólík þeirri sem við blasir í kynskiptu
misréttis-þjóðfélagi vorra daga. Og það er
athyglisvert, að Freyja er dýrkuð - ekM
þrátt fyrir kvenleika sinn - JieJdur vegna
hans sérstaklega. Hún er hin íslenska ást-
ar- og frjósemisgyðja og öldum saman hefur
nafn hennar lifað í bókmenntum og lofsöngv-
um til lands og þjóðar. Á síðustu áratugum
hefur nafn Freyju þó dagað uppi og orðið
einskonar minnisvarði um viðhqrf liðinna
tíma í ljóðmælum og orðtökum. Átakanleg-
asta dæmið um það er vandræðalegt mis-
mæli mannsins sem ætlaði í minni sínu til
kvenna að vitna í hið fræga kvæði um Fóst-
mottó:
YBr flúðir auðmi og meins
elhir Iffsins streymir.
Sjaldan verður ósinn eins
og uppsprettuna dreymir.
(Sig. Nordal)
„Stjórnmál eru
kviksyndi fyrir
konur í
karlstýrðu
þjóðfélagi. Ætli
kona að setjast á
bekk með
körlum og láta
þar til sín taka,
virðist eina færa
leiðin vera sú, að
hún afneiti
kynferði sínu,
segi skilið við
fjölskyldulíf og
kynhlutverk..."
Eftir OLINU
ÞORVARÐAR-
DÓTTUR
5. él. 5. FEBRÚAR 1994 — 69. árg.
urlandsins Freyju, en sló því óvart saman
við Ijóð Jónasar Hallgrímssonar um Óhræs-
ið, með þessum afleiðingum:
Fósturlandsins Freyja
yli húsa fjær
móðir Jcona meyja
hrít með loðnar tær.
Það er í rauninni átakanlegt, að þessi
afskræmda vísa lýsir því á sinn hátt hvern-
ig komið er fyrir kvenmynd vorra daga:
Að sjálf ástar- og frjósemisgyðjan tekur á
sig mynd hinnar óttaslegnu og ofsóttu rjúpu
sem er á flótta undan óhræsinu, og komin
út í kuldann - í orðsins fyllstu merkingu.
Sjálfstæðar Konur
Önnur kvenmynd sem hefur táknræna
þýðingu fyrir íslenska kvennasögu er kona
að nafni Hallgerður Höskuldsdóttir sem
kölluð var Langbrók. Sú kona vann sér það
til óhelgis að neita Gunnari um hárlokkmn,
því kinnhesta mundi hún mönnum fram í
rauðan dauðann, eins og sannaðist í þrí-
gang. Það var grunnt á því góða milli henn-
ar og nágrannakonunnar Bergþóru, því eng-
in hornkerling vildi Hallgerður vera. Samt-
íð og saga hafa þó kunnað henni litlar þakk-
ir fyrir breytnina.
Þriðja konan sem telja má táknræna fyr-
ir afdrif íslenskrar kvennabaráttu, var uppi
á átjándu öld og hét Björg Einarsdóttir,
oftast kölluð Látra-Björg. Hún var prests-
dóttir í Þingeyjarþingi en er hún óx úr grasi
gerðist hún sjálfrar sín ráðandi og stundaði
sjósókn frá Látrum á Höfðaströnd. í bók
Guðrúnar P. Helgadóttur Skáldkonur fyrri
alda segir um þessa konu:
í heimi munnmæla og alþýðusagna lifir
mynd Látra Bjargar furðu skýr. Hún rís
máttug og sterk upp úr hafrótinu og
brimgnýnum við Látraströndina.
(1963:63)
Örlög þessarar „máttugu og sterku" konu
urðu nú engu að síður þau að hún flosnáði
upp frá búi og lenti á vergangi, þar sem
hún dó af hungri og kulda á leið milli bæja,
68 ára gömul.
Þrátt fyrir ömurleg örlög og veraldlegan
vanmátt var Björg afar sjálfstæð kona, og
lét ekki beygja sig til hlýðni við nokkurn
mann. Fræg er vísa sú sem henni hraut af
munni við amtmanninn á Möðruvöllum í
Hörgárdal, þegar hann veittist að henni
fyrir betlið:
Þó að gæfú mengað mót
mér í saurinn þrykki
get ég elúá heiðrað hót
hofferðuga gikki. (69)
Mannkynssagan sýnir okkur að oft var
stutt á milli sjálfstæðis- og sjálfsbjargarvið-
leitni kvenna og galdrabálsins. Og þó við
Islendingar höfum af einhverjum ástæðum
aldrei verið neitt fyrir það að brenna konur
eða presta, hafa sjálfstæðustu konur sagna-
hefðarinnar fiestar hverjar fengið á sig
galdraorð. Það á m.a. við um bæði Hall-
gerði langbrók og Látra-Björgu. I þeim
skilningi hafa þær mátt sæta „nornaveiðum"
sagnahefðarinnar, þó ekM færu þær á bálið.
Nornaveiðar Samtímans
Og „nornaveiðarnar" tíðkast enn þann
dag í dag - ekki síst gagnvart þeim konum
sem sýna sambærilega sjálfstæðisviðleitni
og þær gerðu Björg og Hallgerður. Sú sjálf-
stæðisviðleitni birtist þegar kona gerir kröfu
til þess að á hana sé hlustað, að hennar
skilyrði séu virt; þegar hún lítur á sig sem
réttborinn þegn í samfélagi með öðru fólki
þar sem réttindi og skyldur haldast í hend-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12