Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1994, Blaðsíða 10
Stríðsleyndar- mál afhjúpað 33) Sjá Sunnanfara 1897, 100. 34) Ef í vísunni er átt við austustu lendinguna á Landeyjasandi, Önundarstaðasand (sjá Rangárvallasýsla. Sýslu- og sóknalýs. (Rvk. 1968), 233; Lúðvík Kristjánsson: ísl. sjávarhættir II (Rvk. 1982), 35), er sjóleiðin um 78 km í beina línu og áratog- ið 4,31 m. Sveinbjöm Beinteinsson eignar vísuna (með spumingarmerki) séra Bene- dikt Jónssyni í Ofanleiti (um 1704-81) (Lausavísur (Rvk. 1976), 11), en hann var prestur í Vestmannaeyjum 1747-81 og þótti vel að sér í tölvfsi, mælingum og stjamfræði og var vel hagmæltur (P. E. Ó.: ísl. æviskrár I, 131). Sveinbjöm tjáði mér, skömmu áður en hann lézt á aðfanga- dag jóla s. 1., að hann hefði einhvers staðar í handriti séð vísu þessa eignaða séra Bene- dikt. Ef það er rétt, er skiljanlegt, að vega- lengdin sé miðuð við Landeyjasand beint upp af Vestmannaeyjum, þ. e. Önundar- staðasand. Mælingin væri þá sprottin af reikningslist séra Benedikts, enda myndu menn ekki endast til að telja áratogin á svo langri leið. Önnur og algengari gerð vísunnar er hins vegar: Af Eyrarbakka og út í Vog / er svo mældur vegur: / átján þúsund áratog / áttatíu og fjegur. (Alman- ak Þjóðvinafél. 1913, 67; nærfellt eins í Lausavísum Sveinbjamar). Oddur Oddsson gullsmiður og símstöðvarstjóri á Eyrar- bakka (1867-1938) birtir sömu gerð vís- unnar og segir vegalengdina frá Þvotta- kletti á Eyrarbakka út að Strönd í Selvogi vera um 30 km (29 km sýnist mér nær lagi) og áratogið þá 1,66 m. Telur hann það láta nærri hinu venjulega, „þegar tekn- ar em til greina allar kringumstæður á svo langri sjóleið, svo sem sjávarföil, hvfld- arlaus róður o. fl.“ Kveðst hann hafa bor- ið þetta undir formenn í Þorlákshöfn og Jón Guðmundsson á Gamla-Hrauni, sem oft hafi talið áratog að gamni sínu, og hafi formennimir verið þessu samþykkir að öllu athuguðu og miðað við hér tíðkan- legt áralag. Kappróið skip á styttri leið fari auðvitað miklu lengra í hveiju ára- togi. (Telja má vist, að hér sé átt við áttær- ing og róið öllum áram). Oddur segist ekki geta betur séð en höfundur vísunnar „hafi í raun og veru sjálfur talið áratogin alla þessa leið, og má það hafa verið fram úr skarandi elju og aðgæzlu verk.“ Hér verður að hafa í huga, að líklegt er, að stuðlasetning og rím hafí haft áhrif á ára- togatalið í vísunni. Oddur segir höfund visunnar ókunnan, en séra Jóni Vestmann presti í Selvogsþingum (1769-1859) væri vel trúandi til þessa. Hann viðurkennir þó, að það dragi úr líkunum, að leiðin sé talin frá Eyrarbakka, en það bendi fremur til þess, að höfundur hafi verið þaðan eða að austan. (Sagnir og þjóðhættir (Rvk. 1941), 174-75). Ef miðað er við höfuðbólið Nes í Selvogi, er sjóleiðin frá Eyrarbakka um 26 km og áratogið 1,43 m. í annarri út- gáfu Lausavísna hefur Sveinbjöm hundruð í stað þúsund (áratog) (ív. r. (Rvk. 1993), 3), og væri þá áratogið 13,80 m miðað við Nes og 15,39 m miðað við Strönd. Sveinbjöm segir, að vísan sé til í mörgum gerðum og sé þessi varla upphafleg. Ólaf- ur Marteinsson magister (1899-1934) eignar vísuna Bimi Gunnlaugssyni (1788- 1876) (Lbs. 2443, 8vo). Þórður Tómasson safnvörður í Skógum segir gamla Land- eyinga (t. d. Jón Tómasson í Hvítanesi) hafa kunnað vísuna svo: Úr Landeyja víð- um vog / í Vestmannaeyja gjögur / átján þúsund áratog / áttatíu og fjögur. Sjóleið- in er um 11 km og áratogið 0,60 m, en 5,83 m, ef í vísunni stæði hundruð. 35) Sjá Ólafur Jónsson: Berghlaup (Ak. 1976), 184-88. 36) O. Skulerad: Utsyn, 38 nm. 37) Sjá Grímni 1983, 124-25. 38) O. Olavius: Oeconomisk Reise II (Kbh. 1780), 491-92, 525-28 (með uppdrætti); O. Olavius: Ferðabók. Steindór Steindórs- son íslenzkaði. II (Rvk. 1965), 148, 170-71. Sbr. Lúðvík Kristjánsson: ísl. sjávarhættir II (Rvk. 1982), 75, 77. 39) Sveitir og jarðir í Múlaþingi I ([Rvk.] 1974), 196-97. 40) S. r. I, 197. 41) Þjóðs. Sigf. Sigf. VI (Rvk. 1986), 63-64. 42) Sjá Sveitir og jarðir í Múlaþingi I, 217, sbr. Blöndu II (1921-23), 278, þar sem Páll Bjarnarson telur Sleðbijót bera nafn „af vangæfu akfæri". 43) Sjá O. Skulerud: Utsyn, 16-19. Höfundur er prófessor og forstöðumaður Ör- nefnastofnunar. að var á Þorláksmessu fyrir rétt- um 15 árum að fundi okkar bar saman. Hann lá ekki á minni deild, hann lá á krabbameins- deildinni, var í geislameðferð. Það hafði verið mikið að gera, ég nýbyrjað- ur á augndeildinni, þýskan hjá mér ekkert sérlega góð, eiginlega hafði ég ekki áhuga á að ræða við hann, eða að vera með ein- hveija íslandskynningu. En nú voru að koma jól og auk þess hafði hann enn á ný látið liggja fyrir mér skilaboð um að hann vildi ræða við mig. Eg gekk fram í anddyrið, hann stóð það í reykjarsvælunni með sígarettu í munnvikinu, vel til hafður, góðlegur eldri maður, eins og afi í mynda- bók. Hann sagði „þú ert íslendingur, er það ekki“, jú sagði ég, „ég verð að tala við þig“. Ekki jók það nú áhuga minn, en áhersla hans á „verð“ fannst mér þó dálít- ið óvenjuleg. Hvað vildi hann vita um ís- land svona rétt fyrir jólin? Skrýtið þetta „verð“, rétt svona flaug í gegnum hugann. Hann lagði höndina vingjarnlega á öxl mér og sagði „við skulum fara inn fyrir“. Hon- um var mikið niðri fyrir og han sagði mér sögu: „Það eru liðin tæp 40 ár og þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál,“ sagði hann og ég hugsaði, hann er eitthvað ruglaður. Augnabliki síðar varð ég ekkert nema eyru og skammaðist mín. Frásögn hans hefur oft leitað á mig, einnig var það ósk hans að ég segði frá þessum atburðum. í raun var þetta hans hinsta ósk, við sáumst ekki meir, hann fór heim á aðfangadag og lést skömmu eftir áramót. „Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert íslending- ur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af sögu íslands. Ég kom til Islands fyrir tæpum fjörutíu árum,“ sagði hann. „Stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa Eftir ÁRNA B. STEFÁNSSON að þetta sé allt í lagi.“ Síðan dró hann djúpt andann og hélt áfram. „Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri í þýskri vél í könnunarflugi yfír Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflug- velli. Bretarnir voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til vamar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnabyssum í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauð- lentum á hraunsléttu á hálendinu um 20 km austur eða suðaustur frá Reykjavík." Hann lýsti þessu nákvæmlega og virðist þetta hafa verið á grágrýtissléttunni vestur eða suðvestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Ég verð að játa að langt er um liðið, síðan hann sagði mér þetta og ekki get ég leng- ur munað hvort hann minntist á flugvélar- tegundina, Henkel minnir mig, Junkers voru hér þó aðallega. Þá er ég ekki viss um ártalið, 1940 eða 1941, Reykjavíkur- flugvöllur virtist að mestu kominn. Þetta var ansi ótrúlegt, en svo hélt hann áfram. „Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsam- bandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vest- mannaeyjahöfn. Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengd- um hana síðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nótt- inni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusár- brú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega sam- an og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komumst á mót við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands. Ég var orðlaus. „Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu íslands,“ sagði hann. Honum hafði greini- lega létt mikið. Síðari hluta stríðsins dvaldi hann svo í Norður-Noregi við Tromsö og þjónaði í flugdeildinni, sem varði Tirpitz, systurskip Bismarck, sagði hann mér. „Heyrðu," sagði hann að lokum, „svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað.“ Sem hann og gerði: Juan Fern- andez/Schiff 28. Ég var uppveðraður af þessu og skrifaði strax heim, þeim manni, sem ég vissi fróð- astan um þessi mál. Svarið var stutt og laggott, „þetta stenst ekki“. Reyndar tók hann dýpra í árinni en það. Mér mislíkaði svar þetta mjög og sárnaði fyrir hönd sögu- manns míns. Fáránlegt er að ætla að dauðvona mað- ur láti sér detta í hug að segja einhveijum svona lygasögu. Það var og er óhugsandi í mínum huga. Eftir þessar undirtektir gat ég ekki fylgt þessu nánar eftir. Sögumaður minn var látinn og lítið að gera. Því miður láðist mér að taka niður nafn hans. Miðann með skipsnafninu setti ég inn í bók og hugðist fylgja þessu eftir þegar heim kæmi. Fjórum árum síðar, stuttu eftir heim- komu úr námi, leitaði frásögnin á mig. Þrátt fyrir mikla leit var mér lífsins ómögu- legt að finna miðann. Vegna þeirra undir- tekta, sem ég áður hafði fengið, treysti ég mér ekki að birta frásögn sögumanns míns opinberlega án frekari sannanna. Síðastliðið vor rakst ég svo loksins á nafnið, ég hafði skrifað það á öftustu síðu bókar einnar og hent miðanum, það var þannig engin furða að mér tókst aldrei að finna hann þrátt fyrir mikla leit. Nú loksins get ég efnt loforðið, sem ég gaf gamla manninum á Þorláksmessu 1978. Loksins get ég komið þessu frá mér og get sjálfur andað léttar. Ég hef reynt að sannreyna þessa sögu, en ekki haft árangur sem erfiði. Hafnaskjöl Vestmanna- eyjahafnar 1940-1941 eru annaðhvort týnd eða ekki aðgengileg. Hafnsögumaður í Vestmannaeyjahöfn frá þessum árum segir engin spænsk skip hafa legið þar í höfninni á þessum tíma. Hugsanlegt er að eitthvað komi út úr athugun, sem ég hef komið í gang á þýskum stríðsskjölum, ekki geri ég mér þó miklar vonir. Það er eins og þetta hafi gerst í gær. Fas gamla mannsins, einlæg og skilmerki- leg frásögn hans, hve mjög honum létti við að deila þessu með einhveijum. Er þetta með eftirminnilegustu jólagöfum, sem ég hef fengið. í raun er mér sama hver trúir og hver ekki, frásögnin er í mínum huga sönn. Þetta er hetjusaga úr seinni heimsstyij- öld; málsstaður Þjóðveija, andstæðinga okkar, er aukaatriði. Flugstjóri þessi gerði það ómögulega, hann nauðlenti hér og kom áhöfn sinni úr landi, án þess að nokkur yrði þess var, eða áttaði sig á því síðar. Sagan er svo lygileg að það tekur varla tali. Tvo til þijá km suðvestur af Bláfjalla- skálanum, rétt vestan við kantinn á Strompahrauni eru leifar flugvélar. Ekki veit ég hvort saga hennar er þekkt. Stað- setning þessi, eða önnur h'k, fellur vel að frásögn gamla mahnsins. Er það von mín að þið lesendur hafið af þessum línum mínum nokkra ánægju, nú þegar liðin er rétt rúmlega hálf öld frá því að atburðirn- ir áttu sér stað. í mínum huga er þetta frásögn gamals manns af sérkennilegri heimsókn til íslands á erfiðum tímum. Saga af hetjudáð. Geti einhver ykkar lesenda staðfest sögu þessa þætti mér vænt um að sá hinn sami setti sig í samband við mig. Höfundur er augnlæknir í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.