Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 29. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						MORGUNBLAÐSI  NS
Stofnuð 1925
¦
3


Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche.
Svo mælti
Saraþústra
Formáli og þýðing eftir
JÓNÁRNAJÓNSSON
Þýski   heimspekingurinn
Friedrich     Nietzsche
(1844-1900)  er ef til
vill öðru fremur kunnur
fyrir vægðarlausa gagn-
rýni á vestræna menn-
ingu,  kristindóm, jafn-
aðarstefnu og fleira í
þeim dúr. Heimspeki hans hefur jafnvel
verið talin hrokafull og harðneskjuleg, enda
oft verið hrapallega rangtúlkuð. Svo sem
kunnugt er notuðu þýskir nasistar nokkrar
hugmyndir Nietzsches í áróðri sínum og
beittu þeim fyrir stríðsvagna sína. Af þeim
sökum átti orðstír Nietzsches erfitt upp-
dráttar eftir heimsstyrjöldina síðari, en í
seinni tíð hefur hann fengið uppreisn æru.
I hugum margra, einkum þeirra sem lítt
eða ekki þekkja til verka Nietzsches, er
hann hinn harðvítugi, hrokafulli heimspek-
ingur, sem plægði akurinn fyrir „ofurmenn-
ið" Hitler og hans kóna. Það kann því að
2Sftbí. 3. SEPTEMBER 1994 - 69. árg.
koma ýmsum á óvart að Nietzsche bjó yfir
mikilli skáldgáfu og lék listilega á ljóðræna
strengi þýskrar tungu.
Svo mælti Saraþústra er skáldlegasta
verk hans. Þar birtist að vísu mikið af þeirri
heimspeki sem Nietzsche er frægur fyrir,
eins og kenningarnar um ofurmennið,
dauða Guðs og eilífa endurkomu allra hluta,
en hún er færð í skáldlegan búning sem
gerir Nietzsche einstæðan meðal heimspek-
inga.
Þeir þrír kaflar úr þýðingu minni á Svo
mælti Saraþústra sem hér birtast eru vald-
ir í því augnamiði að gefa lesendum nasa-
sjón af skáldinu Nietzsche fremur en heim- .
spekingnum. Þeir mynda þrjú prósaljóð sem
aðeins standa í lauslegum tengslum við
næstu kafla, og ætti því að vera hægt að
njóta þeirra þótt slitnir séu úr samhengi.
Reyndar sagði Halldór Laxness í Grikk-
landsárinu að „Also sprach Zarathustra
verður ekki lesin ein sér, heldur aðeins um
leið og aðrar bækur sama höfundar: annars
skilur hún lesandann eftir gapandi einsog
fuglsúnga." Að sama skapi hlýtur að vera
hæpið að taka kafla úr einu verki þessa
margbrotna höfundar og leggja á borð fyr-
ir nýja lesendur. Því ber að líta á birtingu
þessara kafla sem lauslega kynningu á
skáldinu Friedrich Nietzsche. Ef til vill gefst
annað tækifæri síðar til að fjalla um héim-
speki þessa magnaða verks.
Næturljóðið
Það er nótt: nú hækka allar streymandi
lindir róminn. Og sál mín er líka streym-
andi lind.
Það er nótt: nú fyrst vakna öll ástarljóð-
in. Og sál mín er líka ástarljóð.
Eitthvað ósefað, óslökkvandi býr innra
með mér; það vill láta í sér heyra. Astarþrá
býr innra með mér og talar mál ástarinnar.
Ég er ljós: ó, að ég væri nótt! En í þessu
felst einsemd mín að ég er baðaður í birtu.
Ó, að ég væri dimmur eins og nóttin!
Hve ég myndi sjúga brjóst ljóssins!
Og ég myndi meira að segja signa ykk-
ur, litlu, leiftrandi stjörnur og ljósormar í
háloftum! — og taka sæll við ljósgjöfum
ykkar.
En ég lifi í mínu eigin ljósi, ég drekk
aftur í mig logana sem út úr mér brjótast.
Ég þekki ekki hamingju þess að taka;
og oft hefur mig dreymt að það hljóti að
vera sælla að stela en taka.
í því felst fátækt mín að hönd mín lætur
aldrei af að gefa; í því felst öfund mín að
ég horfi í eftirvæntingarfull augu og upp-
ljómaðar nætur þrárinnar.
Ó( hörmung^ allra gjafara! Ó, myrkvun
sólar minnar! Ó, löngun í þrá! Ó, sultur í
allsnægtum!
Þeir taka frá mér: en hreyfi ég við sálum
þeirra? Milli þess að gefa og að taka liggur
gjáj og hin minnsta gjá verður síðast brúuð.
Ur fegurð minni vex hungur: mig langar
til að valda þeim sársauka sem ég lýsi,
mig langar til að ræna þá sem ég færði
gjafir: — mig hungrar sem sagt í illsku.
Hönd mína dreg ég til baka, þótt önnur
hönd teygi sig eftir henni; hikandi eins og
foss sem hikar við jafnvel eftir að hann er
kominn fram af: — þannig hungrar mig í
illsku.             __
Slíka hefnd íhugar gnótt mín: slíkir
óknyttir spretta upp úr einsemd minni.
Hamingja mín af að gefa dó í gjafmild-
inni, dyggð mín þreyttist á ofgnótt sjálfrar
sín!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12