Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1994, Blaðsíða 1
O R G U N Stofnuö 1925 40. tbl. 19. NÓVEMBER 1994 - 69. árg. Barbara Árnason á yngri árum BARBARA systir mín unni íslandi hugástum. Með tímanum varð hún íslendingur í húð og hár. Þau hjónin, hún og Magnús Arnason eigin- maður hennar, voru sérlega vinmörg. Þeir vin- ir voru líka traustir. Það hrærði mig mjög að Eins og títt var um listnema bjó Barbara við kröpp kjör í London. En hún var þrautseig. Árið 1936 bar svo við að hún hlaut dálítinn námsstyrk. Hún afréð að verja honum til íslandsferðar, hugðist sækja þangað innblástur. Eftir ALAN MORAY WILLIAMS SJÁLFSMYND Barböru frá því hún var ung. Myndin birtist á fors- íðu Lesbókar í mai 1982. sjá hve margir komu, þótt nístingskalt væri, þegar Barbara var borin til grafar hinn 9. janúar 1977. Það snart mig líka djúpt að lesa eftirmælin sem birtust í Morgunblaðinu og víðar. Ég veit að margir íslendingar eiga hlýjar minningar um Barböru. Þeim kann að þykja fróðlegt að lesa eftirfarandi minningabrot, sem ég hef tekið saman um æskuár hennar í Englandi m.a. og ritstjórar Morgunblaðsins buðu mér góðfúslega að birta. Ef segja skal frá uppvaxtarárum Barböru vérður ekki hjá því komist að færa Úrsúlu tvíburasystur hennar til sögunnar. Svo ná- komnar voru þær hvor annarri. Þær fædd- ust hinn 19. apríl árið 1911 í Petersfíeld, sem er smábær í grennd við Portsmouth. Foreldrar okkar voru báðir kennarar við Bedales-skólann, kunnan heimavistarskóla sem hýsti bæði pilta og stúlkur. Faðir minn var prestssonur, sá yngri tveggja sona. Hann hafði gengið í einkaskóla og síðan í Cambridge-háskóla og tók þar M.A.-próf í fommálum. Hann var íþróttamaður mikill, auk þess gæddur leikhæfíleikum og fékkst við að sviðsetja leikrit. Mestan áhuga hafði hann þó á fornleifafræði. Móðir mín átti ættir að rekja til prentiðnaðarmanna og var systir hins nafnkunna útgefanda Sir Stanley Unwin. Kennslugrein hennar í Bedales var hússtjómarfræði og kenndi hún hana með Froebel-aðferðinni svonefndu. Annars voru helstu áhugamál hennar bókmenntir, mynd- list og tónlist. í æsku hafði hún stundað nám í Dresden og var hraðmælt á þýsku. Hún hafði lagt stund á listmálun og náð góðum árangri en hætti að mála þegar hún gifti sig. Trúar- og stjómmálaskoðanir for- eldra minna vom af ólíkum toga. Faðir minn var í ensku þjóðkirkjunni, biskupa- kirkjunni, og íhaldsmaður, en móðir mín átti ættir að telja til fríkirkjufólks og fijáls- lyndra. Eftir heimsstyijöldina fyrri hættu foreldr- ar mínir kennslu og settust að úti í sveit, skammt frá Southampton. Faðir minn lagði fyrir sig stjórnunarstörf og var skipaður yfírmaður Rauða krossins í Hampshire. Móðir mín gerðist húsmóðir og annaðist BARBARA heima hjá sér íStoneham. okkur systkinin, tvíburasysturnar og mig, sem var fjórum árum yngri en þær. Húsið sem við fengum til íbúðar þama í Hampshire var allsérstakt. Þetta var eitt þeirra stórhýsa sem nýríkir létu teikna eftir ítölskum höllum og reist vom hér og hvar um landið í byijun 19. aldar. Hús þessi vom afar dýr í rekstri og urðu mörgum ef ekki flestum ofviða. Fólk flutti úr þeim og með tímanum níddust þau niður. Húsið sem við bjuggum í nefndist North Stoneham House. Herbergin voru nokkuð á annað hundrað talsins ef allt var tekið með í reikninginn. En á þeim ámm sem við bjuggum þar voru einungis 20 þeirra búin húsgögnum. Húsið var ekki búið neinum nútímaþægindum. Upphitun var engin nema kolaeldur í arni og lýst var upp með kertum og olíulömpum. Tvær gamlar konur höfðust við í hliðarálmu einni en við sátum í ’höfuð- álmunni. í henni voru meðal annars löng súlnagöng og viðhafnarsalir og átti hvort tveggja ítalskar fyrirmyndir. En í súlunum var gervimarmari. í einum salnum gat að líta gervipípuorgel. Þar var líka „bókasafn“ eitt merkilegt. Bækurnar í því safni vom ekki til aflestrar. Þetta vom nefnilega bóka- kilir sem límdir höfðu verið á veggina. Allar þessar misheppnuðu falsanir stöfuðu frá fyrsta eigandanum, þeim sem lét byggja húsið. Hann hlýtur sjálfur að hafa verið undarlega innréttaður. En svo langt var nú um liðið að ekki fóm lengur neinar sögur af honum. Og húsið var rifíð á heimsstyijald- arámnum síðari. Móður minni var sannarlega vorkennandi að halda heimili í þessum rykfallna hjalli. Við höfðum tæpast efni á heimilishjálp því mikill hluti af launum föður míns fór í leig- una. Systur mínar þurftu í mörgu að snú- ast heima fyrir. Þær urðu sjálfar að sauma utan á sig, og ég held þær hafi fengið harla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.