Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1994, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuð 1925 41 thl 7h NÓVF.MRF.R 1994 — M Hver gekk fyrstur á Hvannadalshnúk? INN 11. ágúst 1794, eða fyrir 200 árum, gekk Sveinn Pálsson, náttúrufræðingur og læknir, ásamt fylgdarmönnum á Öræfajökul. Mark- mið hans var að kanna eðli jökulíss, sem þá var svo til óþekkt náttúrufyrirbrigði, en einn- Tindurinn Hnappur var áður fyrr talinn hærri en Hvannadalshnúkur og þangað komust sumir sem töldu sig fara á hæsta tindinn. En hver varð fyrstur á þann tind sem við vitum nú að er hæstur? Eftir SNÆYARR GUÐMUNDSSON ig hafði Sveinn mikla löngun til að ganga á þetta hæsta eldfjall íslands. í ferðinni styrkti Sveinn hugmyndir sínar um hegðun jöklanna en hann var með fyrstu mönnum til að öðlast skilning á þeim. Hann gekk þó ekki á Hvannadalshnúk (2119 m), hæsta tind Islands, heldur á suðausturhnúk fjalls- ins sem nú ber heitir Sveinsgnýpur (1927 m). Sveinn Pálsson var fyrstur manna til að ganga á jökulinn en þess ber að geta að slíkar ferðir tíðkuðust ekki á þessum tima. Næstu ferðir á Öræfajökul voru svo farnar á 19. öld en ekki voru þær tíðar. Á þessum tímamótum er viðeigandi að minn- ast ferða frumkvöðlanna á Öræfajökul, þar á meðal hinnar fyrstu göngu á Hvannadals- hnúk. Lengi hefur verið talið að norskur landmælmgamaður, Hans Frisak að nafni, og Jón Árnason hreppstjóri á Fagurhóls- mýri hafi fyrstir komist þangað upp, þann 19. júlí 1813, en gamlar heimildir sem nýlega hafa verið kannaðar leiða í ljós að það er ekki alls kostar rétt. Öræfajökull er stærsta eldfjall íslands. Hann hefur nokkra sérstöðu frá sjónarhóli fjallgöngumanna vegna þess hve margir tindar og hnúkar rísa upp úr jöklinum. Tvívegis hefur gosið í Öræfajökli frá land- námstíð; í fyrra skiptið árið 1362, en þá varð þar langmesta gjóskugos á sögulegum tíma á Íslandi. Olli það stórkostlegu tjóni svö að af lagðist byggð í námunda við fjall- ið. Fyrir gosið dró jökullinn nafn af tindun- um eða „hnöppunum" í efstu brúnum og hét Hnappafellsjökull og byggðin undir Litlahérað. Eftir hamfarimar var hann nefndur Öræfajökull og sveitin Öræfi og heitir enn. Aftur gaus árið 1727 en gosið var í fáu líkt hinu fyrra, þó varð töluvert tjón á híbýlum og búfénaði og þrjár mann- eskjur týndu lífi.1 Efst í Öræfajökli er mikil askja, sléttfull af ís en niður hliðarnar falla stórir skriðjökl- ar og ná margir þeirra niður á láglendi. Á milli skriðjöklanna rísa hnúkar í brún öskj- unnar og á henni norðvéstanverðri er Hvannadalshnúkur. Austast á brúninni er Sveinstindur (2044 m) og fast við Sveinsgnýpur. Syðstu hnúkarnir heita Rót- arfjallshnúkur (1848 m) og Hnappar (1851 m og 1758 m). Var hærri Hnappurinn lengi vel talinn hæstur tinda í Öræfajökli. Nú á dögum kemur þetta mönnum ef til vill spánskt fyrir sjónir en á síðustu öld voru HVANNADALSHNJÚK ber yfir brúna á Skeiðará. Ljósm.-.Snorri Snorrason. hugmyndir um jökulinn töluvert frábrugðn- ar. Jökullinn var lítt kannaður fram yfir aldamót og sést það vel á landakortum frá 19. öld, m.a. þeim sem unnin voru af dönsku stjórninni í upphafi aldarinnar og síðar korti Björns Gunnlaugssonar, en þau voru nákvæmustu kort þess tíma. Fyrir göngu Sveins Pálssonar, árið 1794, var fátt vitað um Öræfajökul utan hin hræðilegu gos og raunar var það ekki fyrr en eftir mælingar danska herforingjaráðsins, árið 1904, að uppdrættir af eldkeilunni tóku að skýrast. Ferð Sveins er fyrir margar sakir merkileg og fyrir'utan vísindalegt gildi hennar má nefna að 8 árum áður höfðu Jacques Bal- mat og Michel G. Paccard á frækilegan hátt klifið Mont Blanc, hæsta tind Vestur- Evrópu. Þjóðrækniskennd og fégirnd var ástæða þeirrar uppgöngu en verðlaun voru í boði þeim sem þangað kæmist fyrstur.2 Ekkert slíkt þurfti til að hvetja Svein því áhuginn var nógur. Þekking á veðri eða landslagi var á þessum tíma mjög takmörk- uð og útbúnaður ótraustur. Auk þess er vert að hafa í huga hversu mikið áræði Sveinn hefur þurft til að rifa sig úr viðjum hugarfars þess tíma. Sveini var einum af sex systkinum kom- ið til mennta og nam hann læknisfræði, m.a. í Kaupmannahöfn. Þar glæddist með honum áhugi á öðrum fræðigreinum er tengdust náttúrunni, grasafræði, efnafræði og eðlisfræði. Hann hóf ástundun náttúru- fræða, samhliða læknisnáminu, og lauk þeim með góðum vitnisburði 1. júní 1791. Lauk Sveinn fyrstur manna prófi frá Kaup- mannahafnarháskóla í fræðigreininni. Það sumar sigldi hann heim og stundaði rann- sóknarstörf næstu fjögur árin meðan hann naut fjárstyrks. Árið 1794 var styrkurinn tekinn af honum en ekki gafst Sveinn upp við þennan mótbyr og stundaði rannsóknir næstu árin eins og bágborinn fjárhagur leyfði.3 Sveinn gekk á Öræfajökul frá Kvískeij- um og komst á suðausturhnúk fjallsins. í Jöklariti sínu segir hann: Loks er við kom- umst upp á suðausturhnúk jökulsins kl. 11 % , en hann er ásamt þrem eða fjórum öðrum hnúskum vestar og norðar ekkert annað en barmar á geysivíðri gígskáld, því allir standa þeir í hvirfingu og lykja um breiðan og grunnan dal. Hnúkar þessir eru svo brattir, að jökulfillan hefur sprungið eða hrunið utan af þeim, svo að svartir, kol- brunnir klettar koma í ljósmál, en bera samt jökulhatt á kollinum.4 Lengi var talið víst að Sveinn hefði gengið á Hnappinn en þann 9. ágúst árið 1936 fetuðu í fót- spor hans Flosi Björnsson frá Kvískeijum ásamt systkinum sínum Ara og Guðrúnu. Þegar þau komu á suðausturhnúk fjallsins, sem nú heitir Sveinsgnýpur, varð þeim strax ljóst að þar hefði Sveinn farið og að honum hefði dugað að ganga þangað svo að umhverfið kæmi heim og saman við lýsinguna í Jöklaritinu.6 Ekki er rúm til að rökstyðja þetta nánar hér en nú er al- mennt viðurkennt að Sveinn hafi gengið á þennan hnúk en ekki Hnappinn. Á árunum 1801-1818 fóru fram strand- mælingar á vegum dönsku stjórnarinnar, til að fá sem réttasta mynd af íslands- ströndum, með sjókort i huga. Norskur liðs- foringi, Hans Frisak, bættist í hóp land- mælingamanna árið 1803 og vann hann einna lengst að mælingum eða uns þeim var að mestu lokið. Til þríhyrningamælinga þurfti að ganga á ýmsa tinda umhverfis

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.