Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						L^			1

í        j		r*#::	

insosiitaiiiiiasaiiiŒisi®

Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.

Mexíkó

er land sem hefur allt en þjóðin berst í bökkum.

Blaðamaður Lesbókar hefur verið þar á ferð og

bregður ljósi á land og þjóð og stórkostleg menn-

ingarverðmæti genginna indíánaþjóða, sem miklar

minjar eru um. Fyrsta greinin fjallar um það sem

fyrir aug ber vítt og breitt.

Dagur

í lífí vitrings er heiti á gamansamri grein eftir

Ásgeir Beinteinsson, sem bregður ljósi á veruleika

sem flestum er ókunnur: Lífið átökustað kvik-

myndar., Hér er verið að taka senu í kvikmynd

Friðriks Þórs Friðrikssonar, Á köldum klaka, og

Friðrik er „mógúllinn" sem kemur við sögu í fj'ár-

húsi fyrir sunnan Hafnarfjörð.

Sögusióðir

á mölinni, heitir grein eftir Jón Karl Helgason, og

fjallar um þá stefnu sem upp kom í nafngiftum á

götum í Reykjavík á tímabili, þegar leitað var til

fornsagnanna eftir fyrirmyndum, einkum úr Njáls-

sögu og Laxdælu. Það er síðan gatan kennd við

Snorra, sem verður líkt og umgjörð utan um þess-

ar nafngiftir.

STEFAN FRA HVITADAL

Hún kyssti mig

- brot -

Heyr mitt ljúfasta lag,

þennan lífsglaða eld,

um hinn dýrlega dag

og hið draumfagra kveld.   ,

Rauðu skarlati skrýðst

hefur skógarins flos.

Varir deyjandi dags

sveipa dýrlingabros.

Ég var fölur og fár,

ég var fallin í döf.

Eg var sjúkur og sár

og ég sá að eins gröf.

Hvar er forynjan Feigð

með sitt fláráða spil?

Hér kom gleðinnar guð

og það glaðnaði til.

Læddist forynjan frá

með sinn ferlega her.

Hún var grimmeyg og grá

og^ hún glotti við mér.

Ég er frelsaður, Feigð,

ég hef faðmað og kysst.

Undir septembersól

brosti sumarið fyrst.

Ég á gæfunnar gull,

ég á gleðinnar brag.

Tæmi fagnaðarfull.

Ég gat flogið í dag.

Ég á sumar og sól,

ég á sælunnar brunn

og hin barnsglöðú bros

og hinn blóðheita munn.

Þennan hamingjuhag

gaf mér heit þitt og koss,

þennan dýrlega dag,

þú, mitt dýrasta hnoss.

Þetta lífsglaða Ijóð

hefur lifað það eitt,

að þú, kóngsdóttir, komst

og þú kysstir mig heitt.

Lífs míns draumur er dýr,

þessi dagur hann 61.

Mér fínnst heimurinn hlýr

eins og hádegissól.

Ég er syngjandi sæll,

eins og sjö vetra barn.

Spinn þú, ástin mín, ein

lífs míns örlagagarn.

Stefán frá Hvítadal, 1887-1933, var fæddur á Hólmavík en kenndi sig við

Hvítadal í Dalasýslu. Hann vakti fyrst athygli með Söngvum förumannsins

1918 og boðaði þáttaskil í íslenzkri Ijóðlist við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar.

Um tíma dvaldist Stefán í Noregi. Yrkisefni hans eru Ijúfsár, en sjálfur sýktist

hann af berklum, sem urðu honum síðar að aldurtila.

G VAR orðinn stálpaður

þegar mig fór að gruna

að kennarar fengju

kaup. Eg mun hafa

haldið að þeir gengju

fyrir einni saman fólsk-

unni, þ.e.a.s. kenndu af

hugsjón. Skólaæskan í

þá daga samanstóð eins og endranær af

sauðum og við tókum ekki eftir því nema

annað veifið að um okkur stóð heilagt stríð.

Við sátum geispandi á vígvellinum. Ég

hélt fyrir mitt leyti að ég væri í skóla af

því ég hefði gert eitthvað af mér. Ég tók

dómnum ekki af neinni reisn en þoldi hann

þó. Löngu seinna skildist mér hvernig í

pottinn var búið: Skólakerfið var virkjun

og átti að lýsa upp leiðina til frelsis. Kenn-

ararnir voru fastráðnir starfsmenn. Auðvit-

að áttu þeir að fá kaup. Og við vorum ljósa-

staurarnir.

Þegar ég byrjaði í skóla var ennþá hald

í framtíðinni. Menn bundu vonir við hana

eins og reipi og byrjuðu ótrauðir að hand-

styrkja sig upp í dagsljósið. Þeir trúðu á

mannskepnuna. Sumir meir á manninn,

aðrir meir á skepnuna en þegar ég lít um

öxl sé ég alla þjóðina fyrir mér í skátabún-

ingi. Þó grunar mig að sumir hafi undir

niðri talið að brátt drægi til úrslita, senn

kæmi á daginn hvort nokkurt vit væri í

að halda mannkynssögunni áfram. Kannski

væri maðurinn bara skepna. Sú hugsun

hefði samt ekki fengist prentuð í bæjarblað-

inu því víðsýni getur drepið hversu góðan

málstað sem er.

Skólinn sem ég gekk í var ekki byggður

á sandi eins og nú tíðkast heldur á leifum

af prússneskri mannræktarhugsjón. Hverj-

um nýjum nemanda var skipt í efni og

anda. Efnið var sent í leikfimi. Þá stóð

B

B

Gamall Ijósastaur

líturumöxl

andinn strípaður eftir, og sjá: hann var í

þrennu lagi, vit, vilji og tilfinningar. Skóla-

starfið fólst í því að kenna þessum bakka-

bræðrum að ganga í takt. Að lokum átti

að mega slá tónkvísl í hausinn á útskrifuð-

um nemanda og skyldi þá heyrast fagur

samhljómur. Þannig var hugsjónin. Hún

átti að bjarga heiminum eða þeim hluta

hans sem var við bjargandi. Því stundum

heyrðist bara daufur dynkur.

Okkur börnunum skildist að í gamla

skólahúsinu byggi andi og ætlunin væri

að með tímanum byggi hann um sig í okk-

ur. En þá þyrftum við að vera móttækileg.

Annars yrðum við að fara að vinna. Hér

var um að ræða anda upplýsingarinnar.

Stundum mátti ráða af tali kennara að

hann væri farinn að dofna enda húsið löngu

raflýst. Og nokkuð er það að margir fóru

að vinna. Sjálfur hafði ég aldrei orðið sam-

ur eftir kvikmyndina Spartakus. I mínum

huga var vinna hlutskipti herleiddra manna

í rómverskum saltnámum. ÉgJærði heima.

Okkur voru aðallega kenndar staðreynd-

ir. Ég sá aldrei neitt samhengi á milli þeirra

og hélt það stafaði af því að kennslubæk-

urnar væru illa skrifaðar. Þetta var mein-

legur misskilningur; þær voru svona vel

skrifaðar. Nú eru staðreyndirnar löngu

komnar í graut og þegar maður úr þessu

menntakerfi ætlar að taka til lærdóms síns

geta óvæntar víddir opnast: Eigi skal gráta

Björn bónda meðan báðir fætur eru jafn-

langir, og Wilhelm Bell skaut símann af

höfði sonar síns. En menntunin komst til

skila. Ég á við það sem eftir verður þegar

maður er búinn að gleyma því sem hann

lærði. Þegar upp var staðið hugsuðum við

hvert eins og annað.

Mér er minnisstætt hvernig meðalkenn-

ari leit út í æsku minni. Hann var annað-

hvort sköllóttur eða gekk í mórauðri dragt

nema hvort tveggja væri. Og hann var

ímynd skynseminnar. Við þekktum réttlæt-

isgyðjuna. Hún var sjónlaus. Ég held við

hefðum óðara borið kennsl á viskugyðjuna.

Hún var húmorlaus. Sem betur fer var

þetta fólk ekki holdi klætt. Ég á við ímynd

kennarans, þann erkikennara sem sveif

yfir hausamótunum á okkur á þroskabraut-

inni. Þetta var áhrifamaður og honum gat

jafnvel slegið saman við ennþá æðri máttar-

völd í hugum móttækilegra. Ég hafði í stór-

um dráttum talið að Guð sæti á skýi og

tyggði strá og skeggið á honum blakti í

blænum. Svo gerðist það að strangur kenn-

ari tók við bekknum. Næst þegar ég hu-

gleiddi samband mitt við Guð sá ég fyrir

mér örn vokandi yfir afvelta rollu.

Til er saga af nunnu sem alltaf sturtar

sig í serknum af því að Guð sér til henn-

ar. Þetta er í höfuðatriðum tilgangur venju-

legrar skólagöngu. Menn eiga að muna

hvar Davíð keypti ölið. Ég hef enga tölu

á því hve oft við vorum sökuð um að tefja

sigurgöngu mannsandans. Námsbrautin

var líka vörðuð sjúkdómum, allt frá kvefi

(þágufallssýki) og upp í svartadauða

(ósvífni). Okkur var því hollast að rása

ekki frá hjörðinni.

Þrátt fyrir mörg og þung áföll er vest-

ræn menning dálítil hetjusaga í hugum

okkar. Við höfum þorað, við höfum spurt,

við höfum ekki látið staðar numið. Hinir

hafa fæðst og dáið án þess að spyrja hverju

sætti. Munurinn stafar af því að skynsem-

in hefur verið okkar leiðarljós. Með flökt-

andi týru höfum við staulast í átt til frelsis

á öllum sviðum. Ekki er kyn að við höfum

hratað ofan í fleiri holur en upphaflega

voru á veginum. En við erum eðlilega

hreykin af aðferðinni.

Kennararnir gerðu aldrei skipulega grein

fyrir kenningu sinni fremur en sjálfur

Frelsarinn, þeir gengu bara á undan með

góðu fordæmi. Nú lifa þeir í okkur nemend-

um þótt sumir hefðu trúlega kosið að end-

urfæðast ofar í dýrastiganum. Þeir gengu

alltaf erinda opinberrar skynsemi. Nú ger-

um við það líka. Skynsemin hefur fært

okkur rafmagnið, réttlætið og margföldun-

artöfluna og ég þakka fyrir mig. En illu

heilli er hún minnsti samnefnarinn í skóla-

kerfinu og hver kennari veit hvað til síns

friðar heyrir. Þess vegna fær hann kaupið.

Sjálfstæð hugsun er aldrei velkomin í skól-

ann. Lína langsokkur var rekin heim eftir

fyrsta daginn. Kennarinn á að geta mætt

óhræddur í vinnuna, horft yfir auðnina og

tómið og sagt: Verði ljós. Það er gamal-

reynt. Birtan blindar nemendurna.

ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

LESBÓK MORGUNBLAÐSINS    8. APRÍL1995    3

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12