Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1995, Blaðsíða 6
4- Vörður og varðaðar leiðir Vörður munu aldrei taldar til stórvirkja í bygging- arlist, en engu að síður eiga þær sér afar lang- an aldur. Giskað hefur verið á að þær séu meðal þess fyrsta sem fjarlægir forfeður okk- ar á steinöld tóku sér fyrir hendur í mann- virkjagerð. Síðan hafa menn verið að hlaða vörður á öllum tímum sögunnar og notað j)ær sem viðmiðun í margvíslegum tilgangi. Á fyrri öldum voru vörður nýttar í nálægum löndum til að merkja leiðir um fjöll og óbyggðir, sýna landamæri og skil á milli bújarða, benda á siglingaleiðir með strönd- um fram og til að vísa á fengsæl fiskimið, svo að eitthvað sé nefnt. Þessar venjur við vörðuhleðslu fluttu landnámsmenn með sér hingað, þegar þeir komu siglandi frá Nor- egi, Bretlandseyjum og víðar að á 9. og 10. öld og settust hér að. Vörður voru af margvíslegum stærðum og gerðum. I fyrstu hafa þær verið einfald- ar og helst gerðar með þeim hætti að setja einn stein upp á annan og síðan koll af kolli. En brátt hefur mönnum lærst að vanda meira til verksins, raða mörgum steinum saman í þyrpingu, helst hellusteinum, og hlaða síðan hverju steinalaginu ofan á ann- að, þar til komin var myndarleg varða, jafn- vel meira en mannhæðar há. Slíkar vand- lega hlaðnar vörður gátu staðið um tugi ára, án þess að haggast, og jafnvel öld fram af öid, svo sem dæmin sanna. Varðaðar Leiðir Frá Landnámi Landnámsmenn íslands komu að auðu landi og óbyggðu að mestu. Fyrstu árin í nýju landi hafa farið í að kanna næsta umhverfi á hveijum stað og síðan í fram- haldi af því að leitá hagkvæmra leiða milli byggða. Fyrst í stað könnuðu menn hinar skemmri leiðir, en fljótlega lögðu þeir land undir fót til að leita leiða milli landshluta. Líður þá ekki á löngu, þar til þeir þekkja deili á helstu hálendisleiðum um landið þvert og endilangt. Að sjálfsögðu urðu þessir land- nemar að sýna mikla gætni og varúð, þegar þeir fóru um fjöll og óbyggðir í landi sem þeir þekktu lítið sem ekkert til. Þess vegna merktu þeir gjarna leiðir sínar með því að hlaða vörður, enda gijót tiltækt næstum Frásagnir af hálendisferðum manna ná aftur til landnámsaldar og fyrsti nafngetni íjallvegurinn var Kjalvegur, leiðin milli Langjökuls og Hofsjökuls. í þessum sögum er þess getið að landkönnuðirnir merktu leiðir sínar með því að hlaða vörður. EftirJÓN R. HJÁLMARSSON ÓLAFSVÖRÐUR á Stóraandi, kenndar við Ólaf Hjaltason, biskup á Hólum 1552-1569, og eru því með elztu mannvirkjum í landinu. Ljósm.: Grétar Eiríksson, 1987. hvarvetna á ijöllum. Slík leiðarmerki komu sér vel til að rata sömu leið tilbaka og þá ekki síður fyrir hina sem á eftir komu. Frásagnir af hálendisferðum manna ná aftur til landnámsaldar og fyrsti nafngetni fjallvegurinn var Kjalvegur sem er leiðin frá Norðurlandi til Suðurlands, milli Hofsjökuls og Langjökuls. Og í þessum sögum er þess getið að landkönnuðirnir merktu leiðir sínar með því að hlaða vörður. Má því eiginlega slá því föstu að vörðuhleðsla sé nokkuð jafngömul mannabyggð í landinu. í Landnámu segir frá manni er Hross- kell hét. Hann nam Svartárdal í Skagafirði og bjó á Ýrafelli. Þræll hans hét Roðrekur og hann sendi Hrosskell upp eftir Mæli- fellsdal í landaleitan suður á fjöll. Þrællinn kom til gils þess er verður suður frá Mæli- felli og heitir nú Roðreksgil. Þar setti hann niður staf nýbirktan, er þeir kölluðu Land- könnuð, og eftir það snýr hann aftur. Um þessa ferð Roðreks frétti Vékell landnáms- maður hinn hamrammi á Mælifelli og fór þá sömu leið suður á fjöll. Hann komst nokkru lengra og náði til hóla þeirra er nú heita Vékelshaugar. Hann skaut milli haug- anna, en áneri síðan aftur. En er Eiríkur Hróaldsson, hinn göfugi landnámsmaður á Hofi í Goðdölum, frétti af ferðum Vékels, sendi hann þræl sinn suður á fjöll, er hét Rönguður. Hann kom suður til Blöndukvísla og fór þá upp með á þeirri, er fellur fyrir vestan Hvinveijadal, og vestur á hraunið milli Reykjavalla og Kjalar. Þar kom hann á manns spor og skildi að þau lágu sunnan að. Hann fór þá ekki lengra suður í það sinn, heldur nam staðar og hlóð vörðu þá sem nú heitir Rang- aðarvarða, áður en hann sneri aftur. Eiríkur á Hofi gaf honum frelsi fyrir ferðina og upp úr þessu hófust mannaferðir um hálendið milli Norðurlands og Suðurlands. Þannig segir Landnáma frá fyrstu mannaferðum um Kjalveg og öruggt má telja að brátt hafi vörðum fjölgað svo, að Rangaðarvarða hafi aðeins verið ein af mörgum á þessu fjölfarna hálendisvegi. En elsta heimild um mannaferðir á Sprengi- sandsleið er að finna í Njálu. Þar segir að Kári Sölmundarson hafí fengið Björn hvíta Kaðalsson í Þórsmörk til að bera það út að hann mundi hafa riðið norður Gásasand til fundar við Guðmund ríka á Möðruvöllum. Þóttist hann með þessu vilja forða sér frá brennumönnum, en raunar var hann aðeins að villa um fyrir óvinunum. Talið er fullvíst að átt sé við Sprengisand, þegar talað er um Gásasand, og virðist þetta þá hafa ver- ið þekkt leið. Ekki er þó getið um vörður, en gera má ráð fyrir að snemma hafi sh'k leiðarmerki komið til þar á hálendinu. Ekki er heldur getið um vörður, þegar Sámur Bjarnason fór af Jökuldal, vestur um Möðrudalsöræfi og til Herðibreiðstungu og í Króksdal og suður á Sand. Loks kom hann svo með mönnum sínum ofan í Sauða- fell og hélt þaðan vestur til Þingvalla, þar sem hann sótti Hrafnkel Freysgoða til sekt- ar fyrir drápið á Einari Þorbjarnarsyni, smalamanni hans. Vafalaust hefur Sámur haft eitthvað til að miða við í ferð sinni og trúlega hefur Sprengisandur snemma verið varðaður, þótt ekki fari sögum af. í lýsingu Eiríks Hafliðasonar frá því um 1740 eru að minnsta kosti nefndar vörður á Sprengisandi. Þar nefnir hann stað á sandinum sem hann segir að heiti Sveinar og „eru þar klappir með nokkrum vörðum“. Nálægt Fjórðungsvatni, að því að talið er, segir hann að sé sandslétta sem Sprengir. heitir og að þar nálægt sé „Beinakerling, stór varða og stendur mitt á milli 24 dætra sinna“, og trúlega hafa þær vörður verið fomar. Leifar af þessum umgetnu vörðum í lýsingunni frá 1740 telur Björn Jónsson, læknir í Swan River í Kanada, sig hafa fundið á Sprengisandi fýrir nokkrum árum. En þess ber að geta að hin upphaflega leið um Sprengisand lá löngum miklu vestar en bílaslóðin nú á dögum. Leifar af ævagömlum vörðum við hálend- isleiðir hafa og fundist á Vatnahjalla og við Eyfirðingaveg, norðan Hofsjökuls, og einnig hér og þar í Ódáðahrauni, þar sem Skál- holtsbiskupar og aðrir embættismenn fóru um til Austurlands eftir hinni fornu Sáms- leið eða Austfirðingar á leið til Alþingis og annarra erinda. Þessi ummerki í Odáða- hrauni hafa þeir Ólafur Jónsson, tilrauna- stjóri á Akureyri, Jón Sigurgeirsson frá Helluvaði og fleiri staðfest með rannsóknum til margra ára. Vörður Sem Eyktamörk En frá elstu tímum voru vörður ekki að- eins hlaðnar upp til að auðkenna leiðir eða KONUNGSVARÐAN á Holtavörðuheiði, hlaðin til minningar um heimsókn dönsku konungshjónanna 1936. Ljósm.: Björn Jónsson. VEL HLAÐIN varða á Útfjalli. Strútur og Eirík- sjökull í baksýn. Ljósm.: Björn Þorsteinsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.