Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						!AJ   9S

O   R   G   U

A   Ð   S  I I

Stofnuö 1925

30. tbl. 2. september 1995 - 70. árg.


VEÉMDARGUÐ skorinn í tré utan við vinnustofu pólí-

nesískra handverksmanna á eynni Moorea. Til vinstri: Pólí-

nesísk fegurð hefur verið viðfangsefni margra Hstamanna,

en þekktastur þeirra er Paul Gauguin. Að neðan: í Pólínes-

íu er löng hefð fyrir tattóveringu.

Harmleikurinn í Pólínesíu

i

¦

röl

i

6

KVÖRÐUN nýkjörins forseta Frakklands,

Jacques Chiracs, um að hefja aftur kjarnorkut-

ilraunir við kóralrifið Muroroa í pólínesíska

eyjaklasanum í september næstkomandi hefur

verið mótmælt víða um heiminn. Flestir eru

í Pólínesíu reka Frakkar

nýlendustefnu í andstöðu

við sáttmála Sameinuðu

Þjóðanna. Þeir fleyta þar

rjómann, en sjálfir lifa

Pólínesar víða í sárri

neyð.

EftirEINARMA

GUÐVARÐSSON

sammmála um að hér sé um pólitíska ákvörð-

un að ræða sem hefur ekkert annað gildi en

að sýna valdastyrk Frakklands í hernaðar-

legri stórveldapólitík og þar með minna á

sterk ítök þeirra í Kyrrahafinu. Forsætisráð-

herra Nýja-Sjálands, Jim Bolger, sagði á

þinginu í Wellington um þessa ákvörðun

Chiracs „Ef Frökkum er þetta slíkt kapps-

mál geta^þeir gert þær heima hjá sér." En

þar sem Pólínesía er enn frönsk nýlenda,

þrátt fyrir síendurteknar kröfur Pólínesa um

sjálfstæði á liðnum árum og áratugum, telja

Frakkar sig vera á heimavelli. En hvernig

stendur á því að Frakkland, ein meginstoð

Evrópusambandsins, kemst upp með árið

1995 að reka á þessum 35 eyjum og 85 kóral-

rifum, sem eru 3. 543 ferkílómetrar að stærð

og dreifð yfir 5.030.000 ferkílómetra haf-

svæði í Suður-Kyrrahafi, löngu úrelta ný-

lendustefnu sem er í algjörri andstöðu við

stjórnarhætti samtímans og 13. kaflánn í

sáttmála Sameinuðu Þjóðanna? Á eyjunum

búa um tvö hundruð þúsund manns, þar af

eru um 60% Pólínesar, 22% evrópskir, aðal-

lega Frakkar, 10% pólínesískir/evrópskir, 5%

Kínverjar og 3% kínverskir/pólínesískir. Um

70% íbúana búa á Tahítí sem er stærst eyj-

anna. Allir íbúarnir eru franskir ríkisborgar-

ar.

Svarið við áðurnefndri spurningu felst að

hluta til í fámenninu og fjarlægð eyjanna frá

nálægum löndum en bæði Auckland og Hon-

olulu eru í um 4.000 km fjarlægð frá Tahítí.

Paradísarímyndin

Síðastliðið vor gafst mér og Susanne

Christensen eiginkonu minni tækifæri til að

ferðast til Tahítí og nálægra eyja. Það var á

eynni Moorea, 19 km vestur af Tahítí , sem

við giftum okkur. Fyrst vorum við gefin sam-

an af bæjarstjóranunm í ráðhúsi lítils bæjar-

félags, síðan að siði innfæddra á ströndinni

í litlu þorpi með tilheyrandi serimóníum. Allt

frá því í barnæsku hafði okkur dreymt um

að koma til Tahítí, „kærleiks- eyjarinnar",

eins og hún hefur löngum verið nefnd og

þegar Susanne vann ferðina í fyrstu verðlaun

fyrir smásögu sem hún skrifaði fyrir danskt

tímarit varð sá draumur að veruleika. Reynd-

ar mjög blendnum veruleika eins og frásögn

mín mun vonandi gefa til kynna.

Franski listmálarinn Paul Gauguin sem

flúði vestræna menningu og kom til höfuð-

borgarinnar Papeete 1891 eftir 63 daga sigl-

ingu frá Frakklandi átti hvað stærstan þátt

í að vekja löngun okkar og næra drauminn.

Hin myndskreytta sjálfsævisaga hans Noa

Noa höfðaði snemma til okkar eins og margra

annarra. Ástleitinn framandleikinn í „va-

hine"- eða konumyndum hans og litagróskan

snertu djúpt margt sveins- og meyjarhjartað

eins og myndir hans gera enn í dag. Barm-

fagrar snótir í forsælu pálmalundarins. Eilíf

móðirin undir víðáttu himinblámans sem

spinnur, vefur og fléttar. Þandir vöðvar ungra

veiðimanna, einbeitnin og áræðið og saklaus

bráðin allt í kring. Svo falleg og framandi

nærðu þau drauminn í hjarta okkar. Og svo

þessi seiðandi birta og sefjandi öldugjálfrið.

Eftir notalegt flug frá San Francisco lent-

um við stuttu eftir miðnætti á Faaa-flugvell-

innum rétta utan við Papeete. Hópur hljóð-

færaleikara og dansara tók á móti okkur

með dillandi suðurhafseyjatónlist og ilm-

andi blómakrönsum þegar við komum inn í

flugtöðvarbygginguna. Þessar móttökur áttu

án efa sinn þátt í því að við lögðumst æðru-

laus til svefns á ströndinni þegar ljóst varð

að bókanir á hótelinu höfðu eitthvað misfar-

ist og við fengjum ekki herbergi fyrr en

næsta dag. En þannig hófst þriggja vikna

dvöl okkar í Pólínesíu.

FRÖNSKNÝLENDA

Tahítí- Pólínesía varð fullgild frönsk ný-

lenda árið 1880 eftir að hafa verið úndir

„vernd" Frakka frá um 1840. Það fylgir sög-

unni að þetta fyrrverandi konungsríki hafi

verið selt Frökkum af Pomare V, síðasta

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8