Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						fc£

Stofnuö 1925

31. tbl. 9. SÉPTEMBER 1995 - 70. árg.

Siglt með Drottningunni

etta gamla skip var kennt við síðustu dönsku

drottningu Islands. Það hafði verið lengi í för-

um, nú fór það síðustu ferðina á þessar slóðir.

Það var að koma haust.^ Farfuglarnir voru

ekki farnir að hópa sig. Útlendingarnir voru

fyrri til að hypja sig það árið. Níutíu af

hundraði voru þýzkir. Þeir voru af ýmsum

stöðum Þýzkalands en voru varla komnir

um borð þegar með þeim tókst skipulag-,

líkt og þeir rynnu saman í miðstýrðan kökk.

Skipið valt talsvert, Þjóðverjarnir tóku frá

alla þilfarsstóla. Þeir sátu hjúpaðir værðar-

voðum sem þeim hafði lánast í þágu síns

þjóðflokks að leggja hald á, húktu saman-

hnipraðir í þilfarsstólunum sem runnu fram

og aftur, harðbeittir á svip og ekki glaðlegir

í bragði, höfðu teppi utan um sig og yfir

höfuðið, og grillti bara í þessi harðsoðnu

andlit í særokinu, og það var háskaför að

hætta sér um þilfarið fyrir þessum sam-

rýmdu aðskotadýrum sem þóttust hafa lagt

skipið undir sig, og vildu hafa fullt fyrir

fargjaldið, hvað sem liði öðrum farþegum.

Þeir voru aðgangsfrekir við máltíðir og

undravért hvað þeir gátu látið í sig, þeir

söfnuðust í biðraðir áður en dyr voru opnað-

ar á matsal.

í Sjónleikarahúsinu var

auglýstur enskur dansur.

Hvernig skyldi slíkt

fara fram hugsaði ég?

Og fór inn í húsið. Þar

var yfirfullt af fólki.

Flestir fullir. En allir

blíjiroggóir.

Fyrsti stýrimaður hét Djuurhus og var

af skáldakyninu fræga. ÞetS"var-yfirlætis-

laus maður og ekki margtalaður, sagði mér

að hann sæi á næturvaktinni sinni hálfn-

aðri upp koma Þjóðverja, nokkra saman og

aldrei hina sömu, og taka frá alla þilfars-

stóla og voðirnar fyrir landa sína.

Ég var í klefa með malara frá Munchen

sem flutti út korn. Þetta var nokkuð hæglát-

ur maður og hélt sig að tilætlunarsömum

hjónum frá sömu borg. Malarinn hafði verið

í stríðinu að reyna að mala löndin undir

þjóð sína sem dáti, hafði barizt í Rússlandi

og víðar. Það var nú eiginlega gott að við

töpuðum stríðinu, sagði hann við mig og

dæsti: það hefði verið annað en gaman að

þurfa að vera þúsund kílómetra að heiman

í einhverju setuliði til að halda niðri fólki,

þúsund kílómetra von den Heimat Annars

sagði hann fátt. Nema endurtók stundum

hugsi: nei það hefði ekki verið skemmtilegt

að þurfa að vera þúsund kílómetra að heim-

an. Svo það var betra að tapa stríðinu þess

vegna.

Hjónin vinir hans vildu gjarnan snúa þjón-

um og öðrum skipsmönnum kringum sig

og berast á. Maðurinn rak eitthvert stórt

verzlunarfyrirtæki, einskonar þríhyrning

með samböndum í Basel Milano og

Miinchen. Þríhyrningsveldi. Hann var frem-

Eftir THOR

VILHJÁLMS-

SON

ÞJÓÐVERJARNIR tóku frá alla þilfarsstóla. Þeir sátu þar harðbeittir á svip, hjúpaðir værðarvoð-

um og grillti bara i þessi harðsoðnu andlit í særokinu.

ur stuttur en meiri á þverveginn, mjúk-

holda, gull í tönnum með stóra vindla upp

í sér og glennti blautar varirnar til hliðar

við vindilinn svo gullið glóði, og tók ekki

merkisbeltið af vindlinum fyrr en glæðurnar

tóku að sleikja það; og þá var vindillinn

orðinn blautur og trosnaður og tannaður.

Hann var með nef sem minnti á hnígandi

kökudeig og þykkar varir einsog væri bjúg-

ur í þeim, og hökurnar þrjár kúlulaga; og

gullhringir á flestum fingrum og sumir með

steinum, og aðrir með dularfullum merkjum

sem táknuðu væntanlega félög og bræðra-

lög, eða gildi frímúrara. Augun voru fremur

lítil og sljóleg yfir blómlegum kinnunum og

lágu enni, og hárið blautgreitt og skift mjög

utarlega í vinstri vanga, þunnt og slétt.

Hendur hans voru í stærra lagi, holdugar

og mjúkar, og ermalíningarnar gljásterkjað-

ar einsog flibbinn, og haldið saman með

mjög fyrirferðarmiklum mansjettuhnöppum

kubblaga gullhúðuðum.

Þessi maður taláði mikið, og var óðfús

að koma á framfæri þekkingu sinni á al-

mæltum tíðindum og staðreyndum sem voru

aðgengilegar í viðskiptaskrám og útbreidd-

um tímaritum.

Kona hans var há og grönn með mjótt

andlit kinnfiskasogið og líkt og það hefði

einhvernveginn verið framlengt upp úr

þurru í fáti. Andlitsdrættirnir hreyfðust

ekki, hún virti fyrir sér umhverfið með

ágengri lítilsvirðingu, og brá hægri hend-

inni oft upp í hárið líkt og til að dýpka

steypta bylgju þar í grásteindu dökku hár-

inu. Hún var í sterklitum kjólum með sams-

konar sólblómamunstrum, og hafði tíð skifti

þar sem ekkert breyttist nema liturinn, ekki

mynstur né snið; og hafði um sig híjalín-

kenndsjöl sem sátu stundum á flekkóttum

öxlunum og stundum huldu handleggina

alveg fram á fingur h'kt og til að feia klærn-

ar. Hún geiflaði varirnar og setti þær stund-

um'í stút líkt og hvarflaði að henni að fara

að flauta stúf úr Leðurblökunni; og tungan

virtist eiga annríkt að sjúga úr tönnunum

eða kaiina góminn sem einhverskonar Eldo-

rado, með hæfilegum teygjum og andlits-

lengingum.

Meðan maðurinn rausaði virtist konan

hafa nóg að starfa við að reyna að þrengja

upp á samfarþega sína því hve henni þætti

lítið til alls koma, hvernig sem skipið valt

og veröldin snerist. Iðjuhöldurinn maður

hennar bauð upp á koníak og lét helzt ekki

gesti sína komast að með að skjóta inn orði;

þá sjaldan malarinn vinur þeirra ætlaði að

láta ljós sitt skína tók hann fram í fyrir

honum, sagði fyrst: doch doch, eða: aber

doch, og bunaði úr sér léttkeyptum stað-

reyndum. Hann var fljótur að bjóða upp á

meira koníak ef tækifærið ætlaði að fjara

út að halda ræðunni áfram. Hann var reifur

af veldi sínu í fjármálaheiminum. Og sagði

með seyrið sælubros á holdugum vörum: í

Munchen Milano og Basel, líkt og hann

væri að þrítaka Olsen Olsen í velheppnuðu

spili.

Ef þjónninn var ekki nógu fljótur að

færa honum veitingar lét hann kalla fyrir

sig brytann, sagði honum frá því hver hann

væri og heimtaði betri þjónustu.

Og svo verður brytinn fullur einn daginn.

Hann kemur inn i reyksalinn með danskt

*¦

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12