Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Stofnuö 1925

32. tbl. 16. september 1995 - 70. árg.

Siðmenning

þjóðar býr í

máli hennar

ungumálið er félagslegt tjáningartæki, notað til

að tjá hugsanir, tilfinningar, reynslu og þekk-

ingu. Skáld, heimspekingar og málvísindamenn

hafa lengi velt fyrir sér hvernig mannlegt mál

þjónaði  þessu  meginhlutverki  sínu.  Þýski

Lengi var einblínt á liðna

tíð, eins og títt er um

fátækar og umkomulitlar

þjóðir. Ritað mál hefur

verið í hávegum haft, en

daglegt mál legið í

láginni.

Eftir TRYGGVA

GÍSLASON

stærðfræðingurinn Leibnitz (1646-1716) lét

svo um mælt að málið væri spegill mann-

sandans og lykill að allri þekkingu.1 Enska

skáldið Shelley (1792-1822) sagði málið

hafa skapað hugsunina og væri það sú

mælistika sem allur heimurinn er mældur

á.2 Þýski stærðfræðingurinn Frege (1848-

1925) taldi það undrum sæta hve miklu

málið fengi áorkað. í örfáum orðum væri

unnt að gera grein fyrir hugsun sem verið

væri að hugsa í fyrsta skipti.3 Haft er eftir

franska stjórnmálamarihinum de Talleyrand

(1754-1838) að manninum hafi verið gefið

málið til að leyna hugsun sinni.4 Danski

heimspekingurinn Soren Kierkegaard

(1813-1854) gengur enn lengra og segir

að maðurinn hafi fengið málið til þess að

geta leynt því að hann hugsaði ekki.5 í Ijóði

sínu Orðin sem ég aldrei finn segir Hannes

Pétursson:

Ég veit þau búa einhvers staðar öll

.en aldrei fmn égþeirra djúpa helli

þð svo ég leiti fram í efstu elli

um úfna vegi: tungunnar bröttu fjöll.

Ég veit þau fmnast aldrei. Engum mðnnum

þau orð ég flyt sem geymi huga minn:

þágu M aldinkjöti sætleik sinn

og særðu herzlu og styrk úr úlfsins tönnum.6

Mál og mannleg hugsun eru því flókin

fyrirbæri því að til hugsun án orða - og

unnt er að tjá hug sinn, hugsun og hug-

myndir, með öðru en orðum. Það sem aft-

ur á móti unnt er að tjá með orðum er

hægt að segja á skýran og skilmerkilegan

hátt. Það sem ekki verður sagt með orðum

er aftur á móti ógerningur um að tala.

Um það verðum við að þegja, svo notuð

séu orð austurríska heimspekingsins

Wittgenstein (1889-1951).'

í eftirfarandi grein er fjallað um stöðu

íslenskrar tungu á 50 ára afmæli lýðveldis-

ins og reynt að svara þeirri spurningu

hvernig þetta fornlega mál hefur gegnir

hlutverki sínu sem félagslegt tjáningar-

TÖLVUKYNSLÓÐIN taiar stundum mál sem jafnvel aldamótakynslóðin ætti

erfitt með að skilja. En þarna er einmitt dæmi um frjóa og góða orðmynd-

un. Um leið og fóik tileinkar sér þessa nýju tækni, notar það íslensk, gagnsæ

orð, sem hafa strax náð fullri fótfestu.

tæki í fámennu samfélagi í sem um aldar-

aðir einkenndist af stöðnun en hefur á

nokkrum mannsðldrum tekið algerum

breytingum á mótum nýrrar aldar.

SÉRSTAÐA ÍSLANDS OG

ÍSLENSKRAR TUNGU

íslensk þjóð hafði lengi sérstöðu meðal

þjóða Evrópu vegna fámennis og einangr-

unar og vegna þeirrar tilraunar, sem hún

hefur gert, til að vera frjáls og fullvalda

þjóð í eigin landi. Engin svo fámenn þjóð

hafði gert slíka tilraun þegar landið öðlað-

ist fullveldi árið 1918 og ekkert af stofn-

ríkjum Sameinuðu þjóðanna var jafn fá-

mennt og Islendingar, þótt nú séu fjöl-

mörg aðildarríki samtakanna mun fámenn-

ari. Engin önnur þjóð í Evrópu þekkir

heldur upphaf sitt með þeim hætti sem

íslendingar gera.  Saga  annarra  þjóða

hverfur í rökkurmóðu frásagnarlausrar

fortíðar. íslensk tunga hefur einnig sér-

stöðu meðal Evrópumála vegna sérstakrar

þróunar og vegna þeirra bókmennta sem

á málinu hafa verið skrifaðar. Talað hefur

verið um samhengið í íslenskum bók-

menntum8 af því að hvert mannsbarn get-

ur lesið íslenskar bókmenntirnar frá eddu-

kvæðum og Agli til Fríðu Á. Sigurðardótt-

ur og Vigdísar Grímsdóttur. I reynd er

það fremur samhengið í íslensku máli sem

veldur því að unnt er lesa bókmenntir frá

öllum tímabilum í sögu þjóðarinnar. ís-

lensk tunga hefur nefnilega breyst minna

en tungur annarra Evrópuþjóða og það

er þessi forna tunga sem veitt hefur þjóð-

inni styrk í baráttu við erlenda áþján pg

kröpp kjör og gert bókmenntir hennar að

almenningseign.

EINHÆF MENNING

Hins vegar má færa fyrir því rök að

saga þjóðarinnar og bókmenntir hennar

hafi gert menningu hennar einhæfari: bók-

menntirnar og tungan hafi á stundum

íþyngt þjóðinni. Lengi var einblínt á liðna

tíð, eins og tltt er um fátækar og umkomu-

litlar þjóðir. Vegna bókmenntanna hafa

aðrir þættir menningarinnar verið van-

ræktir. Ritað mál hefur verið í hávegum

haft en daglegt mál legið í láginni og

minni rækt lögð við talmál og munlega

frásögn en ritað irfál. Hefur því verið hald-

ið fram að hluti íslendinga þjáist af mál-

ótta, ótta við að tjá hug sinn á opinberum

vettvangi.9 Fornlegt mál hefur líka lengi

verið notað við hátíðleg tækifæri og í ljóð-

um og sögum og ræðurn^ manna. Hefur

þá mátt heyra óm af máli íslendingasagna

og Sturlungaaldar.

Frá fyrstu tíð yar sagnaskemmtun

sterkur þáttur í lífí íslendinga" og fágun

bundins máls var íþrótt þar sem menn

öguðu mál sitt við stuðlanna þrískiptu

grein.n Skáld voru ókrýndir þjóðhöfðingj-

ar, kjörnir af alþýðu manna, og tækifæris-

kveðskapur, lausavísan eða ferskeytlan,

um aldaraðir hluti af daglegu lífi fólks og

hafa hagyrðingar notið virðingar umfram

aðra menn.

Undarleg er íslenzk þjóðl

Allt sem hefur lifað,

hugsun sína og hag, í Ijóð

hefur hún sett og skrífað.'2

Áhugi almennings á málinu er einnig

einstakur. Þegar útlendingar, sem læra

vildu málið, komu til landsins voru þeir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8