Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						O   R   G   U   N

L   A   Ðl  S

Stofnuö 1925

34. tbl. 30. seplember 1995 — 70. árg.

Mótunarár Kjarvals

óhannes S. Kjarval er í augum flestra íslendinga

fyrst og fremst landslagsmálari og höfundur ótal

unaðslegra Þingvallamynda. En nafn hans tengist

líka tign og fegurð Snæfellsjökuls og Dyrfjalla

og svo hefur verið sagt, að hann hafi verið málar-

Á Kjarvalsstöðum

stendur nú yfir sýning á

elztu verkum Jóhannesar

S. Kjarvals og fram til

1930. Jafnframt hefur

verið gefin út bók með

listfræðilegri úttekt og

heimildum um líf og list

Kjarvals á þessum tíma.

inn sem kenndi landsmönnum að sjá fegurð-

ina í hrauni og mosa.

Samt er það svo að fyrstu áratugina á lista-

mannsferli sínum - á mótunarárunum - var

Jóhannes Kjarval einn um það meðal frum-

herja okkar í myndlist á fyrstu áratugum

aldarinnar að vinna úr allskonar myndefnum

öðrum en landslagi- og í margvíslegum stíl-

tegundum. Ekki svo að skilja að landslag

hafi ekki fangað hug hans einnig; með því

elzta sem eftir hann liggur er mynd af Dyr-

fjöllunum hans kæru, Þórðarhöfða og Kálfs-

hamarsvík. Á unglingsárunum eru það þó

skip framar öðru sem eiga huga hans, en

sú tilhneiging að gægjast handan við veru-

leikann og inn í heim fantasíunnar, kemur

þó fljótlega í Ijós.

Þessa merkilegu þróun ungs listamanns

má sjá á athyglisverðri sýningu um mótun-

arár Kjarvals, sem nú stendur yfír í austur-

sal Kjarvalsstaða. Sýningarstjórinn, Kristín

G.   Guðnadóttir   listfræðingur,   skilgreinir

mótunarár Kjarvals frá því hann byrjar alvar-

lega að sinna köllun sinni skömmu eftir alda-

mótin og fram til 1930. Að sjálfsögðu koma

margar myndanna kunnuglega fyrir sjónir

og hafa verið sýndar áður; sumar t.d. á Kjarv-

alsmyndasýningu úr eigu hjónanna Grethe

og Ragnars Ásgeirssonar á sama stað árið

1981.

En hversvegna er miðað við árið 1930?

Það er vegna þess að um það leyti, eða

kannski 1929, má segja að Jóhannes Kjarval

gerist landslagsmálari og fer þá að mála

meðal annars landslagið á Þingvöllum, sem

síðan átti eftir að verða honum óendanleg

náma.

Á sýningunni kemur gesturinn fyrst að æsku-

verkum meistarans og þau gefa varla hug-

mynd um þá yfirburða hæfileika, sem síðar

komu í ljós. Þarna birtist okkur m.a. merin

Illa-Rauðka, máluð með vatnslitum, blýants-

teikning af skipi úr Flensborg, sjálfsmynd

máluð á tunnubotn og vatnslitamynd af haf-

ís, sem alþingismönnum þótti full græn, þeg-

ar listspíran sótti um námsstyrk og fékk

neitun. Við sjáum síðan ýmsar stúdíur Kjarv-

als frá mánuðunum í London haustið 1911

og framá voru 1912. Enda þótt hann kæm-

ist ekki inn í Konunglega listaskólann, hefur

Lundúnatíminn orðið honum drjúgur; hann

hefur kynnzt þar þeim Turner og Blake, sem

áttu eftir að hafa áhrif á hann og hann átti

þar góðar samvistir við Einar Jónsson mynd-

höggvara.

LONDON ER MERKI-

LEGUR BÆR...

Síðar, í ritinu Brjef frá London og meira

grjót, kemst hann svo skemmtilega að orði

um borgina: „London er merkilegur bær, -

jeg held London ha.fi verið til frá alda öðli

og eilífðardögum - ogjeg held það sje álfa-

fólk, sem hjer býr.- Hjer eru öll hús úr steini

og öll lokuð en þegar þau opnast og maður

er kominn inn, þá er fullt af fólki - og svo

einstaklega almennilegt - og svo er svo bjart

inni, alt fullt af birtu og ljósi, - alt er hjer

líkast því sem talað er um í þjóðsögunum

og huldufólkssögunum - nema reglulegra -

og virkilegra.- Hjer er alt eins og enginn

hafi búið það til, - það er svo mikil skðpun

í öllu hjer, og alt er eins og það hafi altaf

verið í lagi."

Kannski má segja að mótunarárin hefjist

fyrir alvöru þegar náminu lýkur frá dönsku

Akademíunni 1916. Það er eftirminnilegt

að sjá á sýningunni einmitt þann þáttinn,

sem þá tekur við. Kristín telur að ekki hafi

ISLENZKIR lista-

mena við skilnings-

tréð. Olíumyndfrá

árinu 1918 með

margslungna og

ekki augljósa merk-

ingu. Þetta skiln-

ingstré erþó lík-

iega ekkiþað bibl-

íulega, heldurAsk-

uryggdrasils og

riddararnir sjö.

EXPANOTISK art-

ifisjón aflandslagi.

Sambland afab-

strakt geómetríu og

kúbisma frá árinu

1929. Jafnframtfór

Kjarval það sama

ár að mála sínar

þekktu Þingvalla-

myndir.

í-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8