Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1996, Blaðsíða 1
O R G U N L A Ð S Stofnuð 1925 15. tbl. 20. apríl 1996 — 71. árg. Arfleifð Snorra SNORRI Sturluson. Málverk eftir Hauk Stefánsson, 1920. Asatrú er samheiti yfir trúarbrögð, skoðanir, viðmið, gildi og siði sem mótuðu heimssýn og menningu norrænna manna við upphaf landnáms á íslandi. Menn trúðu á mátt sinn og megin en blótuðu sér til fulltingis ýmsa og vætti sem þeir höfðu velþóknun á eða fundu til samkenndar með. Um aldur ásatrúar verður ekkert vitað með vissu. Elstu ritaðar heimildir eru frá því um 100 e.Kr. en þá skrifar rómverski sagna- ritarinn Tacitus bók um Germaníu og lýsir þjóð og löndum. Svo óheppilega vill til að hann notar rómversk guðanöfn í stað hinna germönsku, en þó þykir víst að þar sem minnst er á guðina Merkúr og Mars sé átt við Óðin og Tý. Fræðimenn telja skrif Tacit- usar lýsa svo þroskuðum trúarbrögðum að fullvíst sé að þau eigi sér langa sögu. f I Eftir PÁLMA AGNAR FRANKEN Snörri Sturluson Og Edda Frægustu heimildir um goðsagnaheim nor- rænnar heiðni eru þó án efa skrif Snorra Sturlusonar. Þótt danski sagnaritarinn Saxo Gramaticus hafi einnig ritað um heiðni er sköpunarsaga og heimsmynd norrænnar trú- ar hvergi sett fram í heillegri mynd en í Snorra-Eddu. Þetta verk Snorra hefur haft mikil áhrif á sögu og menningu íslendinga og ávallt verið lifandi rit með þjóðinni. Til- gangur Snorra með samningu þess var að setja saman rit um skáldskap eins og hann kemst sjálfur að orði í áttunda kafla Skáld- skaparmála: En þetta er nú at segja ungum skáldum, þeim er girnast at nema mál skáld- skapar ok heyja sér orðfjölða með fornum heitum eða girnast þeir at kunna skilja þat, er hulit er kveðit, þá skili hann þessa bók til fróðleiks ok skemmtunar. Eddu skipti Snorri í þtjá höfuðkafla; Gylfaginningu, Skáldskaparmál og Háttatal. í Gylfaginningu segir frá goðunum og greint er frá ævi þeirra og örlögum, sköpun jarðar er lýst sem og tortímingu (Ragnarökum). Annar hlutinn, Skáldskaparmál, skýrir til- gang ritsins. Nokkrar goðsagnir bætast við en megináherslan er lögð á notkun kenninga og heita í skáldskap. Háttatal nefnist þriðji og síðasti hlutinn og inniheldur sýnishorn bragarhátta og ýmis afbrigði þeirra ásamt skýringum. Heimsmynd Heiðninnar Svo sem fyrr er nefnt var Snorra-Edda að grunni til ætluð sem kennslubók í skáld- skaparfræðum. Hún er þó einnig dýrmæt heimild um heimsmynd norrænna manna til forna og er allfrábrugðin þeirri heimssýn sem við höfum í dag. Heiðnin gerði ráð fyrir því að í byijun hafí alheimurinn verið auður og tómur. Þetta mikla tóm nefndist Ginnungagap. Löngu •áður en jörðin var sköpuð var Múspell, heim- ur ljóss og hita, gerður í suðurhelmingi Ginn- ungagaps. Leiðin þangað var vörðuð eldi og hana komst enginn nema sá sem var af þeim heimi. Þar sat jötuninn Surtur til landvarnar og hafði logandi sverð í hendi. Annar heim- ur, Niflheimur — sem var kaldur og dimm- ur, var staðsettur í norðurhelmingi Ginnunga- gaps. Hinir tveir andstæðu heimar voru að- skildir og á milli þeirra auðn og tóm. í Gylfaginningu segir frá Élivogum, fljóti sem var fullt af eiturkviku og myndaði þykk ísalög sem náðu alla leið inn í Ginnungagap. Þar sem hiti suðursins mætti kulda norðurs- ins bráðnaði ísinn og úr því sem draup kvikn- aði fyrsta lífið — jötunninn Ýmir. Hann var faðir allra hrímþursa því eitt sinn er Ýmir svaf fékk hann sveita og uxu þá undir vinstri hendi hans maður og kona og annar fótur hans gat son við hinum. Kýrin Auðumla varð einnig til úr ísbráðinni og úr spenum hennar runnu fjórar mjólkurár sem fæddu Ými. Sjálf nærðist kýrin með því að sleikja salta hrím- steinana. Hinn fyrsta dag sem kýrin sleikti steinana kom úr þeim mannshár, annan daginn mannshöfuð og þriðja daginn fullskapaður maður. Hann nefndist Búri. Bur var sonur hans og fékk þeirrar konu er Bestla nefnd- ist. Þeirra synir voru Óðinn, Vili og Véi og eru ása ættir frá þeim runnar (Oðinn og bræður hans eru því væntanlega að s/4 hlut- um hrímþursar!). Burssynir drápu Ými jötun og var það upphaf eilífs fjandskapar jötna og ása. Þegar Ýmir féll fló svo mikið blóð úr sárum hans að með því drekktu þeir allri ætt hrímþursa utan einum (Bergelmi) sem bjargaðist ásamt hyski sínu. Hræ Ýmis fluttu æsir í mitt Ginnungagap og skópu úr því jörðina: Höf og vötn úr blóði og vessa, jörðina úr holdinu, fjöllin úr bein- um, grjót og urð úr tönnum og þeim beinum sem brotin voru og loks gróður úr hári. Úr blóðinu sem runnið hafði úr sárum Ýmis og drekkt hrímþursum gerðu þeir mikinn sjó sem lagður var utan um jörðina og hélt henni saman. Himinhvolfið gerðu þeir úr haus Ýmis og settu hann upp yfir jörðina með fjórum skaut- um. Undir hvert horn settu þeir dverg: Austra, Vestra, Norðra og Suðra. Burssynir tóku heila Ymis og köstuðu í loft upp og gerðu af honum skýin. Þeir tóku einnig síur og neista sem hrotið höfðu úr Múspelli og settu í mitt Ginnungagap fyrir ofan og neðan himin til að lýsa jörðina. Að endingu byggðu æsir múra úr brám Ýmis jötuns sem þeir lögðu hringinn í kring um jörðina. Innan múranna bjuggu menn og æsir en utan þeirra, með ströndum þess hafs sem umlukti jörðina, jötnar og tröll.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.