Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						«
LESBÖK MORGÖXBLAÐSINS - MENMNG/USTTR
ÉVGENÍ
KISSIN
VIL GJARNAN
SPIIAALLA
TÓNLIST
/
EVOENÍKlBBÍnermeð
tónlist í blóðinu; móðir
hans er píanókennari
og systir hans, sem er
tíu árum eldri, er
konsertpíanóleikari.
„Ellefu mánaða gamall
var ég farinn að syngja
og þegar ég var orðinn
nógu stór til að ná upp í
hljómborð píanósins var ég farinn
að spila," segir hann, „það kom bara
af sjálfu sér."
Þó Évgení Kissin sé í fremstu röð
píanóleikara í heimi er hann ekki
nema 24 ára gamall og látæði hans
og framkoma gera hann mun ung-
legri. Hann er blátt áfram, verður
stundum hissa á spurningum blaða-
manns og tekur sér góðan tíma til
að svara eins og honum þyki ekki
síður merkilegt að veita viðtal en
leika á tónleikum.
Kissin segist hafa yndi af því að
leika á píanóið, hann vildi gjarnan
eyða öllum deginum í píanóleik.
„Mér fannst stundum leiðinlegt að
æfa mig þegar ég var barn, en nú
finnst mér alltaf jafn gaman að sitja
við píanóið," segir Kissin, en hann
æfir fimm tíma á dag þegar hann
hefur til þess aðstöðu og bætir við
klukkutíma fyrir hverja tónleika.
Kissin er mikið á faraldsfæti sem
vonlegt er en hann segist hafa mikið
gaman af að ferðast og stefnir á að
komast til allra landa heims til tón-
leikahalds.
Á árum áður samdi Kissin nokkuð
af tónlist, en segist hafa hætt því;
„tónlistin hvarf úr höfðinu á mér",
segir hann og kímir, en bætir við að
í tónsmíðum sínum hafi hann farið
allt frá Bach yfir í nútímatónlist „og
þegar þar var komið vissi ég ekki
hvert skyldi halda næst. Kannski
hefði ég haldið því áfram ef ég hefði
lært tónsmíðar, en í dag er ekkert
sem kallar á að ég fari að semja aft-
ur; ég heyri ekkert fyrir mér sem
mér finnst ég verða að koma á
blað."
Verkefhaval Kissins hefur
markast af rómantískri píanótónlist,
en smám saman segist hann vera að
færa út kvíarnar. „Eg hef enga for-
dóma í tónlist, ég vil gjarnan spila
alla tónlist allt fram til okkar daga.
Það er bara svo mikið að spila að ég
er ekki kominn að nútímatónlist."
Kissin segir að vissulega hverfi
verk af tónleikadagskrá hans eftir
því sem ný bætast við, en það sé
ekki vegna þess að hann sé að hafna
þeim. „Það kemur fyrir að ég rifja
eitthvað upp sem ég hef ekki leikið
mjög lengi og spila það iðulega
nokkuð öðruvísi. En það er ekki vís-
vitandi; ég breytist eðlilega með ár-
unum og því breytist það sem ég
spila." Með merkilegum upptökum
píanósögunnar er flutningur Kissins
á píanókonsertum Chopins þegar
hann var aðeins tólf ára og hann
segir að þó hann hlusti yfirleitt ekki
á plötur sínar taki hann undir að
þær séu vel heppnaðar „og ég er
hæstánægður með þær".
í hvert sinn sem Évgení Kissin
sest við flygilinn býst fólk við því að
fá að heyra eitthvað einstakt og
hann segist hafa lært að standa und-
ir þeim gríðarlegu væntingum sem
gerðar eru til hans: „Það eina sem
hægt er að gera, er að einbeita sér
að tónlistinni og gera sitt besta, ekki
vegna væntinga áheyrenda heldur
vegna ástar á tónlistinni."

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20