Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1997, Blaðsíða 13
 ' : | 11 i| ' . . Morgunblaðið/Einar Falur MINNINGAR MÁLAÐAR í HAFNARBORG, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarð- ar, verður í dag opn- uð sýning á verkum eftir Einar G. Bald- vinsson listmálara. Einar er íslenskum myndlistarunnendum vel kunnur, enda hef- ur hann haldið fjölda einkasýninga frá því að hann sýndi fyrst í Bogasal Þjóðminja- safnsins árið 1958. „Þetta eru sjávar- lífsmyndir og þorps- myndir eins og ég hef verið með,“ segir Einar. „Það verður held ég aldrei málað of mikið af slíkum myndum. Þarna verða myndir af ströndinni, sjávar- gangi, bátum og ein stór mynd af þorpi sem á að vera af Eyrarbakka en þessi þorp eru öll eins hér á íslandi, þetta er allt sama tóbakið.“ Gleymir aldrei gömlu döllunum í sýningarskrá ritar Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur og þar segir meðal annars: „Einar G. Baldvinsson hefur nánast alla starfsævi sína málað tilbrigði um þann veruleik sem blasti við honum á þroskaárum hans, þorpsstemmninguna í Reykjavík, andrúmsloftið við höfnina, sambýli þorps og hafs. Einar er maður formfestu, skipulegrar myndbyggingar og samræmdra lista. Hann er staðfastur í trúnni á listrænt sannleikgsildi þessara þátta og ann sér sjaldnast hvíldar fyrr en þeim hefur verið haldið til skila. En hann er líka Ijóðskáld og músíkant í lit- um, tónlistin var enda hans fyrsta ást, og fetar í myndum sínum mjótt einstigið milli angurværðar og gleði. Umfram allt er Einar heill og sannur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Einar segir að hann máli þorpið vegna þess að sér þyki vænt um það. „Mér þykir vænt um allt gamalt. Ég kann til dæmis miklu bet- ur við gömlu dross- íurnar en þessa straumlínulöguðu bíla sem menn keyra í dag. Og gömlu döllunum gleymir maður aldr- ei. Maður er að mála minninguna. Sem krakki í Reykjavík var maður alltaf að flækjast; niður á höfn og fjöru. Þang- að hef ég sótt mynd- efnið í gegnum tíð- ina.“ Afstraktió smá-útúrdúr Á tímabili málaði Einar afstrakt verk en hann segir að það hafi bara verið smá útúrdúr. „Eg var að dunda mér við þetta um tíma, fyrir 25 eða 30 árum. Þetta voru svona krúsídúllur, eða hvað maður á að kalla það - náttúrustemningar kannski. En svo þótti mér það eiga miklu betur við mig að mála fígúratíft og hall- aði mér að því. Og andskotinn ef ég sé nokkuð eftir því. Mér þótti það svo sem engin synd að hverfa frá afstraktinu því það voru svo margir í því. Þar að auki hlaut ég þannig uppeldi í listinni að það lá beinast við að mála fígúratíft." Unga fólkió i fjölmiólum Einar segir að sér leiðist unga fólkið sem er í myndlist í dag og leggur mest upp úr því að komast í fjölmiðla. „Já, mér leiðist þetta unga fólk sem er kannski búið að vera í eitt eða tvö ár I Myndlista- og handíðaskólanum og rýk- ur svo til við að halda sýningu. Og svo Einar G. Baldvinsson er þekktur fyrir myndir sín- ar af íslenska þorpinu. Hann heldur sína fyrstu einkasýningu um nokk- urt skeið í Hafnarborg og hefst hún í dag. ÞRÖSTUR HELGASON ræddi vió Einar gf þessu tilefni um þorps- þemað, afstraktið og myndlistina í dag. MÁLVERK eftir Einar G. Baldvinsson. leggjast þau í rúmið ef þau geta ekki verið nógu oft í fjölmiðlum. Þetta fólk sem er alltaf í blöðum og sjónvarpi er sýnist mér aðallega fólk sem ekkert getur og ekkert kann. Annars er mynd- listin misjöfn I dag eins og alltaf.“ Þetta er fyrsta einkasýning Einars um nokkurt skeið, en hann hefur þó tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin í Hafnarborg mun standa til 17. febrúar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. FEBRÚAR 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.