Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						Kvikmyndaklúbbar voru fyrst starfræktir á íslandi um miója ölding þegar Filmíg hóf starfsemi síng. Þeir
höfóu stóru hlutverki aó gegna sem mióstöóvar listrænna kvikmynda, eins konar skólar utan um kvik-
myndasögu og áhrifavaldar upprennandi kvikmyndageróarmanna. Hér og í næstu Lesbók er fjgllaó
um starfsemi fjögurra kvikmyndaklúbba sem settu svip á bíólífió foróum og áttu þátt í því aó þroska
_______kvikmyndasmekk íslendingg og gera þá meóvitaóa um sögulega þróun kvikmyndanna._________
ÚR FILMÍU
FJALAKÖTTINN
EFTIR ARNALD INDRIÐASON
Rétt fyrir klukkan tvö eftir há-
degi laugardaginn 1. nóvem-
ber árið 1953 streymdi fólk inn
í Tjarnarbíó og beið þess að
kvikmyndasýning hæfíst. Það
var engin venjuleg sýning.
Þegar fólk kom í miðasöluna
keypti það ekki miða á hana
eingöngu heldur árskort að kvikmyndasýning-
um fyrsta kvikmyndaklúbbs sem starfræktur
var á íslandi. Áhuginn á þessari nýbreytni í
kvikmyndalífi borgarbúa var slíkur að biðröð
myndaðist langt út eftir Tjarnargötunni.
Myndin, sem sýnd var þennan dag, er eitt
af meistaraverkum kvikmyndanna, Heilög
Jóhanna, eftir danska leikstjórann Carl Drey-
er, þögul mynd frá árinu 1928. Leikin var
rússnesk píanótónlist undir sýningunni af
hljómplötum og valdi Kristjana Þorsteinsdótt-
ir tónlistina en hún hafði forðum leikið undir
sýningum þöglu myndanna.
Ad kynna kvikmyndosöguna
Kvikmyndaklúbburinn hét Filmía og starf-
aði í 11 ár. Með honum hófst starfsemi kvik-
myndaklúbba hér á landi og hafa þeir verið
við lýði allar götur síðan. Stefnuskrá Filmíu
varð fyrirmynd annarra klúbba sem á eftir
komu: Að vekja almenning, unga og aldna,
til meðvitundar um að það hefðu verið gerðar
betri myndir en almennt eru sýndar í kvik-
myndahúsunum og að þroska kvikmynda-
smekk á íslandi, segir Jón Júlíusson fyrrver-
andi menntaskólakennari í samtali en stofn-
fundur Filmíu var haldinn á heimili hans,
Lönguhlíð 9 í Reykjavík.
Kvikmyndaklúbbarnir áttu lóngum athvarf
í Tjarnarbíói og sýndu ýmis stórvirki kvik-
myndasögunnar í bland við nýjar, listrænar
myndir sem af einhverjum ástæðu bárust
ekki til landsins. Hér er ætlunin að tæpa á
því helsta í starfsemi og sýningarhaldi fyrstu
íslensku kvikmyndaklúbbanna. I blaðagrein
sem þessari er engin leið að gera skil nema
í mýflugumynd því mikla starfi sem klúbbarn-
ir unnu, en reynt verður að nefna það mark-
verðasta í starfi Filmíu, Kvikmyndaklúbbs
Listafélags Menntaskólans í Reykjavík, Litla
Bíós og loks Fjalakattarins en rekja má óslit-
inn þráð á milli þessara klúbba er teygir sig
fram til dagsins í dag og sjá má t.d. á starf-
semi Hreyfimyndafélagsins. Þeir voru eins
konar skólar utan um kvikmyndasöguna,
miðstöðvar listrænna mynda í landinu og
áhrifavaldar upprennandi kvikmyndagerðar-
manna.
„Kvikmyndaklúbbahreyfingin verður lík-
lega til af sömu ástæðum og kvikmyndasöfn-
in í Frakklandi og Bretlandi og Ameríku upp-
úr 1930 þegar hljóðmyndin tekur allt með
trompi," segir Þorgeir Þorgeirson rithöfundur
og kvikmyndagerðarmaður og stofnandi kvik-
myndaklúbbsins Litla Bíós. „Þegar hún kemur
til sögu er gamla draslinu hent. Þögla mynd-
in hafði náð sínum svimandi hæðum sem list-
grein og fólk, sem vildi ekki láta þær glat-
ast, reis upp til varnar þeim. Ég held alltaf
að útúr þessari hugsun hafí klúbbarnir sprott-
ið. Með þeim kom tækifæri til þess að gægj-
ast aftur í söguna og skoða klassísk verk og
gæta þess líka að sýna ný verk sem eiga
erfitt uppdráttar hjá almenningi."
Eitt af hlutverkum Filmíu var einmitt að
STJÓRN Filmi'u, fyrsta kvikmyndaklúbbsins á íslandi, og makar á góðri stundu. Talið frá vinstri: Pétur Ólafsson, Þorvarður Þor-
steinsson, Magdalena Thoroddsen, Jón Júlíusson, Signý Sen, Björg Ágústsdóttir, Baldur Tryggvason, Hanna Johannessen og
Matthías Johannessen.
kynna kvikmyndasóguna frá grunni. Sýndar
voru klassískar myndir þögla skeiðsins eins
og Heilög Jóhanna, einnig Pótemkin og Alex-
ander Nevsky eftir Sergei Eisenstein, Móðirin
og Fall Pétursborgar eftir Vsevolod Pudovkin
og Fæðing þjóðar eftir Griffith. Einnig mynd-
ir þýska expressjónismans, sænsk stórvirki
þögla skeiðsins, myndir ítölsku nýraunsæis-
höfundanna og loks frönsku nýbylgjumynd-
irnar í bland við myndir frá Japan, Búlgaríu,
Póllandi og Ungverjalandi svo nokkuð sé
nefnt. Margt það sama var sýnt í klúbbunum
sem á eftir fylgdu í viðleitni til að rekja kvik-
myndasöguna. Filmía gaf út ítarlegar sýning-
arskrár sem fjölluðu um myndirnar og höf-
unda þeirra. Állt sýnir þetta áhuga Filmíu-
manna á að kynna og fræða íslendinga um
kvikmyndasöguna ásamt því að sýna nýjar,
listrænar myndir og gefa fólki kost á að fylgj-
ast með hræringum í evrópskri kvikmynda-
menningu samtímans.
Filmia verdur lil
„Kveikjan að stofnun Filmíu var sú að ég
dvaldist í fímni ár í Svíþjóð og þar af fjögur
við háskólann í Uppsölum og þar var starf-
ræktur öflugur kvikmyndaklúbbur," segir Jón
Júlíusson í samtali. „Ég smitaðist af áhuga
og gékk í þennan klúbb og komst á bragðið
en þarna voru sýndar góðar myndir og betri
en í kvikmyndahúsunum almennt. Ég kom
svo alkominn heim í
ágúst árið 1952 og
rann til rifja hvað
sýndar voru klénar
myndir í húsunum í
samanburði við það
sem gerðist í Skand-
ínavíu og á megin-
landinu, og taldi að
hér mætti að nokkru
bæta úr með starf-
rækslu  kvikmynda-
klúbbs. Ég kynntist
Matthíasi   Johann-
essen sem tók að sér
ritarastarf í stjórn-
inni.  Við  hittumst
heima hjá mér og
héldum   stofnfund
Filmíu       ásamt
Magdalenu   Thor-
oddsen,      Baldri
Tryggvasyni, Sverri
Lárussyni,    Bergi
Pálssyni  og  Stein-
grími Sigurðssyni. Þetta var ósamstæður hóp-
ur sem betur fer, ekki hópur upprennandi
kvikmyndaleikstjóra heldur kvikmyndaáhuga-
manna."
Jón heldur áfram: „Filmía var rekin sem
nokkurs konar sjálfseignarstofnun og var
HEILÖG Jóhanna, eftir danska leikstjórann Carl Dreyer; fyrsta
myndin sem Filmía sýndi.
klúbburinn ekki stofnaður til þess að hafa
af honum fjárhagslegan ávinning. Við urðum
að greiða leigu fyrir myndirnar, tolla, sölu-
skatt, húsaleigu og fyrir hin ýmsu störf í
sambandi við sýningarnar, meðal annars aug-
lýsingar og prentun. Aðgangseyrir nam í
4  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  30. ÁGÚST  1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16