Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						ÍSLENZKIR vesturfarar, annaöhvort nýkomnir um borð í skipið, eða við komu þess til Granton. Myndin er eignuð Sigf úsi Eymundssyni sem var einn af agentum vesturferða.
í Hofshreppi og ólst þar upp, en lærði húsa-
smíðar á Sauðárkróki og fann þar eiginkon-
una, Guðrúnu Þorvaldsdóttur. Þau reistu bú
á Vatni í Hofshreppi 1983, fyrst á hefðbund-
inn hátt en fóru snemma að „gera út á fólk
í staðinn fyrir fé" og leigja nú út fjögur sum-
arhús á Vatni, gistiheimili á Hofsósi, og þar
í plássinu eiga þau tvö gömul, uppgerð hús
sem einnig eru leigð út. Aukabúgreinin hefur
orðið að megin viðfangsefni. Hugmyndina
að Vesturfarasetrinu má rekja til þess, að
Valgeir kynntist því að Ferðaþjónusta bænda
var í samtökum 11 landa og var stefna þeirra
samtaka að rækta tengsl við brottflutt fólk,
vesturfara þar á meðal.
„Húsið á sandinum" hafði hinsvegar verið
keypt 1990 í því augnamiði að varðveita
það. Valgeir hafði beitt sér fyrir endurbygg-
ingu gamalla húsa á Hofsósi. Hann tók að
sér hvert húsið af öðru, til dæmis Vilhelms-
hús, sem er blámálað og bráðfallegt og hýs-
ir nú veitingastofuna Sólvík. Nú er gamall
kjarni 12-14 húsa á Hofsósi, sem öll hafa
verið lagfærð eða endurgerð og flest þeirra
eru notuð sem sumarbústaðir.
Þegar hugmyndin fæddist um Vesturfara-
setur, hafði „Húsið á sandinum" verið lag-
fært að utanverðu og leit vel út úr fjarlægð.
En nú þótti bera vel í veiði að geta fengið
því hlutverk við hæfí. Þegar ákveðið var að
.það skyldi hýsa Vesturfarasetrið, var það
allt tekið í gegn að innan og þá innréttað
með tilliti til þessarar sérstöku notkunar.
Sýníng á vegum Byggóasofns
Skagfiróinga
í Vesturfarasetrinu á Hofsósi hitti ég að
máli Vigdísi Esradóttur, sem ráðin var síðast-
liðið vor sem upplýsingafulltrúi. Hún hafði
verið kennari í Reykjavík og börnin voru flog-
in úr hreiðrinu. Vigdísi og eiginmanni hennar
þótti þá tilvalið að gera kaflaskipti í lífínu
og flytja eitthvað frá Reykjavík. Þegar Vig-
dísi bauðst starfið á Hofsósi hafði hún aðeins
4 einu sinni komið þangað, en ákvað að slá
til, flutti norður og eiginmaðurinn er á leið-
inni. Nú er Vigdís meðal annars í því hlut-
verki að leiða einstaka gesti eða hópa um
setrið, sem opið er alla daga frá kl. 11-18.
Annað hlutverk Vigdísar verður að taka á
UR VESTURFARASKRA
HÉR er gripið niður á þremur stöð-
um í Vesturfaraskrá 1870-1914
eftir Júníus H. Kristinsson.
Þarna má m.a. sjá að fólkið af
Jökuldalsheiðinni er að fara og að árið
1904 flytur fjölskylda frá Sænautaseli,
bænum sem nú hefur verið gerður upp.
Úr „Húsinu" á Eyrarbakka hefur fólk verið
að flytja vestur frá 1870 til 1904, en alltaf
einn í einu og titlarnir eru fínni en hjá
sveitafólkinu: assistent, yngispiltur, versl-
unarþjónn og fröken. Til dæmis um stór
heimili, þar sem allir hafa farið saman, er
skráin frá Egg í Rípurhreppi. Árið 1876
hafa þau Jóhann bóndi og Ragnheiður kona
hans í Egg, sem bæði hafa verið á miðjum
aldri, flutt með skyldulið og vinnufólk;
yngsta barnið ekki eins árs. Það segir sína
sögu um ungan aldur vesturfara, að á þess-
um skrám eru aðeins fjórir yfir fimmtugt.
Rípurhrcppur
ÁR
NAFN
ALDUR
04 Benedikt Magnússon, vinnumaður     56
04 MaríaJónsdóttir.vinnukona         19
Sleabrjótssel
91 Járngerður Eiríksdóttir, vinnukona     18
Sleðbrjótur
83 Stefán Eiríksson, bóndi             26
83 Oddný Sigurðardóttir, kona hans      28
83 Guðrún Stefánsdóttir, dóttir þeirra      1
83 Ólafur Eiríksson, vinnumaður        24
83 Helga Þorsteinsdóttir, vinnukona      20
93 Guðmundur Guðmundsson, vinnumaður 29
93 Mekkín Jónsdóttir, kona hans        29
93 Jón Guðmundsson, sonur þeirra        1
03 Jón Björnsson, vinnumaður          24
03 Guðný Bjarnadóttir, fóstra hans       58
05 Ólafur Magnússon, bóndi           39
05 Sigþrúður Björnsdóttir, kona hans     38
05 Guðrún Ólafsdóttir, dóttir þeirra      14
05 Sigmundur Björnsson, vinnumaður     16
Sænautasel
76 Jónas H. Kristjánsson, bóndasonur     17
04 GuðmundurÞorláksson, bóndi        40
04 Guðný Þorsteinsdóttir, kona hans
04 Jón Guðmundsson, sonurþeirra
04 Einar Guðmundsson, sonur þeirra
Slokkseyrarhrcppur
Háeyrarvellir
03 EyjólfurHinriksson, bóndi
03 Ingibjörg Björnsdóttir, kona hans
03 Þuríður Eyjólfsdóttir, barn þeirra
03 Björn Eyjólfsson, barn þeirra
03 Guðrún Eyjólfsdóttir, barn þeirra
03 Eybjörg Jórunn Eyjólfsd., barn þeirra
Kaupmannshúsið
70 Jón Gíslason, assistent
72 Hans B. Thorgrimsen, yngispiltur
73 Jón Pálss. Mathiesen, verslunarþj.
73 Guðrún Vigfúsdóttir, þjónustustúlka
80 Jóhanna M. Ahrens, vinnukona
92 Jónína Davíðsdóttir, vinnukona
94 Gróa Guðlaugsdóttir, vinnukona
02 Margrét Skúlason, fröken
Ripurhreppur
As
76 Guðbjörg Sigfúsdóttir, vinnukona
87 Valgerður Kristjánsdóttir, hreppsbarn
zzz
74 JósepSchramJóhannsson
74 Ragnh. Jóhannsdóttir, systir hans
76 Jóhann Hallsson, bóndi
76 Ragnheiður Pálsdóttir, kona hans
76 Jóhann Sch. Jóhannss., sonur þeirra
76 Elín Jóhannsdóttir, dóttir konu
76 Einar Sigurðsson, húsmaður
76 Þórunn Jensdóttir, kona hans
76 Sigríður Einarsdóttir, barn þeirra
76 SolveigEinarsdóttir, barnþeirra
76 Jóhann Pétur Einarss., barn.þeirra
76 Ragnheiður Einarsdðttir, barn þeirra
76 Guðrún Ásmundsdóttir, vinnukona
76 Kristrún Pálsdóttir, vinnukona
76 Sigurður Pálsson, tökubarn
76 Magnús Davíðsson, tökubarn
76 Sigtryggur Ingimundarson, vinnum.
76 Halldóra Ásgrímsdóttir, vinnukona
00 Guðrún Pétursdóttir, tökubarn
46
8
7
36
37
11
7
5
1
20
19
23
28
22
28
26
36
22
2
29
20
54
55
23
34
43
38
12
5
2
0
17
15
11
5
20
17
4
móti nemendum, bæði úr grunnskólum og
framhaldsskólum og stefnt er að samvinnu
við Skólaskrifstofu Skagfirðinga hvað það
varðar. Fyrirlestrasalur er í húsinu og góð
aðstaða til safnkennslu. Vert er að geta þess
að Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur
hefur tekið saman námsefni undir heitinu
Vesturfarar, sem Námsgagnastofnun hefur
gefíð út.
Sýningin í setrinu er í eigu Byggðasafns
Skagfirðinga sem sér um sagnfræðilega þátt-
inn. Eitthvað af safngripum var til, en öðru
hefur verið safnað. Nokkrir safngripir, áhöld
og fleira, hafa borizt safninu frá Vestur-
heimi; flestir þeirra frá Snorra Jónassyni í
Selkirk, sem nú er aldraður maður.
Endurbygging gamla kaupfélagshússins
hefur verið fjármögnuð með því að í upphafi
lögðu 15 aðilar fram 30 þúsund krónur og
fyrir þá upphæð var húsið keypt. Stofnað
var einkahlutafélagið Snorri Þorfinnsson,
nefnt eftir fyrsta barninu af evrópsku for-
eldri sem vitað er til að hafi fæðst í Vestur-
heimi; syni Þorfinns karlsefnis og Guðríðar
Þorbjarnardóttur. Félagið hefur reksturinn
með höndum og er eitt af megin markmiðun-
um að vinna að auknum samskiptum íslend-
inga og afkomenda Vesturfaranna.
Bókasafn er í Vesturfarasetrinu og hefur
það fengið góðar gjafir frá velunnurum hér
og vestanhafs. Unnið er af fullum krafti að
bóka- og heimildasöfnun. Hefur setrið m.a.
eignast 260 skyggnur eftir gömlum ljós-
myndum, sem Donald Björnsson í Gimli í
Manitoba hefur safnað. Þessar ljósmyndir
voru gjöf Ljósmyndasafns Reykjavíkurborg-
ar á eins árs afmæli Vesturfarasetursins 7.
júlí sl.
Setrið hefur og fengið að láni fjölda rita
um ættfræði og sögu vesturfara frá Héraðs-
skjalasafni Skagfirðinga. Unnið er að eflingu
ættfræðirannsókna í tengslum við Háskólann
á Akureyri, jafnframt því að sérstök áherzla
er lögð á að styrkja vináttubönd og menning-
arsamskipti við afkomendur Vesturfaranna.
í verzlun Vesturfarasetursins er hægt að
kaupa kort, minjagripi og vandaða íslenzka
handverksmuni.
Niðurlag í næstu Lesbók.
12  LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR  6. SEPTEMBER 1997
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20