Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1998, Blaðsíða 19
9 „Frá upphafi hefur listiðkun hans verið kapps- og óþreyjufuil ferð um innheima, viðleitni tii að draga fram úr hugskotinu „ýmislegt það sem ekki er til“, hvort sem er í málverki, grafíkmyndum eða þrívíddarmyndum af ýmsu tagi,“ segir Aðalsteinn Ingólfsson um list Arnar. FÓTSPOR HUGSANA Morgunblaöiö/Árni Sæberg ÖRN Þorsteinsson segir að myndir séu fótspor hugsana sem kvikna við mótun þeirra. „Mynd- ir verða til í vinnsluferlinu, þegar ég er að kompónera." Örn Þorsteinsson mynd- höggvari opnar sýningu á verkum úr málmi í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í dag. Er sýningarstaður- inn vel við hæfi, segir ÞRÖSTUR HELGASON, vegna þess að Sigurjón Olafsson ráðlagði Erni fyrstur manna að helga sig höggmyndalist. ORN Þorsteinsson mynd- höggvari opnar í dag, laugardag, sýningu á þrí- víddarverkum úr málmi í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og ber hún heitið Úr málmi. Á sýn- ingunni verða verk úr járni, áli, tini, bronsi, silfri og gulli, auk fjölda formynda úr vaxi sem listamaðurinn hefur gert á undanförnum fjórtán árum. Að sögn Arnar varð Sigurjón Ólafsson myndhöggvari eigin- lega til þess að hann fór út í myndhöggvaralist og því væri það sérstaklega skemmtilegt að halda sýningu í húsi hans á Laugarnestangan- um. „Sigurjón kom á fyrstu einkasýningu mína á Sóloni Islandusi árið 1977 þar sem ég var að sýna málverk. Hann minntist strax á það við mig að ég væri í raun að mála skúlptúr. Hann kom tvisvar eða þrisvar á sýninguna og við ræddum þetta fram og til baka. Þetta varð ásamt öðru til þess að ég sneri mér að mynd- höggvaralist nokkrum árum síðar eða á níunda áratugnum. Síðan hefur Sigurjón alltaf verið töluverður áhrifavaldur í minni list, ég hef met- ið list hans og virt.“ Hugur og vinna tengjasf Örn Þorsteinsson hefur haldið tug einkasýn- inga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og heiman. Grafíkmyndir, málverk og þrívíddarverk hans úr tré, steini og málmi er að fínna í helstu listasöfnum á landinu, auk þess sem hann hefur gert nokkur útilistaverk og verk fyrir opinberar stofnanir í Reykjavík. Örn er einnig þekktur fyrir ýmis samstarfs- verkefni sín en þá hefur hann unnið með lista- mönnum í öðrum greinum, til dæmis Thor Vil- hjálmssyni rithöfundi og Áskeli Mássyni tón- skáldi. í inngangi að sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur að Örn megi setja í flokk með þeim listamönnum sem tileinkað hafa sér rómantískan listskilning. Aðalsteinn segir: „Frá upphafi hefur listiðkun hans verið kapps- og óþreyjufull ferð um innheima, við- leitni til að draga fram úr hugskotinu „ýmis- legt það sem ekki er til“, hvort sem er í mál- verki, grafíkmyndum eða þrívíddarmyndum af ýmsu tagi.“ Flest verkanna á sýningunni hafa orðið til á síðustu tveimur árum og þá á ferðalögum lista- mannsins um landið. Er hann jafnan með vaxmola í farteski sínu sem hann tálgar í jafn- óðum og steypir í málm þegar heim er komið. Örn segist aðspurður sækja viðfangsefni til náttúrunnar í verk sín en kannski ekki síður til síns innra lífs. „Myndir eru fótspor hugsana sem kvikna við mótun þeirra. Myndir verða til í vinnsluferlinu, þegar ég er að kompónera. Hugur og vinna tengjast. Auðvitað fer þetta eitthvað eftir því hvernig maður er stemmdur í hvert skipti. Stundum dettur ofan í mig einhver spurning sem ég er lengi að vinna mig út úr, ein spurn- ing getur orðið að mörgum myndum. I þessai-i vinnu er maður einfari og fínnur þá iðulega eitthvað sem kemur manni á óvart.“ Um þetta segir Aðalsteinn í inngangi sínum: „Að fylgjast með þessari stöðugu endurgerð hlutanna, að sjá listamanninn ganga til allra starfa með vaxmola milli fíngranna, skiljandi eftir sig fíngerð furðuverk hvar sem hann drepur niður fæti, er eins og að sjá sjálfa hugs- unina í mótun og endurskoðun. Væri Örn að steypa myndir sínar úr súkkulaði og matarlími en ekki pottjárni, tini, bronsi og gulli, væri hann eflaust flokkaður meðal framsækinna hugmyndalistamanna í íslenskri myndlist." Gróska Sýningin er sú þriðja í röð sérstakra högg- myndasýninga sem Listasafn Sigurjóns hefur staðið fyrir á síðastliðnum þremur árum en áð- ur hefur verið haldin þar sýning á norrænni höggmyndalist og sýning á höggmyndum Páls Guðmundssonar frá Húsafelli. Aðspurður segh' Örn að margt skemmtilegt sé að gerast í myndhöggvaralist á íslandi. „Það er þónokkur gróska í íslenskri mynd- höggvaralist. Við höfum vissulega góða bak- hjarla þar sem eru þeir Sigurjón Ólafsson, Ás- mundur Sveinsson og Einar Jónsson. Allir hafa þeir haft gi'íðarleg áhrif á mig. Sömuleiðis Sig- urður Guðmundsson og Jóhann Eyfells. Við stöndum á herðum þessara manna.“ Eins og áður kom fram ei u öll verk á sýning- unni unnin í málma. „Það hefur verið mjög skemmtilegt að kynnast málminum,“ segir Örn, „og hvað hann er sjálfstæður og ólíkur bronsinu og álinu sem er vanmetið efni.“ í tilefni af sýningunni verður gefið út vandað rit um listamanninn með Ijósmyndum af verkum eftir Guðmund Ingólfsson í ímynd og texta eftir Aðalstein Ingólfsson. Steypingu verkanna hefur Öm unnið í samvinnu við Jámsteypuna hf. Sýningin stendur til 1. júlí. Til 31. maí verð- ur safnið opið laugardaga og sunnudaga kl. 14- 17. Eftii' 1. júní verður opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. SUMAR- GJÖF ÞJÓÐLEIK- HÚSSINS LE1KI.1ST Þjóðleikhúsið GAMANSAMI HARMLEIKURINN eftir Eve Bonfanti og Yves Hunstad Islensk þýðing: Friðrik Rafnsson. Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Leikari: Örn Árnason. Leikmynd og búningur: Gretar Reynisson. Lýs- ing: Ásmundur Karlson. Ljósamaður á sýning- um: Hjalti Guðmundsson. Aðstoðarmaður leik- stjóra: Pálína Jónsdóttir. Litla sviðið, fimmtu- daginn 23. aprfl Á SUMARDAGINN fyrsta, síðastliðinn fimmtudag, frumsýndi Þjóðleikhúsið síðasta verkefni leikársins, Gamansama harmleikinn eftir belgísku leikstjórana og leikarana Eve Bonfanti og Yves Hunstad.Vel má kalla þenn- an tíu ára gamla einleik rúsínuna í pylsuenda vetrarins hjá Þjóðleikhúsinu, því hér er um að ræða hreinræktaða leikhússkemmtun enda er verkið bæði afar vel ski'ifað og plott þess bæði hugvitsamlegt, frumlegt og sniðugt. íslensk þýðing Friðriks Rafnssonar er einnig mjög góð og greinilegt að þar fer reyndur þýðandi. Örn Árnason sló í gegn með flutningi sínum á leiknum. Verkið er sannkallað „leikai'a“-leik- verk í þeim skilningi að efni þess snýst meira og minna um starf leikarans - eðli þess, gleði og ógnir - um sambandið á milli leikarans og persónunnar sem hann túlkar og sambandið við áhorfandann. Þessi „klofningur" í leikara og persónu var meistaralega túlkaður hjá Erni - og makalaust hvað eitt nef getur haft mikið að segja! Vissulega má kalla flutning Arnar leiksigur, slíkum tökum náði hann á rullu sinni að áhorfendur gi'étu af hlátri, eins og hlýtur aðJ vera markmið „gamansams hai’mleiks“. Afrek Ai-nar verður einnig að skoðast í Ijósi þess að hann er eini leikarinn á sviðinu og þar er hann, án hlés, í eina og hálfa klukkustund og tapaði aldrei dampi. Samvinna Arnar og Sigurðar Sigurjónsson- ar, sem er með þessarri uppsetningu að þreyta frumraun sína sem leikstjóri, hefur sannarlega lukkast vel - og þarf það kannski ekki að koma neinum á óvart því þeir félagar hafa unnið saman að því að skapa gamanleik svo árum skiptir og þekkja hvor annan vafalaust „að ut- an og innan“. Það var reyndar ekki alveg ein- leikið hversu, á vissum augnablikum, Örn Arn- arsson minnti, í persónusköpun sinni, einna helst á Sigurð Sigurjónsson, - en ekki eru þess- ir tveir leikarar líkir að líkamsburðum eða leikstíl, svona alla jafna! Eftir frumsýninguna (þegar lófaklappi og húrrahrópum áhorfenda linnti um síðir) veitti þjóðleikhússtjóri Erni Arnarsyni viðurkenning- ai-styrk úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins og er Örn einn af fjórum leikurum hússins sem hljóta þessa viðurkenningu í ár (hinir eru Gunnar Eyjólfsson, Halldóra Björnsdóttir og Steinunn Ölína Þorsteinsdóttir). Örn er sannar- lega vel að viðurkenningunni kominn; hann sýndi og sannaði á sýningunni á fimmtudags- kvöldið að hann hefur til að bera hæfileika sem einkennist af fjölbreytileika og næmi, sem hann hefur kannski ekki alltof oft fengið tækifæri til að sýna. Örn Árnason og Sigurður Sigurjóns- son eiga báðir lof skilið fyrir þessa bráð- skemmtilegu sýningu og ég skora á sem flesta að missa ekki af þessaii sumargjöf Þjóðleik- hússins og fara að sjá Gamansama hai'mleikinn. Soffía Auður Birgisdóttir Morgunblaðið/Kristinn MAKALAUST hvað eitt nef getur haft mikið að segja. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 25. APRÍL1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.