Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 37. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI HeiSarbyggðin Um miðja 19. öld var stofnað til byggðar á Jökuldalsheiði svo nam meðal kirkju- sókn. Talið er víst að frá landnámi liafí það aldrei verið reynt áður, né heldur að stunda landbúnað í 500-600 m hæð yfír sjó, enda er annarsstaðar á landinu óbyggilegt í þeirri hæð. En hvernig og hversvegna varð heiðarbyggðin til. Bragi Melax reynir að gefa svör við því í þrem- ur greinum og birtist sú fyrsta hér. íslensk stein- steypuklassík frá fyrstu áratugum aldarinnar er merki- legur kapituli í sögu íslenskrar bygging- arlistar og ekki síður merkilegur en tímaskeið bárujárnshúsanna. Mörg þess- ara steinhúsa eru gullfalleg og það eigum við ekki síst að þakka Einari Erlendsyni húsameistara, sem teiknaði nokkur þeirra húsa sem hæst ber í íslenskri steinsteypuklassík. Um Einar og stein- steypuklassíkina skrifar Sigríður Björk Jónsdóttir sagnfræðingur. Sýningarstaður í 40 ár Um þessar mundir er þess minnst að samfellt í 40 ár hafa myndlistarsýningar verið haldnar í Mokkakaffí við Skóla- vörðustíg. Margir sýningarsalir hafa risið og hnigið á þessum tíma, en í Mokkakaffí hefur engu verið breytt og fjöldi lista- manna hefur stigið þar sín fyrstu skref í sýningahaldi. Um þennan merka sýning- arstað skrifa þau Rannveig A. Jónsdóttir og Þorvaldur H. Gunnarsson. Víkingaslóð nefnist frásögn eftir eistneska rithöfund- inn Rein Norberg af siglingu hans og fé- laga hans á seglskútu með hjálparmótor sem lagði upp frá Svíþjóð, hrakti til Nor- egs, komst þaðan til Skotlands og loks á áfangastað í Reykjavík. FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðumyndin er af útskorinni maóríastyttu af karlmanni sem var ó stalli í fordyri íveruhúss. Styttan er ó sýningu ó munum og minjum maóría- þjóðflokksins ó Nýja Sjólandi, sem Bragi Asgeirsson skoðaði ó British Museum ! London. Frósögn Braga er ó bls. 16 og 17. ÞORSTEINN VALDIAAARSSON DYJAMOSI Leitaðu hans í skóginum skammt frá veginum í djúpu gontunni hjá dýjalindinni; þar vex hann, mosinn mjúki og svali, sem stiliir þrá og stöðvar ekka, græðir og huggar í sinni grænu mildi. Og þú krýpur innan stundar í kyrrð ogró dýpst í hinum skuggsæla skógaiieyningi við altari, gjört af ókunnri hendi - gljúpt, svalt ogglitrandi flos, lífsangan vatnsúðans frá lindarkerinu, návist mildinnar, mýkt, fró og tær Ijóminn sem ieikur um þig. Síðan snýrðu aftur hina sömu leið; en sársauka dagsins, beiskju og þunga læturðu eftir, umbreytt í altarisljómanum - óþekkjanleg frá grænni döggiimi. Þorsteinn Valdimarsson, 1918-1977, var upprunninn úr Vopnafirði en ótti lengst af heima í Reykjavík og Kópovogi. Fyrsta kvaeðobók hans kom út 1942 og geymir nýrómantisk nóttúru- kvæði, en í seinni bókum hans yrkir hann um félagslegt óréttlæti og andúð ó hemaði. Þor- steinn var limruskóld og ótti verulegan þótt í að kynna limruna sem Ijóðform hér ó landi. AÐ ENDUR- NÝJAST í SÍFELLU RABB s EG VERÐ að segja það hér í upp- hafi þessa pistils að fátt fer jafn- mikið í taugarnar á mér og smá- smyglisleg málvöndunarumræða. En svo fer að bikarinn fylhst og meira að segja mér ofbýður. Sú harða málvöndunarstefna, sem rekin var í krafti málfræða Björns Guðfinnssonar, þegar ég var í skóla, var eitt, en það helbera tilfmningaleysi fyrir máli, sem nú virðist farið að tröllríða öllu, er annað. Nú vill svo til að mál tekur breytingum. Dæmi um það er þegar setan (eða Zetan) var felld út úr stafsetningunni og ritun orða ein- földuð í kjölfarið. Annað dæmi er stytting orða og samskeyting þeirra sem heyra má t.d. „éreggi" (sem útleggst „ég er ekki“). Éreggi frá því að fallbeyging sé komin á það stig að hún verði einfölduð verulega á næst- unni. Það er hending ef maður fær bréf sem er áritað „b.t.“ (útleggst „berist til“) þar sem nafnið er í raun í eignarfalli. Að auki hefur staðai'þágufall gersamlega horfið. Ég myndi ekki eiga heima í Lyngbergi heldui- í Lyng- berg og ekki í Hafnarfirði heldur í 220 Hafn- arfjörður. Fólk sem heitir tveimur nöfnum upplifir þau sem eitt nafn (ég kom frá Þórð- urárna og Hildurbjörgu). Þetta kann sumum að finnast tittlingaskítur. Þá hafa orð greini- lega tekið breytingum. Búið er að bæta bók- stafnum t í orðið kosningar (það mátti sjá m.a. í haus hjá Mogga í vor auk þess sem kennarar sjá það sífellt oftar meðal nemenda) og orðið bóndi er orðið að bóndum í fleirtölu hjá yngra fólki svo nokkuð sé nefnt. Um leið og þetta gengur yfir mál okkar gerum við grín að einföldun dönskunnar, sem að mörgu leyti er mjög áþekk. Þessar breytingar eru allar innlendar og á forsendum íslenskunnar, hvort sem manni líkar það betur eða verr. Þær eru flestar byggðar á lakari tilfinningu fyrir málinu sem aftur gæti verið vegna minni bóklesturs og aukinna erlendra áhrifa. Þegar flóknasti texti sem barn les er á sjón- varpsskjá þá er ekki von á góðu. Oftar en ekki heyri ég nemendur tala um að einu heilu bækurnar sem þeir lesi séu skólabækur. Sumar fagstéttir hafa lent í vandræðum sem einnig er dæmi um breytingar. Á dögun- um var talað við lækni um nýjungar í fræðun- um, sem hann lýsti greinilega, fyrir þeim sem voru vel að sér í ensku og latínu. Aðrar stéttir í sama vanda eru t.d. tölvungar, flugfólk og ýmsar sérfræðigreinar sem eru nýlegar eða í miklu meh-i samskiptum við útlönd en áður tíðkaðist. Afleiðingin er m.a. sú að við „seif- um“ og „lódum“ á tölvunum og að ritháttur hefur þróast fyrir þessi orð. Stundum verða þó þýðingarnai- mjög til ama. Þannig brá því fyrir um stuttan tíma í pappírum frá mennta- málaráðuneytinu að vildð væri að mikilvægi grunnfærni. Átt var við það sem fólk þarf að kunna/geta að lágmarki. Grunnfærni er á hinn bóginn gamalt og gott orð sem þýðir allt annað. Þegar menn voru búnir að snúa út úr þessum bréfum ráðuneytismanna og setja fram hugmyndir um að gera alla að einfeldn- ingum þá hvarf þetta orð a.m.k. í þessu sam- hengi. Líklega var einhver að þýða þetta hug- tak úr útlensku en valdi óvart hrapallega. Dæmi um sömu þróun - en á hinn veginn - er stórsnjall útlendur þjálfari sem ég þekki, en hann segir t.d. „Let’s swim skriðsund and then teygja og hvíla.“ Þá er oft skringilegt ástand í greinum sem eru að íslenska erlenda hugsun. Þetta er t.d. áberandi við samningu nýrra laga hjá hinu háa Aiþingi, þar sem orðasmíði nær oft nýj- um hæðum. Þar þurfum við þó að fai’a var- lega í háðinu því stofnanamál hefur fylgt manninum lengi í einni eða annarri mynd. Þannig töluðu Niðurlendingai' um að hlutir kæmu þeim spánskt fyrir sjónir á fyrri öld- um. Þeir voru undir stjórn Spánar og fannst sitthvað skringilegt sem þaðan kom, ekki síst illa orðaðar tilskipanir. Á liðnum öldum var talað um kansellístíl hér á landi. Það var flatneskjulegur og orðmikill stíll sem aldrei gat batnað við að reynt væri að snúa honum úr dönsku stofnanamáli yfir á íslensku. Bretai' eiga orð yfir svona stíla. Þeir kalla stofnanamál „Gobbeldygook.“ Mig hefur alltaf langað að íslenska það. Á hinn bóginn getur orðfæri stofnunar orðið ákaflega sérhæft og lokað. Svo ég segi nú reynslusögu úr tryggingabransanum en þai' var mér einu sinni vísað að dyi'um sem á stóð „afgreiðsla tjóna.“ Ég labbaði mér inn og sagði „ég ætla að fó eitt bílslys." Mann- eskjunni fannst þetta ekkert fyndið. Hún hefur líklega ekki búið yfir nægjanlegri gi’unnfærni. Loks má taka almennan slettu- gang í málfari. Ég fæ t.d. gæsahúð þegar börn stynja „do“ eins og Hómer Simpson, tala um að fara til EU Ei (LA = Los Angel- es) svo ekki sé talað um árekstra milli er- lendra verslunarheita og íslenskunnar. Og það versta er að Islendingar eru svo óskap- lega illa máli farnir í ensku upp til hópa að mann blóðsvíður oft undan. Ég er ekki enn búinn að jafna mig á íslenskum leiðsögu- manni sem sendi mig í „Saint Enough" kringluna í Glasgow en hún er reyndar skírð eftii' skoskum dýrlingi sem hét Ennoch og var ekki búinn að fá nóg. Loks má nefna hráþýðingar úr ensku. Nú er það í tísku að segja að eitthvað sé „þvílíkt.“ Um er að ræða nýjar áherslur frá Ameríku í tengslum við orðið „so“ í ensku. Stjarna í sjónvarpsþætti sagði „I so think he’s cute“ (eiginlega „mér finnst hann svo sætur“) og það vai' þýtt „mér finnst hann þvílíkt sætur!“ Orðið „þokkalega" hefur orðið fyrir svipuðu áfalli. Að mínu viti er um tvenns konar að- skildar breytingai' að ræða. Annars vegar innri þróun málsins sem líklega er ekkert að gera við. Þá myndum við tala eins og Egill Skallagi’ímsson og ég myndi þá ekki segja um mann að hann væri hommi heldur að hann væri argur. Hinn hluti breytinganna er út- lendur og erfiðai'a að eiga við hann eftir því sem tengslin við útlönd eflast Þegai' allt kem- ur til alls þá er alvarlegur slettugangur í máli nokkuð sem forréttindastéttir hafa skemmt sér við í aldanna rás. Nokkuð sem notað var til að almenningur skildi ekki fína fólkið. Þannig var slett upp á latínu, notaðir grískh' stafir þegar rita átti dónaleg orð o.s.frv. Vita menn hvaða sjúkdómur það er sem birtist á læknisvottorðum og sagt er að Jón hafi verið veikur ipse dbdt. Það er að eigin sögn! Það er til þess að gera nýlegt að þessi forréttindi séu orðin almannaeign. En nú er bara upp komin sú staða að úr grasi er að spretta kynslóð sem heldur að orð eins og „mega“ og „cool“ séu íslenska. Ungur sonur minn hitti eitt sinn Englending. Stráksi sagði „Hæ“ við Tjallann sem svaraði kurteis- islega „Hæ“ á móti. „Húrra“ sagði bai-nið. „Hann skilur íslensku!" Þess ber að geta að barnið talai' fallegt mál og er hi-aðlæst. En baráttan - ef hún er þá einhver - tapast á meðan fólk les ekki íslensku og bregður sér frekar í Laser Tag en geislaklukk og fer svo og fær sér Subway frekar en samloku. Og munurinn á þessu tvennu er enginn. Spurn- ingin er bara hvort við viljum tala íslensku eða ísl-ensku... MAGNÚS ÞORKELSSON aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. SEPTEMBER 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.