Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 13.03.1999, Blaðsíða 12
MINNISPUNKTAR FRÁ TAÍLANDI - 4. OG SÍÐASTl HLUTl TRÚIN ER SNAR ÞÁTTUR I LIFI TAILENDINGA EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON Hluiverk munka er geysilega [ )ýðingarmikið í | þessu trú- arsamfélagi. Það er heilög sk> 'lda að hver einasti ungur maður lætur krúnuraka sig, klæðist munkakufli og býr í klaustri einhvern tíma. Það getur skemmst verið vika, oftar þó hólft ór, eða jafnvel allt lífið. 20 Fomleifar hafa leitt í ljós samfellda byggð í Taflandi í 20 þúsund ár, en ugglaust hafa menn búið þar margfalt lengur. Frumbyggjar landsins voru líklega ekki mongólskir, heldur pólynesískir, þ.e. af eyjum í Kyrrahafinu og einnig með svörtu ívafí. Ummerki hafa fundizt um háþróaða menningu í Norð- austur-Taflandi frá því um 3.600 f. Kr. Á löngum tíma komu hinir raunverulegu Taflendingar til landsins norðan úr fjalldöl- um Kína og hin viðtekna kenning er sú að þeir hafi flúið undan ágangi Mongóla. Þróun þjóðfélaga í allri Suðaustur-Asíu hefur hins vegar orðið fyrir margs konar trúarlegum og listrænum áhrifum frá Indlandi. Þegar á 6. öld varð til konungsríki á slétt- unni við Miklafljót og þá var tekinn upp Teravada-búddismi, sem landsmenn hafa að- hyllst síðan. Tvö konungsríki urðu til síðar, en það var þegar Sturlungaöld ríkti á Islandi að þjóðin sameinaðist og fékk þá bæði kon- ung og höfuðstað. Onnur tímamót urðu 1782 þegar Rama I af Chakri-konungsættinni komst til valda og gerði Bangkok að höfuðborg í stað Ayutt- haya, sem áður hafði verið höfuðstaður. Þá var lagður grundvöllur að höllum og muster- um og stríðsfangar frá Laos og Kambódíu hafðir í þrældómi við framkvæmdir. Þeir ríktu síðan hver af öðrum, Rama II, III og IV; sá síðasti heimsfrægur vegna þess að Hollywoodkvikmynd með Yul Brynner í að- alhlutverki fjallaði um hann og túlkaði hann sem bersköllótt varmenni. Það var fjarri sanni og því hefur þessi kvikmynd verið ' bönnuð í Taflandi. 21 Sá konungur sem nú ríkir í Taflandi, Bhumibol, er ekki ekki í beinan karllegg frá hinum Römunum. Ástæðan er sú að skömmu eftir heimsstyrjöldina, eða 1946, fannst An- anda konungur myrtur í rúmi sínu og hafði verið skotinn. Það var hulin ráðgáta hver morðinginn gat verið, en réttlætinu var full- nægt með því að einn úr þjónaliðinu var tek- inn af lífi. Hinn látni lét ekki eftir sig son og niðurstaðan varð sú að Bhumibol bróðir hans, sem þá var við laganám í Sviss, var krýndur konungur 1950 og hefur ríkt síðan. Bhumibol var á sínum yngri árum svo lið- tækur djassleikari að hann lék opinberlega með hljómsveit Dukes Ellingtons. Hann hef- ur reynzt farsæll þjóðhöfðingi, en er nú kom- inn yfir sjötugt. Hann á að vísu son sem telst réttborinn til ríkiserfða, en meinið er að son- urinn hefur ákaflega illt orð á sér; þykir ein- hverskonar „mafioso“, og nú er talað um að uppreisnarástand gæti skapazt ef hann yrði krýndur. Dóttir konungshjónanna er hins vegar afar vinsæl í landinu, en henni stendur víst ekki til boða að erfa krúnuna. Bhumibol hefur að ýmsu leyti stigið niður af þeim háa tróni sem konungstigninni hafði fylgt og má nefna til dæmis, að víðáttumikl- um görðum umhverfis konungshöllina lét hann breyta í tilraunareiti fyrir landbúnað. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir persónu- dýrkun á konunginum sem virðist landlæg í Taflandi. Myndir af honum eru um allar trissur, en út yfir allan þjófabálk tekur að sjá röð risastórra litmynda af Bhumibol og fjöl- BHUMIBOL konungur á krýningardaginn 1950. Hann var þá ungur maður við nám í Sviss, en var kallaður heim til að takast á hendur konungstign eftir að konungurinn, frændi hans, var myrtur. Bhumibol hefur reynzt farsæll þjóðhöfðingi, en er nú kominn yfir sjötugt. UNGIR munkar við íhugun. í Taílandi eru um 300.000 munkar og allir ungir menn gerast munkar í skamman tíma, fáeinar vikur eða hálft ár. HVERSDAGSLEG sjón við bænastaði úti á götum eða inni í musterum: Taílenzk kona hneigir sig frammi fyrir mynd af Búdda og býður fram fórnargjöf, blóm og ávexti. skyldu hans, sem komið er fyrir í viðhafnar- römmum milli akreina á einni af aðalgötum Bangkok. Svo mjög þurfa landsmenn að fylgjast með þessari tignu fjölskyldu, að ein af sjónvarpsstöðvum landsins endar á hverj- um einasta degi dagskrá sína með fréttum af því hvað konungsfjölskyldan aðhafðist þann daginn. 22 Lengst af í marga áratugi fóru herforingj- ar með völdin ásamt með konungi. Þar kom þó árið 1980 að víðsýnn herforingi ákvað að deila völdum með kjörnu þjóðþingi og síðan 1992 hefur þingið kosið forsætisráðherra sem fer með völd. Flokkar og flokkasam- steypur koma og fara og þykja sjaldnast hafa sannfærandi stefnu. Persónuleiki ein- stakra manna þykir ráða mestu, svo og fjár- magn. Svo er sagt að menn skipti um flokka eins og skó. Frá fornu fari er karlaveldi ríkjandi í Ta- ílandi. Staða kvenna þykir þó að ýmsu leyti skárri þar en til að mynda í Indlandi, Japan og Kína og kosningarétt fengu taílenzkar konur 1932. Mörg dæmi eru um að taílenskar konur séu forstjórar stórfyrirtækja og eru sagðar ýmsar gamansögur af Japönum, sem gengur illa að átta sig á því að konur séu ekki ein- ungis upp á punt á forstjóraskrifstofum og hafi raunveruleg völd. Gagnstætt því sem gerist hjá lágstéttinni gætir yfirstéttin þess að dæturnar í fjölskyldunni fái sömu mennt- un og synirnir og í háskólum landsins er nokkurn veginn jafn fjöldi karla og kvenna. Réttindi kvenna eru þó ekki að öllu leyti til jafns við karla og má benda á að kona getur ekki krafizt skilnaðar vegna framhjáhalds 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. MARZ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.