Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						+
Sýningin Eyjafjöröur frá öndverðu er á efri hæð hússins í björtu og fallegu rými.
EYJAFJÖRÐUR FRÁ
ÖNDVERÐU
OG AKUREYRI - BÆRINN VIÐ POLLINN
SÝNINGAR í MINJASAFNINU Á AKUREYRI
GREIN OG UÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON
Minjasafnið er í virðulegu funkishúsi frá 1934 en í álmu sem tekin var í notkun
1978 hafg verið settar upp sýningar sem bregða Ijósi á eyfirskar minjar frá
____________________landnámi og sögu Akureyrar._____________________
Isfmaskránni stendur að Minjasafnið á
Akureyri sé við Aðalstræti 58, en
ókunnugum verður bezt vísað á það
með bendingu á Nonnahúsið, sem er
næsta hús, en bæði standa þessi hús
undir brekkunni sem rís uppaf Fjör-
unni. Utar er Búðargilið og niður af
því gamla Akureyrin. Þar var upphaf
verzlunarstaðarins sem síðar teygðist út á
Oddeyri og síðan upp á brekkurnar. Frá
götunni ber ekki mikið á Minjasafninu
vegna þess að elzti trjágarður bæjarins
skyggir að nokkru leyti á bygginguna. Sá
garður er nú 100 ára og var í upphafi kallað-
ur Trjáræktarstöðin. Raunar hefur hann
haft ýmis hlutverk; var hugsaður sem
kirkjugarður við hlið hinnar gpmlu Akur-
eyrarkirkju sem vígð var 1863. Á sama stað,
neðan við Minjasafnið, stendur nú timburk-
irkja frá Svalbarði á Svalbarðsströnd, sem
þar var byggð 1846, en flutt til Akureyrar
1970 og tilheyrir Minjasafninu. Hún er þó
meira en safngripur; þar er messað, gift og
skírt og þar eru haldnir tónleikar.
Aldrei var greftrað í garðinum, því skammt
var niður á möl. Um aldamótin var hann gerð-
ur að trjáræktarstöð og þar voru auk þess
ræktaðar matjurtir og skrautjurtir á vegum
Amtsins.
Árið 1934 byggðu Baldvin Ryel kaupmaður
og kona hans Gunnhildur glæsilegt íbúðarhús
í brekkunni ofan við garðinn og í þrjá áratugi
tilheyrði garðurinn húsinu; var einkagarður
kaupmannsins, sem var framúrstefnumaður í
þá veru að hann var með þeim fyrstu á Akur-
eyri sem létu teikna hús í funkisstíl. Húsið
teiknaði Sveinbjörn Jónsson, sem síðar varð
þekktur maður og löngum kenndur við fyrir-
tæki sitt, Ofnasmiðjuna. Hann teiknaði einnig
verzlunarhús KEA eitt glæsilegasta hús bæj-
arins, og sýnir vel hæfileika Sveinbjarnar á
þessu sviði.
Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt
hefur verið fenginn til að gera tillögur að úr-
bótum á garðinum og hefur hann skilað grein-
argerð um endurbætur í þremur áföngum, en
ekki stendur til að fækka trjánum þótt þau
skyggi verulega á Minjasafnið. Enginn veit
hversu lengi þessi tré lifa og er litið á garðinn
sem tilraunareit.
Húsið keypf íyrir
Minjasatnio
Stjórn Minjasafnsins keypti íbúðarhús
Baldvins Ryel og safnið, sem stofnað var
1962, hefur síðan verið þar til húsa. Tveggja
hæða álmu var bætt við húsið 1978 og við það
gerbreyttist aðstaða safnsins.
Á efri hæð nýju álmunnar, sem er björt og
glæsileg, var sett upp sýning í fyrra sem ætl-
að er að standa næstu árin og ber yfirskriftina
Eyjafjörður frá öndverðu.
Hönnuður sýningarinnar er Þórunn Sigríð-
ur Þorgrímsdóttir leikmyndahönnuður og
hefur hún unnið gott verk. Sýningargesturinn
kemur fyrst að upphleyptu korti yfir Eyja-
fjörð og vísa textar til 60 sögustaða. Með því
að ýta á hnapp kviknar ljós á viðkomandi sög-
ustað.
Ekki er fyrirferðin á hinu fræga Þórslíkn-
eski, sem stendur á staur þegar inn er kom-
ið. Það fannst 1815 á Eyrarlandi í Eyjafirði
og er eina goðalíkneskið sem fundizt hefur.
Raunar er það afsteypa sem hér er, en í
sömu stærð og frummyndin, sem er aðeins
er 6,5 sm á hæð og úr bronsi. Þessi gripur er
líklega frægastur allra fornminja úr Eyja-
firði; magnaður skúlptúr þrátt fyrir smæð-
ina og væri gaman að sjá hann stækkaðan
svipað og Ásmundur Sveinsson gerði við
skessur sínar.
Á Dalvík fannst bátkuml í stórum kumla-
teig þar sem samtals voru 14 kuml. Bátkumlið
er endurgert hér með því að ný, einfölduð
gerð af bátnum er látin vera umgjörð utan um
það sem eftir var, en af sjálfum bátnum var
ekkert eftir annað en naglar og smávegis trjá-
leifar. Undir gleri í þessum tilbúna báti er
beinagrind af manni, hundi og hesti, en gripir
úr öðrum kumlum eru sýndir með; axarblöð,
Þórslíkneskið sem fannst á Eyrarlandi í Eyja-
firði er eina íslenzka goðamyndin sem varð-
veizt hefur. Eftirmynd hennar í réttrl stærð er i
Minjasafninu.
sverð,    spjótsoddur,    brýni,    hringprjónar,
kambur og nælur sem konur notuðu.
Granastaoadeild
Stór hluti sýningarinnar er byggður á því
sem fannst á landnámsbýlinu Granastöðum,
innst í Eyjafjarðardal austanverðum í um 250
m hæð yfir sjó. Uppgröfturinn fór fram á ár-
unum 1987-91, en áður en rannsóknin hófst
var lítið vitað um staðinn annað en það að í
einni útgáfu af Landnámu er Grani sagður
vera sonarsonur Helga magra, land-
námsmanns í Eyjafirði. Búið var á þessu
landnámsbýli í skamman tíma og búsetunni
lauk af óþekktum ástæðum um árið 1000. Þar
hefur verið blandaður bústofn og aðgangur að
sjávarfangi. Stærsta húsið var skáli, um 79
fermetrar að gólffleti, þrískiptur með langeldi
í rniðju og setbekkjum meðfram veggjum.
Áætlað er að 10-50 manna fjölskylda hafl
búið á Granastöðum. Fólkið hefur borið
skrautlegar festar um hálsinn og kembt hár
sitt. Það hefur kunnað að búa til áhöld úr
steini, aðallega sköfur og skurðaráhöld úr
hrafntinnu og jaspismolum, sem slegnir voru
til með járnhamri.
í jarðhýsi var eldstæði með hellum yfir,
sem hafa hitnað vel af eldinum. Ofan á þeim
voru smærri hnullungar sem einnig hafa hitn-
að og verið notaðir til að hita vatn og mjólk.
Þessi ofn er endurgerður á sýningunni og til-
gátuteikning af bænum er þar eftir Þorbjörgu
Höskuldsdóttur.
Steinpottur frá Granastöðum er og á sýn-
ingunni. Hann fannst í norðurenda skálans,
þar sem líklega var sérstakt herbergi, en hlut-
verk pottsins er óþekkt. Engin matarílát
fundust aftur á móti og maturinn hefur verið
soðinn eða hitaður í pottum sem nú eru glat-
aðir.
Dýrabein sem þar fundust leiða í Jjós allar
helztu tegundir húsdýra, nautgripi, hesta,
kindur, svín og geitur; líklega einnig gæsir og
hundurinn hefur verið förunautur mannsins
þá eins og nú. Snældusnúðar sýna að ull af
sauðfé og geitum hefur verið spunnið í band,
en prjónaskapur var ekki stundaður hér á
landi á landnámsöld; landsmenn lærðu hann
löngu seinna. En vaðmál var ofið og úr því
1 O     ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR13. MAÍ 2000
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20