Alþýðublaðið - 05.06.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.06.1982, Blaðsíða 1
alþýdu blaðið .,v m Laugardagur 5. júní 1982 81. tbl. 63. VSI BODAR VERKBANN FRÁ OG MEB 1S. JIÍNf Sambandsstjórn Vinnuveit- endasambands Islandshefur nú ákveöið aö boöa verkbann frá og meö 18. júni næstkomandi gagn- vart öllum þeim verkalýösfé- lögum, sem boöað hafa verkfall frá og með þeim tima. Verkbannsaöferöin hefur i rikara mæli en áður verið notuö af Vinnuveitendasambandinu á siöari árum og fylgt nýjum herrum þar á bæ. Þykir þetta almennt æði harkaleg aðgerð af hálfu vinnuveitenda. Samþykkt sambandsstjórnar VSl hljóöar annars þannig: Vegna áskorunar Alþýöusam- bands íslands og ákvörðunar einstakra verkalýösfélaga um boöun allsherjarverkfalls, samþykkir sambandsstjórn Vinnuveitendasambands ís- lands, að boöa verkbann frá og meö 18. júni 1982 gagnvart öll- um þeim verkalýðsfélögum, sem boöa verkfall frá þeim tima, hafi samningar þá ekki tekist. Framkvæmdastjórn er falið aö sjá um framkvæmd þessarar verkbannsákvörðun- ar.” Siöan segir i samþykkt VSI: Með hliðsjón af þeirri óvissu, er nú rikir ákveöur sambands- stjórnin aö koma saman til fundar á ný eigi siöar en fimmtudaginn 10. þ.m.” HVAÐA ALÞVÐUFLOKKSMENN VORU KJÖRNIR í NEFNDIR Á VEGUM BORGARINNAR? Á fundi borgarstjórnar Reykjavikur i gær var kosiö i ráðog nefndir borgarinnar fyrir næsta kjörtimabil. Alþýðu- flokksmenn höfðu áður gengið frá tillögum sinum til borgar- málaráðs flokksins, þar sem þær voru samþykktar einróma á miðvikudagskvöldið. Þess má geta að hér i Reykjavik verður það meginregla i Alþýðuflokkn- um, að hver og einn flokksmað- ur sitji aðeins i einni nefnd, sem aðalmaður en safni ekki að sér nefndastörfum eins og oft vill verða — þar á meðal i hinum flokkunum i borgarstjórn. Þar sitja sumir borgarstjórnarmenn jafnvel i mörgum nefndum auk borgarfulltrúastarfans. Á fundi borgarmálaráðs Alþýðuflokks- ins á miðvikudag var einnig samþykkt, að ákveðinn hluti launa nefndarmanna flokksins gengi i' sameiginlegan sjóð ráðs- ins sem notaður verður i þágu flokksstarfsins i Reykjavik. Þeir alþýðuflokksmenn sem hlutu kosningu á fimmtudag voru eftirtaldir: Útgerðarráð: Bjarni P. Magnússon — vara- maður: Stella Stefánsdóttir. Fræðsluráð: Bragi Jóseps- son — varamaður: Kristin Arnalds. Veiði- og fiskiræktar- ráð: Emanúel Mortens — vara- maður: Valtýr Guðmundsson. Umhverfismálaráð: Stefán Benediktsson — varamaður: Þórey Sigurjónsdóttir. Bygg- inganefnd: Gissur Simonarson —■ varamaður: Stefán Bene- diktsson. Stjórn veitustofnana: Sjöfn Sigurbjörnsdóttir — vara- maður: Sigfús Jónsson. At- vinnumálanefnd: Guðriður Þor- steinsdóttir — varamaður: Jón Framhald á 3. siðu. RITST J ÓRN A RGREIN--- Ríkisstjórnin sammála um eitt — að gera ekki neitt Allsherjarverkfall, verkbann, magnaðar deilur um fiskverð, fyrirsjáanleg gengisfelling, uppsagnir opinberra starfs- manna, hrun loðnustofnsins, þorskafli i lágmarki, útgerðin við það að stöðvast og verðbólg- an komin upp úr öllu valdi. Þetta er það sem blasir við þjóðarbúinu um þessar mundir og á meðan þegir rikisstjórn Gunnars Thoroddsen þunnu hljóði. Rikisstjórnin er sammála um það eitt að gera ekki neitt. Um annað er engin samstaða. Gunnar er i erfiðri aðstöðu. Hann sér enn ofsjónum yfir stórsigri Geirsliðsins i Sjálf- stæðisflokknum i liðnum sveitarstjórnarkosningum. Gunnar sér það fyrir, að ef kosið yrði á næstu mánuðum yrði hann óumflýjanlega úti i kuld- anum. Og Gunnar vill ekki lenda úti i kuldanum. Fyrst vill hann ganga frá nýrri stjórnar- skrá. Hann vill láta þjóðina minnast sin, sem stjórnmála- mannsins sem afhenti þjóðinni nýja stjórnarskrá að skilnaði, en ekki mannsins, sem tróðséri forsætisráðherrastól til að full- nægja eigin metnaði og fór siðan með allt upp i loft i þjóðfélaginu i þvi sæti. Þetta er vandi Gunn- ars — og raunar þjóðarinnar allrar, þvi á meðan Gunnar veltir fyrir sér privatmálum stefnir allt niður i þjóðfélaginu, og rikisstjórnin horfir á með hendur i skauti. Framsóknarflokkurinn talar ennþá um það, að nú fari senn að liða að þvi, að þessi rikis- stjórn taki til hendinni. Nú alveg á næstunni eigi að fara að teija niður. En framsókn er komin á fullt i niðurtalningunni nú þegar. Framsóknarflokkurinn hefur á siðustu árum talið niður fylgi flokksins og ekki siður talið niður kjör fólksins i landinu. Alþýðubandalagið er i sárum eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar og ekki til stórræða . Þjóðin á við vandamál að striða. Þau eru af ýmsum toga. Það erfiðasta er núverandi rikisstjórn. Þann vanda verður að leysa. Sá vandi verður ein- ungis leystur með þvi að rikis- stjórn Gunnars fari frá og efnt verði til kosninga. — GAS „Sjómenn munu ekki sætta sig við eina kjaraskerðinguna enn” — segir Óskar Vigfússon forseti Sjómannasambandsins ,,Ég á bágt með að trúa að sjó- menn láti eina kjaraskerðinguna enn yfir sig ganga mótmælalaust. Við horfum nú á hvern þrýstihóp- inn af öðrum ganga fram i skefja- lausri kjarabaráttu.A sama tima hcyrum við, að enn eigi að rýra kjör sjómanna. Það er tf'úa min, að sjómenn muni ekki iáta bjóða sér þetta”, sagði óskar Vigfússon forseti Sjómannasa mbands islands, þegar Alþýðublaðið bað hann að segja, álit sitt á stöðu sjó- manna nú við ákvörðun fiskverðs. Ég hef ekki trú á þvi, að þetta geti gengið svona til frambúðar, sagði Óskar Vigfússon. Ekki er endalaust hægt að rýra kjör sjó- manna, sem vinna undirstöðu- störfin i þessu samfélagi. Fisk- verðsákvarðanir eru dregnar úr hömlu i hvert sinn. Eins og alþjóð veit hafa sjómenn orðið fyrir óhemju kjaraskerðingu á sið- asta misseri vegna aflasamdrátt- ar og óhagstæðrar aflasamsetn- ingar. Við metum það svo, að —RiTSTJÓRNARGREIN' þetta verði aö bæta. Okkur telst svo til, að sú kjaraskerðing sem sjómenn hafa orðið fyrir geti numið allt að 33%. Það sér það hver maður, að það er alvarlegt áfall, aðmissa þriðjungaf tekjum sinum á svo örskömmum tima. Þessusjónarmiðihöfum við reynt að koma á framfæri viö stjórn- völd. Við höfum bent þeim á þeirra eigin rök frá þvi i vetur. Þá sögðu talsmenn stjórnarinnar, að aukinn afli heföi bætt kjör sjó- manna, þvi væri ekki rétt að þeir, fengju verðlagsbætur á við aðra. Nú er staðan sú, að þeir hafa bor- ið minna úr býtum. Þvi ættu þeirra eigin rök nú að þýða veru- lega hærri bætur til sjómanna. En hvað heyrum við bá? Nú heyrum við þaö frá rikis- stjórninni, að það sé enginn vilji fýrir hærri bótum til sjómanna þrátt fyrir þetta ástand. Siðustu fregnir af fiskverðsákvörðunum óstaðfest að visu — eru þær, að Hvað blasir við islenskum sjómönnum á hátfðis- og bar- áttudegi þeirra, sjómannadeg- inum? Hverjar eru horfur i kjaramálum sjómanna og af- komu útgerðar hér á landi um þessar mundir? Hver eru helstu afrek núverandi rikisstjórnar og þá sérstaklega núverandi sjávarútvegsráðherra, Stein- grims Hermannssonar? Allar likur eru á, að mjög verði að draga úr loönuveiðum á næstkomandi vetri. Þetta mun hafa i för með sér stórminnk- andi tekjur sjómanna og útgerð- ar og minni gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Það sem af er þessu ári hefur þorskur i afla fiskiskipa farið minnkandi og telja sjómenn sig hafa orðið fyr- ir verulegri tekjuskerðingu af þess völdum. Ekki er hægt að benda á eina einustu fiskitegund af okkar bestu nytjafiskum, sem ekki er ofnýtt eða fullnýtt um þessar mundir. Við þetta bætist siðan sú alvarlega stað- reynd, að núverandi sjávarút- vegsráðherra, Steingrimur Hermannsson, hefur með hömlulausum innflutningi fiski- skipa stórlega rýrt kjör sjó- manna og þar með almennings i landinu. Alþýðuflokksmenn hafa undir forystu Kjartans Jó- hannssonar, fyrrverandi sjáv- arútvegsráðherra beitt sér af hörku gegn óstjórninni i sjávar- útvegsráðuneytinu. Þeir hafa bent á, að stækkun fiskiskipa- flotansviö núverandi aðstæður gerir ekki annað en að rýra kjör sjómanna og útgerðar. I nóvem- ber á siðastliðnu ári benti Kjart- an Jóhannsson, formaður Al- þýðuflokksins, á að aukningin á siðasta ári og þvi sem nú er hálfnað, þýddi 17% kauplækkun til sjómanna. Lengst af töluðu alþýðuflokksmenn fyrir daufum eyrum i þessu efni. I þinglok sáu samt stjórnarliðar að hér stefndi i hreint óefni. Þeir féll- ust þá á að samþykkja tillögur alþýðuflokksmanna um að taka ábyrgðarheimildir til kaupa skuttogara úr höndum Stein- grims Hermannssonar. Betur að fyrr hefði verið. þorskurinn muni hækka mest. Eins og allir vita hefur þorskafli stórminnkað og litlar likur áð hann glæðist á næstunni. Hins vegar mun ætlunin að hækka minna þær tegundir, sem þó veið- ast. Þetta kalia ég gráan leik af rikisstjórnarinnar hálfu, svo ekki sé meira sagt. Þegar við þetta bætist hinn hömlulausi innflutningur fiski- skipa, sem einn út af fyrir sig hef- ur stórskert kjör sjómanna, þá held ég að menn verði að viður- kenna, að timi er kominn til að gera eitthvað i þessum málum. Við verðum að stokka upp á þessu sviði og það fyrr en seinna. Hinn hrikalegi innflutningur fiskiskipa er illþolanlegur á sama tima og kjör sjómanna fara versnandi af öðrum orsökum einnig. Ég spái þvi að sjómenn muni ekki sætta sig við eina kjaraskerðinguna enn”, sagði Öskar Vigfússon að lokum. Sjómenn um allt land eru nú að gera sér grein fyrir þvi til hvers ævintýramennska Stein- gríms I sjávarútvegsráðuneyt- inu hefur leitt. Þeir eru farnir að finna það i þynnri launaumslög- um, að stærri floti' þýðir lægri laun. Þegar svo við þetta bætist minnkandi afli og hrun á okkar bestu nytjategundum, er ekki nema von að upp úr sjóöi. Framsóknarmönnum hefur verið tlðrætt um niöurtalningar- leiðina svokölluðu, þó að á allra slðustu dögum hafi þeir haft hljótt um það tal, enda allar töl- ur i cfnahagskerfinu á hraðri leiö upp á viö en ekki niður. A einu sviði hefur þeim samt tek- ist aö nýta kenninguna. Stein- grimi Hermannssyni hefur tek- ist á þremur árum að telja kjör sjómanna rækilega niður. Aukningin í skipastólnum á slð- asta ári og þvi sem er að liða jafngildir um 17% kauplækkun að sögn Kjartans Jóhannssonar formanns Alþýðuflokksins. Geri aðrir betur. Besta gjöfin, sem Steingrimur Hermannsson gæti gefið sjó- mönnum á hátiðisdegi þeirra, væri aö kveðja sjávarútvegs- ráðuneytið fyrir fullt og allt. Alþýðublaðið telur að kröfur sjómanna um sambærilegar launahækkanir á við aðrar stéttir séu réttmætar. Ennfrem- ur telur blaðiö, að stjórnvöld beri fulla ábyrgð á þeim kaup- lækkunum sem Steingrimur Hermannsson hefur beitt sér fyrir I sjávarútvegsráðuneyt- inu. Það er stjórnvalda að leysa þann vanda sem þau hafa sjálf skapað. Alþýöublaðiö árnar sjómönn- um heilla á hátíðisdegi þeirra sjóm annadeginum. — Þ Niðurtalning í sjávar- útvegsráðuneytinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.