Alþýðublaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.08.1982, Blaðsíða 1
alþýðu- Laugardagur 28. ágúst 1981 127. tbl. 63. árg. „Alþingi götunnar hefur dæmt „hrokagikki valdsins” — sjá leiðara á bls. 2 flgúst Einarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystistððvarinnar: Sjávarútvegsráðherra hefur séð til þess að olíuverð hækkar um 30% í stað þess að lækka um 30% — eins og hann hafði lofað „Þetta eru þær mestu van- efndir eins sjávariitvegsráð- herra sem við i litgerðinni höf- um kynnst og raunar sögur fara af. Hann hefur ekkert efnt af þeim loforðum sem hann gaf okkur og sagði að væru i athug- un hjá rikisstjörninni. Fyrir hans orð höfum við þraukað án þess að við gætum það undir nokkrum kringumstæðum, með þeim afleiðingum að Utgerðin hefur sett sig i skuldir sem ég kem ekki auga á, að hún komist nokkurn tima Ut úr. Þessar 80 millj. sem stjómin af góðsemi sinni ætlar að láta af hendi rakna til útgerðarinnar geta engu breytt, þær rétt hrökkva fyrir oliu eins togara í þrjár veiðiferðir og koma raunar til greiðslu þegar úttekinnar oliu,” sagði ÁgUst Einarsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystistöðv- arinnar i viðtali við Alþýðublað- ið á dögunum. „Það er alveg ljóst að staða útgerðarinnar eftir setningu þessara bráðabirgðalaga verð- ur hálfu lakari en hún var áður, þannig að það er hverjum manni ljóst að það er ekkert nema svartnætti framundan i þeim málum. Ég get ekki séð hvemig ætlast er til að togar- arnir gangi, ef raunverulegur rektrargrundvöllur hefur ekki verið fyrir hendi, hvað þá nú eftir þessar svikaaðgerðir gegn útgerðinni. Oliudæmið er hrika- legastaf þessu öllu saman. Ráð- herrann lofaði að samræma oliuverðið hér við önnur Evr- ópulönd, þ.e. að lækka oliuverð til útgerðarinnar um 30%, en ég fæ ekki betur séð en aögerðirnar komi til með aö virka þveröfugt, þ.e. að hækka oliuverðiö um 30% i stað þess aðlækka,” sagði Agúst. Agúgt Einarsson sagði, að það væri sér hulin ráðgáta hvernig hægt væri að gera út togara undir þessum kringumstæðum. „Það er einfaldlega ekki hægt. Þetta er ekki harmagrátur. Þetta eru blákaldar staðreynd- ir”, sagði Agúst að lokum. „Ég er i aðalatriðum á sama máli og Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra, þegar ég segi að það hafi verið á mörk- unum að lýðræðislega hafi verið að þessum bráðabirgðalögum staðið. Afstaða min er svipuð að þvi leyti að stjórnin þurfi helst að hafa 32 þingmenn á bak við Guðrún Helgadóttir sammála Ólafi Jóhannessyni: STJORNIN ÞYRFTI HELST AD HAFA 32 ÞINCMENN sig til að vera eðliiega starfhæf, en hins vegar getur hún vel komist af með 31 þingmann, eins og Ólafur tekur einnig fram, lögfróður maðurinn” sagði Guðrún Helgadóttir, al- þingismaður þegar Alþýðu- blaðið innti hana eftir nánari skýringum á þeim ummælum sem koma fram i svarinu. Þar sem Guðrún er i megin atriðum sammála Ólafi Jó- hannessyni utanrikisráðherra og fyrrum lagaprófessors er RITSTJORNARGREIN $ Ríkissaksókn- ari vill fá nán- ari upplýsingar um Einars Ben. málið Að sögn Þórðar Björnssonar Rikissaksóknara hefur rann- sóknin vegna kaupanna á tog- aranum Einari Benediktssyni verið send viðskiptaráðuneyt- inu aftur, þar eð nauðsynlegt þótti aðfá nánari skýringar og upplýsingar um tiltekin atriði áður en unnt væri að taka ákvörðun um framhald máis- ins, hvort til kæru kæmi eða ekki. Var þetta gert i gærmorgun og er rannsöknin komin til við- skiptaráðuneytisins, en Tóm- as Arnason ekki i bænum og sendingin þvi óopnuð. 26 manns segja upp hjá Hval h/f í Hafnarfirði: „MÖNNUM VAR HÓT- AD ÖLLU ILLU” — segir talsmaður starfsfólksins, en Kristján Loftsson forstjóri segir, að þvi hafi láðst að bera fram sérkröfur á réttum tíma 26 manns hafa sagt upp störf- um sinum hjá Hraðfrystihúsi Hvals h/f i Hafnarfirði. 1 allt sumar hefur fóikiö unnið f „hægagangi” vegna óánægju með launakjör sin, en það hefur fariö fram á það aö komið verði á fót iaunahvetjandi kerfi, premiu. Laun hafa verið greidd eftir samningi sem gerður var á siðasta ári og gilda átti tii nóv- ember 1981. Agreiningur er uppi um giidistima hans, starfsfólkið segir hann útrunninn, en Krist- ján Loftsson segir hann í fuliu gildi þar sem engar sérkröfur hafi komið fram áður en til framlengingar kom á aöal- kjarasamningi kom. Alþýöublaðið hafði samband við Tryggva Haröarson, verka- mann, sem fyrir hönd starfs- fóiksins var i samningsnefnd þeirri sem um þessi mál fjall- aði. Sagði hann að löng saga P „Syndafallið kemur eftir minn dag” Hofmóður og hroki Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra i fjölmiðium upp á siðkastiö hefur vakið almenna undrun meðai landsmanna. Gt yfir tók þó I fréttatima útvarps 'si. fimmtudagskvöid, þegar for- sætisráðherra sat íyrir svörum um stöðu rikisstjórnarinnar. Þess má einnig geta, að þetta var i fyrsta skipti frá þvi sl. sunnudag. aö fjölmiðlar náðu tati af forsætisráðhcrra og i ''millitiðinni hafði þaðm.a. gerst, að rikisstjórnin hafði misst meirihluta sinn i neðri deild. En það var ekki á Gunnari Thoroddsen að heyra, aö is- lensku þjóðinni kæmi það nokkuð við, hvernig ríkisstjórn- in ætlaði að stjórna landinu næstu mánuði án tilskilins meirihluta i báðum deildum Al- þingis. Ekki aðeins það að Gunnar Thoroddsen svaraöi út úc, þcgar frcttamaður útvarps lagöi fyrir hann spurningar, scm landsmenn allir velta fyrir sér þessa dagana, heldur og neitaði hann aifarið að svara ákveðnum lykilspurningum. Eötilega hefur mönnutn orðið liörætt um, að gefin eru út bráðabirgðalög þegar fyrirfram var vitað, að þau myndu ekki njóta stuðnings meirihluta þíng- manna i neðri deild þingsins. Þess vegna hafa menn ályktað réttilega sem svo: gaf forsætis- ráðherra forscta islands rangar upplýsingar, þegar forseti spurði samkvæmt venju, hvort þingmcirihluti væri tryggöur fyrir bráöabirgðalögunum? Allt bendir til þess að Gunnar hafi blekkt forsetann. Um þetta atriöi spyr frétta- maður útvarps að sjálfsögðu á eftirfarandi hátt: Skýrðir þú forseta tslands frá þvi að þessi bráöabirgðalög nytu stuðnings meirihluta Alþingis? Og þá er það forsætisráð- herra, sem svarar með þjósti miklum: „Ég fer að sjálfsögðu ekki hér i ulvarpi að skýra frá viöræðum manna við forseta ts- lands". Hvers konar framkoma er þetta hjá forsætisráðherra ts- lands við landsmenn? Forsætis- ráðherra er gefið aö sök — og ekki að ástæðulausu — að hann hafi plataö forsetann og þá svarar hann einfatdlega, að það komi þjóðinní ekkert viðl t sama viðtali var eðlilega spurt um það, hvort það lægi ekkí Ijóst íyrir, að stuöningur við bráðabirgðatögin væri ekki nægur, þegar Eggert Haukdal og Albcrt Guðmundsson hefðu lýst yfir andstöðu viö þau, en áður hefðu þetta verið stuðn- ingsmenn rikisstjórnarinnar. Og þá scgir^forsætisráðherra, að hann tjái sig ekki um ein- staka þingmenn I þessu sam- bandi og scgir siðan: „Ég er að svara almennum fyrirspurnum um stöðuna I þinginu og hef þegar gert það, það er að svara þvi sem þú hefur spurt um, en að fara að ræða hér um cinstaka þingmenn. Það dettur mér ekki i hug". Hefur forsætisráðherra ekki „dottið það i hug”, að rfkis- stjórn hans samanstendur ein- mitt af „einstökum þingmönn- um”, og cf þessir „einstöku þingmenn" fara að týna tölunni þá er þessi rikissljórn fallin. Rikisstjórnir standa og falla meö þeim þingmönnum, sem styðja hana. Þær lifa ekki til ei- lifðar þó forsætisráðherra vilji að þær lifi. Gunnar Thoroddsen skal átta sig á þvf, aö I lýðræðisþjóðfélagi gilda ákveðnar reglur. Það ætti haun manna best að vita. Ein- ræðistilhncigingar hans og yfir- gangur eru þvi ekki i samræmi við almcnnar umgengisvenjur forsælisráðherra við lands- menn. „Syndafaltið kemur eftir minn dag", sagði hinn gjör- spillti Frakkakóngur Loðvik 15., og samkvæmt þvi hugsaöi hann litið sem ekkert um málefni rikisins, en eyddi og sóaði. Verður nokkrum hugsaö til Gunnars Thoroddsen? „Dramb er falli næst”. Þau sannindí á Gunnar Thoroddsen eftir að mcötaka áöur en langt um liöur. Forsætisráðherra cr L Þjón- ustu fólksins. Við tslendingar höfum cnn ekki kosið að breyta stjórnurháttum okkar á þann yeg að hcr fari einræðisherra mcð alræðisváid og þurfi ekki að standa einum né neinum skil gjörða sinna. Kannski vill Gunnar Thoroddsen koma þcirri skipan á meö nýju stjórnarskránni. En á meöan við tslendingar búum víð lýðræðislega sljórnar- hætti, þá er þaö sanngjörn krafa landsmanna, að þeir aðilar, sem kjörnír eru til þjónustu fyrir fólkið i landinu, svari skýrt og skiimerkilega þeim spurningum sem á þjóðinni brenna. Hortug- heitum forsætisráðherra, mun þjóöin svara á viðeigandi hátt „1 fyllingu timans". Það skal Gunnar Thoroddsen vita. tsienska þjóðin hefur hingað til ekki látið stjórnmálaménn gefa sér langt nef með þeim hætti, sem forsætisráðherra nú. Gunnari ' Thoroddsen - mun heldur ekki liðast slfk fram- koma. r -gXs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.