Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.09.1982, Blaðsíða 1
Laugardagur 11. september 1982 135. tbl. 63. árg. Ást á rauðu ijósi — Ást er fædd og alin blind sjá leiðara á bls. 2 „Handabaksvinnubrögð og pólitisk hrossakaup í Framkvæmdastofnun ríkisins” sjá b,s. 4 Fulltrúaráðsfundur Alþýðuflokksfélaganna: Prófkjör og hverfa- félög aðalumræðuefnin Ákvörðun um prófkjör frestað til 30. september Á fjölmennum fundi fulltrúa- ráðs Alþýöuflokksfélaganna i Reykjavik, sem haldinn var i Glæsibæ sl. fimmtudagskvöld var aðalumræðuefnið, hvenær efnt skyldi til prófkjörs á vegum Alþýðuflokksins i Reykjavík. Fyrir fundinum lá tillaga frá stjórn fulitrúaráðsins þess efnis, að prófkjörið færi fram helgina 20.—21. nóvember nk. Aö loknum miklum umræðum, sem stóðu fram yfir miðnætti, var niðurstaðan sú, að fresta fundi þangað til síðar i mánuð- inum, og nota timann til nánara samráðs við forystu flokksins og fulltrúa annarra kjördæma. Sú óvissa sem nú rikir um það, hvenær efnt verður næst tii kosninga, setti mikinn svip á umræöurnar. Sigurður E. Guðmundsson, formaður stjórnar fulltrúaráðs- ins setti fundinn og skipaði Geir Gunnlaugsson, verkfræðing, fundarstjóra, en Kjartan Ottós- son, stud. mag. fundarritara. Fyrsta mál fundarins var að fresta aðalfundi fulltrúaráðsins þangað til kosið hefði verið nýtt fulltrúaráð, sem gert skal um leið og kosið verður til flokks- þings Alþýðuflokksins, sem halda á i fyrstu viku nóvember á þessu hausti. Annað mál var tillaga um heimild til stjórnar fulltrúa- ráðsins til að beita sér fyrir stofnun hverfafélaga Alþýðu- flokksfélaganna i hinum ýmsu hverfum borgarinnar. Tillaga stjórnar þess efnis var sam- þykkt á fundinum, með visan til þeirra breytinga á flokkslögum sem gerðar voru á seinasta flokksþingi. Auk þess upplýsti Bjarni P. Magnússon að hann o.fl. hefði i undirbúningi stofnun nýs félags jafnaðarmanna i Reykjavik með visan til sömu breytinga á flokkslögum, er gerðar voru á flokksþingi. Sllkt félag þarf staðfestingu flokksstjórnar til þess að eiga fulla aðild að Al- þýðuflokknum með venjulegum réttindum. En Aðalmál fundarins var, hvenær prófkjör skyldi fara fram. Stjórn fulltrúaráðsins gerði að tillögu sinni að prófkjör færi fram seinnihluta nóvem- bermánaðar. I máli Sigurðar Sigurður E. Guðmundsson: til- lögu stjórnar fuiltrúaráðsins um prófkjör i nóv. var frestað tii 30. sept. n.k. E. Guðmundssonar kom fram, að mikil óvissa i stjórnmálum um lifdaga rikisstjórnar, og hvenær efnt verði til kosninga, mæli með þvi, að prófkjör fari fram með fyrra fallinu. Auk þess taldi hann og fleiri að slæm reynsla væri af þvi hve seint prófkjör vegna borgarstjórnar- kosninga á þessu vori fór fram. Aðrir töldu að þetta væri of snemmt. Hugsanlegt væri að núverandi rikisstjórn hygist reyna að sitja full fjögur ár, eöa fram i byrjun desember 1983. Þetta þykir álitamál meðal lög- fræðinga og skiptast þeir i tvo hópa i afstöðu sinni. Sumir segja að fara beri eftir ákvæðum kosningalaga, um að Framhald á 2. siðu Óskar Vigfússon, form. Sjómannasambands íslands: Sameiginlegt skipbrot sem leysa verður í sameiningu „Þeir hafa ekki sett neinar ákveðnar kröfur enn þá, en við höfum aiitaf veriö hræddir við að þeir færu fram á fiskverðs- liækkun framhjá skiptum. Eg veit ekki hvort það verður i kröfum þeirra, en við höfum loforð frá forsætisráðherra og reyndar sjávarútvegsráðherra einnig að slikt verði ekki og það nægir okkur”, sagði Öskar Vigfússon þegar Alþýðublaðið hafði sam- band við hann. Ctgcrðarmenn hafa list þvi yfir aö oliuverðs- lækkun til fiskiskipa og skulda- breytingar dugi engan veginn til að bæta stöðu útgerðarinnar. Óskar var spurður hvort hann vissi til þess að útgerðarmenn meintu með þessu að fiskverðshækkun framhjá skiptum væri nauösyn- leg. ,,1 sumar og i haust voru þessi atriði til umræðu og við höfum boðiö fram okkar aðstoð við að leysa vanda útgerðarinnar þannig að það verði ekki á kostn- að sjómanna. Við höfum bent á oliuverðið, hversu óeðlilega hátt það er hérlendis og satt að segja er verðmyndunarkerfi oliunnar mér óskiijaniegt og reyndar svo flókið að heita má tortryggilegt. Það má lengi deila um hver eigi sökina á því ástandi sem upp er komið, hvort um er að kenna út- gerðarmönnum, stjórnvöldum eða einhverjum öðrum. Mér finnst a.m.k. skritið þegar verið er að kaupa skip sem fyrirfram er borðleggjandi að borga sig engan veginn. Það sem ég vil undirstrika er að hér er á ferðinni sameiginlegt skipbrot. Skipbrotið hefur riðiö yfir okkur öll og við þurfum að leysa, þetta einhvern veginn saman”. Ég hef verulegar áhyggjur yfir stöðvun fiskiskipaflotans og við höfum varað við afleiðingunum, hún bitnar f.o.f. á þeim sem minna mega sin, undirmönn- unum. Ahrifanna gætir ekki strax, ekki fyrr en i næstu viku, svo þaö er i sjálfu sér i lagi að Stéingrimur hafi skroppið frá, ég geri ráð fyrir að hann hafi ein- hverja taktik” i gangi og maöur kemur i manns stað. Varla er hann að stofna framtið sinni gagnvart kjósendunum i hættu. Hvað útgerðamenn munu fara fram á kemur siðar i ljós, en ég , vona að þeir vilji ekki ráðast á ! hlutaskiptakjörin. Það spilar náttúrulega verulega inn i hvernig fiskiskipaflotanum er öðruvisi háttað hvaö eignarhald og annað snertir hér á landi. Er- lendis eru oftast skýr skil á milli útgerðaraðila og fiskvinnslufyrir- tækja. Einnig er viöast hvar frjáls verðmyndun við fisksölu. En hér á landi má ætla aö um 80% af flotanum sé i eigu fiskvinnslu- fyrirtækjanna sjálfra. Þvi er það kannski eölilegt út af fyrir sig að útgerðaraðilar fari fram á fisk- verðshækkun framhjá skiptum. Ef fiskverðshækkun er 20% og aö- eins 10% kemur til skipta fyrir sjómenn kemur 10% aukalega til útgeröar, en um leið til fisk- vinnsiunnar, sem sagt i sitt hvorn vasann þá er um að ræða að sam- eiginlegur aðili losnar við að Framhald á 2. siðu --RITSTJORNARGREIN—------- Maðurinn sem barst til Amsturdamms fjarstæda” „Þessar fullyrðingar alþýðu- bandalagsmanna um ódrengileg vinnubrögð og fleira i þeim dúr eru algerlega tilefnislausar. Þeir hafa nú ákveðið að slita sam- starfinu vegna þess að ekki var gcngið að kröfum þeirra um ráðningu bæjarstjóra, en ég tel að við höfum fengið alveg prýðis- mann i það starf. Ingimund Sigurpálsson. Ég tel að allir ættu að geta sætt sig við þá ákvörðun, cnda hafa þeir alþýðubandalags- menn tekið það fram, að ákvörðun þeirra beinist ekki gegn hinum nýja bæjarstjóra”. Þetta sagði Guðmundur Vésteinsson, bæjarfulltrúi á Akranesi i gær, þegar hann var spurður álits á þeirri ákvörðun alþýðubanda- lagsmanna á Akranesi að slita samstarfi þvi sem flokkurinn hefur átt við krata og sjálfstæðis- menn um stjórn bæjarmála. „Allt tal um ódrengileg vinnu- brögð er hrein fjarstæða”, sagði Guðmundur Vésteinsson. „Farið var yfir umsóknir umsækjenda, en þess má geta, aö helmingur umsækjenda óskaði eftir nafn- leynd. Alþýðubandalagið setti fram kröfu um, að Rúnar Jó- hannsson yröi ráðinn bæjarstjóri en það var engin leið að ná sam- stöðu um hann. Þeir voru hins vegar ekki til viðræðu um aðra umsækjenddur. Þaö var farið að dragast úr hömlu að taka, ákvörðun um ráðningu nýs bæjarstjóra og niðurstaðan varð sú, að ráða Ingimund Sigurpáls- son i starfið. En hverjar verða afleiðingar þess, að Alþýðubandalagiö hefur nú gengið úr sarnstarfinu? „Þaer verða sáralitiar segir Guð- mundur Vésteinsson. Þessi ákvörðun þeirra alþýðubanda- lagsmanna er tóm vitleysa og engin ástæða til að vera að gera eitthvert mál úr þessu”, sagði Guðmundur Vésteinsson að lokum. í bæjarstjórn Akraness sitja niu bæjarfulltrúar, þar af hafa sjálf- stæðismenn og alþýöuflokksmenn enn 5 fulltrúa, en framsókn og allaballar hafa fjóra. Meirihlut- inn stendur þvi enn, en fulltrúi Al- þýðubandalagsins hefur sagt sig úr bæjarráði og taldi Guðmundur Vésteinsson i gær það eðlilega ákvörðun i framhaldi af ákvörðun flokksins um að ganga úr sam- starfinu. Frá þvi er greint á bókum, er Jón Hreggviösson barst til staðarins Amsturdamms við lónið mikla, sem verður inn i Holland. Annar maður Islenskur hefur nú borist til Hollands, þvi Stein- grimur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið flugið til Amsturdamms við lónið mikla, en ekki fer sög- um af þvi, að hann hafi dregið arnsúg i fluginu, fremur en fyrri daginn. Sjávarútvegsráðherra íslend- inga flýgur til Hollands, þegar meiri vandi steðjar aö I islensk- um sjávarútvegi en nokkru sinni fyrr. Sjávarútvegsráöherra og for- maður Framsóknarflokksins flýr til Amsturdamms, þegar við blasir stöðvun fiskveiðiflota Islendinga, og atvinnuleysis- vofan vomar i sjónmáli þúsunda launamanna i landi. Þá. og ein- mitt þá, telur formaöur Fram- sóknarflokksins ástæðu til að taka sérorlof á þvi mjúka landi, Hollandi. Þegar Guðmundur J. Guð- mundsson, þingmaður Alþýðu- bandalagsins og formaöur Verkamannasambands tslands, var viðs fjarri, er flokksbræður hans, Svavar, Ragnar og Hjör- leifur, sátu við að semja það sem á máli Einars Olgeirssonar og Sigfúsar Sigurhjartarsonar hétu þrælalög og þvingunarlög, sagði Steingrimur Hermanns- son um Guðmund, að það yrði hver að ráða sinum næturstað. 1 samræmi viö þá yfirlýsingu hefur formaöur Framsóknar- flokksins nú valiö sér næturstað i Amsterdam, meðan vanda- málin hrúgast upp hér heima. Raunar ætlast ekki nokkur maður til þess, að formaður Framsóknarflokksins leysi vanda af einu eða öðru tagi. Ferill hans á ráðherrastóli hefur langtum frekar einkennst af hinu gagnstæða. 1 embætti sjávarútvegsráðherra hefur honum tekist að skapa margfalt fleiri vandamál en hann hefur borið gæfu til að leysa. Hin hrikalegu dæmi um það eru mý- mörg. Það þarf ekki að minna lands- menn á, hvernig Steingrimur Hermannsson gekk þvert á til- lögur fiskifræðinga um loönu- veiðar með alkunnum afleið- ingum. A sama veg hefur hann ráðstafað þorskaflanum með öðrum hætti en fiskifræðingar lögðu til. Togarainnflutningur Steingrims Hermannssonar er svo sérstakur kapituli Is- lenskrarsjávarútvegssögu, sem skapað hefur islenskri útgerð og sjómönnum stórfelldari vanda en nokkurt annað verk af mannavöldum. Alþjóö er þá ekki siður kunn afrekasaga formanns Fram- sóknarflokksins i flugmálum, þar sem Iscargo-málið svo- nefnda ber hæst, — eða eigum við að segja lægst? Ferill Stein- grims Hermannssonar á valda- stóli er með endemum. Hug- myndir hans um rétt og rangt halda áfram að koma á óvart. Margir hafa haft á orði eftir embættisrekstur Framsóknar- formannsins að undanförnu, að honum væri sæmst að segja af sér. Þaö er hins vegar til allt of mikils mælst. Nú er svo komiö, aö margumtalað velsæmi og heiðarleiki I störfum er eins fjarlægt Framsóknarflokknum og Steingrimi Hermannssyni eins og A-ið er O-inu i stafrófinu. Það skiptir auðvitað engum sköpum fyrir islenskt efnahags- lif eöa gang mála hér, hvar for- maður Framsóknarflokksins velur sér næturstað. Það verður ekki einu sinni um hann sagt, að hann sé áberandi vegna fjar- veru sinnar. En þegar á hólm- inn kemur þá verða stjórnmála- menn, kannski umfram alla aðra, aö una hinum gamla is- lenska málshætti, að enginn ræður sinum næturstað. Bæta mætti við: og allra sist Stein- grimur Hermannsson, eftir dæmalausan ráðherraferil. eg Guðmundur Vésteinsson bæiarfulltrúi Akranesi: „Allt tal um ódrengileg vinnubrögð er hrein

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.