Alþýðublaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.10.1982, Blaðsíða 1
alþýöu- Laugardagur 9. október 1982 150. tbl. 63. árg. • Tímaritstjóri tapar áttum. • Vanhugsun eða valdhroki. $já • Verðhækkunum mótmælt. U? Tilhæfulaus fréttaflutningur Morgunblaðsins og Þjóðviljans: Þingflokkur Alþýðuflokksins er andvígur bráðabirgðalögunum — Rætt við Kjartan Jóhannsson formann Alþýðuflokksins „Pað kom ótvírætt fram á þing- flokksfundi Alþýðuflokksins, vegna fréttaflutnings Morgun- blaðsins og Þjóðviljans um hugsan- legan stuðning einstakra þing- manna Alþýðuflokksins við bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar, að þessi fréttaflutningur er tilhæfulaus með öllu,“ sagði Kjartan Jóhanns- son formaður Alþýðuflokksins í samtali við Alþýðublaðið í gærdag, að afloknum fundi þingflokks Al- þýðuflokjcsins. Síðan sagði Kjartan: „Sú afstaða þingflokksins er óbreytt, að hann er andvígur nefndum bráðabirgða- lögum." Kjartan bætti því við, að vita- skuld kæmi afstaða Alþýðuflokks- ins til efnahagsmálanna fram í um- ræðum og tillöguflutningi á þingi, þegar þau mál væru þar til umfjöll- unnar. „Við munum þar leggja fram okkar tillögur og skoðanir, sem hafa raunar þegar komið fram í málflutningi okkar Alþýðuflokks- manna.“ Kjartan Jóhannsson sagði að þeir þingflokksfundir, sem haldnir hefðu verið fimmtudag og föstu- dag, væru til þess að undirbúa þau mál, sem flokkurinn kæmi til með að beita sér fyrir á þinginu í vetur. „Þar voru auðvitað líka til athug- unar ýmis atriði sem varða efna- hagsmálin," sagði formaður Al- þýðuflokksins. Kolbeinn Friðbjarnarson formaður verkalýðsfélagsins á Siglufirði: „Stjórnarfundur í Síldar- verksmiðjunum mun taka afstöðu til mótmæla okkar” Kolbeinn Friðbjarnarson, for- maður Vöku. „Það verður fundur hjá stjórn Síldarverksmiðju ríkisins þann 18. október, eftir því sem ég hef komist næst, og þá mun stjórnin verða að taka afstöðu til bréfs sem verkalýðsfélagið hérna á Siglufirði hefur ritað henni“. Þetta sagði Kol- beinn Friðbjarnarson, formaður verkalýðsfélagsins á Siglufirði í gær, þegar Alþýðublaðið innti hann eftir frekari aðgerðum verka- lýðsfélagsins vegna uppsagna þriggja starfsmanna nýverið. Ekk- ert hefur nú gerst í heila viku í þessu máli, þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. Við spurðum Kolbein Friðbjarnar- son í gær, hvort þessi vinnubrögð framkvæmdastjórnar á Siglufirði að segja upp elstu starfsmönnum sínum og hóta fólki brottrekstri fyrir mótmæli yrðu látin líðast. „Auðvitað teljum við þetta alveg óviðunandi. Við munum ekki líða þessi vinnubrögð. Þeir munu ekki fá að humma þetta fram af sér með biðinni. En ég vil í lengstu lög vona, að stjórn fyrirtækisins breyti þessum ákvörðunum, sem ég vil kalla geðþóttaákvarðanir. Og ég ætla að vona, að stjórnin sé á öðru máli en framkvæmdastjórinn. Nú hefur það komið fram, að stjórnarmenn eru ekki allir reiðu- búnir að fordæma þessar upp- sagnir, t.d. virðist formaður stjórnar á þeirri skoðun. Ertu samt bjartsýnn á, að uppsagnirnar verði, afturkallaðar? „Já, ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta í stjórninni. Við verðum að bíða og sjá hver niður- staða verður af þeim stjórnarfundi. Ég ætla að vona í lengstu lög, að stjórnin sé á öðru máli en framkvæmdastjórinn um þessar geðþóttaákvarðanir og leysi þetta að siðaðra manna hætti.“ Tillaga Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn Allir flokkar hafi fulltrúa í borgarráði „Sýnir meira frjálslyndi, en ég hefði búist við af ihaldinu”, segir Sigurður E. Guðmundsson, borgarfulltrúi „Ég er ákaflega ánægður með þessa tillögu þeirra sjálfstæðis- manna og ég verð að segja alveg eins og er, að hún kom mér talsvert á óvart", sagði Sigurður E. Guð- mundsson, borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins í gær í samtali við Al-i þýðublaðið. Tilefnið var það, að sjálfstæðismenn í borgarstjórn Iögðu í fyrrakvöld fram tillögu um breytingu á samþykktun borgar- stjórnar, þannig að hér eftir eiga flokkar þeir, sem ekki náðu kjöri í borgarráð, þess kost að tilnefna fulltrúa í ráðið. Þetta er staðfesting á þeirri heimild, sem fulltrúar framsóknar og krata náðu fram í sumar, þegar þeir fengu rétt til að hafa fulltrúa í borgarráði með áheyrnar og tillögurétti. „Ég lýsti því yfir í umræðunum í borgarstjórn, að ég styddi þessa til- lögu, enda er hún í fullu samræmi við skoðanir okkar fyrrverandi meirihlutamanna í borgarstjórn“, Framh. á bls. 2 Karvel Pálmason hefði yfir launafólk í landinu strax í kjölfar bráðabirgða- laganna. „Mér fannst nauð- synlegt að Alþýðusambandið tæki á þessu máli og við.Jón Helgason lögðum því þunga áherslu á, að miðstjórn ASÍ ályktaði um málið og m'ótmælti harðlega verðhækkunum, auk þess að ítreka andstöðu sína gagnvart skerðingarlöguin ríkisstjórnarinnar," sagði Karv- el Pálntason. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins: Út í bláinn að af fækkuninni verði ekki Bændum tryggt fullt verð 1. desember „Það er út í bláinn að ekki verði af fækkuninni í haust. Það er að vísu ekki farið að slátra fullorðnu fé enn víðast hvar, en undirbún- ingur er í fullum gangi og fjöldi manna hcfur haft samband við okkur og ætla að fækka“ sagði Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Alþýðublaðiö hafði samband við Gunnar vegna ummæla Hall- dórs Guðmundssonar, stöðvar- stjóra SS á Selfossi, í DV í gær um að sennilega yrði ekkert af sauðfjárfækkuninni í haust. Halldór segir* undirtektir bænda dræmar og málið í heild í lausu lofti. Gunnar var spurður um hvað væri óljóst í málinu. „Sauðfjárfækkunin takmark- ast auðvitað af fjárveitingunum og því hvaða bændur vilja taka þátt í fækkuninni og svo spilar inn í að við vitum ekki enn hvaða verð fæst fyrir kjötið. En marK- visst er unnið við að koma í kring hagstæðum sölum, en bændum hefur verið tryggt fullt verð miðað við verðlag i. desem- ber. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að fækkunin muni nema ná- Miðstjórn ASf mótmælir stórfelldum verðhækkunum á síðustu vikum:! 18% HÆKKUN MATVÆLA FRA ÞVl I AGÚST A fundi miðstjórnar Alþýðu- sambands Islands, sem haldinn var í dag, var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „A síðustu vikum hafa stór- felldar verðhækkanir dunið yfir íslenskan almenning. Að ósk Al- þýðusambands íslands hefur Verðlagsstofnun kannað þá hækkun sem þegar er fram komin frá því vísitala framfærslu- kostnaðar var síðast reiknuð í byrjun ágúst. Sú könnun sýnir að matvæli hafa hækkað um yfir 18% nú þegar. Miðstjórn Alþýðusambands fslands mótmælir þeirri skriðu verðhækkana, sem skollið hefur yfir af auknum þunga eftir setn- ingu bráðabirgðalaganna í ágúst- mánuði. Miðstjórn Alþýðusambands- ins lýsir því yfir, að hún telur það siðferðilega skyldu stjórnvalda að sjá svo um, að sérstaks að- halds sé gætt í verðhækkunum á yfirstandandi verðbótatímabili, einkum varðandi opinbera þjón- ustu, þar sem bráðabirgðalögin kveða á um að einungis skuli greiddar hálfar verðbætur 1. des- ember nk. Miðstjórnin lýsir ábyrgð á hendur stjórnvöldum í þessu efni og minnir um leið á, að með setn- ingu bráðabirgðalaganna var gef- ið tilefni til þess að verkalýðsfé- lögin segðu upp kjarasamn- ingurn. Miðstjórnin ítrekar í þessu sambandi ályktun Alþýðu- sambandsins í kjölfar bráðabirgðalaganna, um að verkalýðshreyfingin áskildi sér þá allan rétt til aðgerða í kjölfar lagasetningarinnar. “ „Fannst nauðsynlegt að miðstjórnin tæki á málinu,” — segir Karvel Pálmason, sem var i miðstjérn ASÍ ásamt Jðni Helgasyni Það var að frumkvæði Karv- els Páimasonar og Jóns Helga- sonar formanns Einingar á Ak- ureyri, sem báðir sitja í mið- stjórn Alþýðusambands ís- lands, að ASÍ óskaði eftir því við Verðlagsstofnun, að hún kannaði sérstaklega þær verð- hækkanir, sem dunið hafa yfir íslensku þjóðina frá því í ágúst. Þeir Karvel og Jón komu því til leiðar að hagdeild ASÍ fékk málið í hendur til athugunar og hún leitaði síðan til Verlags- stofnunar. Á miðstjórnarfundi Alþýðusambandsins í síðustu viku lögðu Karvel og Jón fram tillögu um þessi ntál, en þá var beðið um frestun, vegna þess að öll gögn lægju þá ekki fyrir. Karlvel og Jón féllust á þessa frestunarbeiðni, og málið var síðan afgreitt á miðstjórnar- fundinum á fimmtudaginn eins og kunnugt er og þá með öllum greiddum atkvæðum. í samtaii við Alþýðublaðið sagði Karvel Pálmason að hon- um hefði ofboðið sú verð- hækkunarskriða sem dunið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.