Alþýðublaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.02.1983, Blaðsíða 1
alþýðu Laugardagur 5. febrúar 1983 .*v-r 5?il 19. tbl. 64. árg. Miklar verðhækkanir undanfarið:_ Rafmagn, sími, póstburðar- gjöld og heita vatnið hækka langt umfram síðustu hækkanir launa BorgarfUttrúj Alþýðuflokksins sat hjá við afgreiðslu Landsvirkjunarsamningsins ekki þátt í undirbúningi að þessu lagafrumvarpi um Landsvirkjun, hvorki í smáu né stóru og við átt- um ekki fulltrúa í þeirri viðræðu- nefnd þriggja aðila; þe. Reykja- víkurborgar, Akureyrar og ríkis. Síðan kemur til undirritunar þessa þriggja aðila og þá hefur okkur ekki á neinu stigi verið kynnt efni samningsins. Hinir flokkarnir í minnihlutanum, Alþ- ýðubandalag og Framsókn hafa báðir átt menn í þessurn viðræðum og fylgst náið með framvindu málsins. Á þeirn grundvelli hafa þeir síðan mótað Sigurður E. Guðmundsson „Við Alþýðuflokksmenn eigum engan þátt í tilurð þessa samnings” - „fengum ekki að kynna okkur efni hans”- — segir Sigurður E. Guðmundsson Þegar Landsvirkjunarsamn- ingurinn svokallaði kom til af- greiðslu í borgarstjórn Reykja- víkur á fimmt udagsk völd, sat Sig- urðurE. Guðmundsson, borgar - fulltrúi hjá við atkvæða- greiðsluna. Alþýðublaðið hafði í gær samband við Sigurð E. Guð- mundsson og spurði hann á hverju afstaða hans til samnings- ins byggðist. „Skýringin á því að ég sat hjá við afgreiðslu þessa máls er ein- faldlega sú, að okkur alþýðu- flokksmönnum var ekki gefinn neinn kostur á því að fylgjast með gerð þessa sainnings. Við tókum afstöðu sína. Ég get sagt það eftir að hafa kynnt mér málið á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að ég fékk þetta efni í hendur að það er sitthvað í samningnum sem við jafnaðarmenn vildum hafa á annan veg, en við áttum ekki nokkurn þátt í tilurð þessa plaggs og áttum þess heldur ekki kost að fylgjast með framvindu viðræðna. Upplýsingar um svo vetgamikil mál voru þannig allt ol seint fram komnar og þess vegna ekki um annað að gera fyrir mig en að sitja hjá við aígreiðsluna“ sagði hann. Miklar verðhækkanir hafa kom- ið til framkvæmda á síðustu dögum og er það einkennandi eins og fyrri daginn að verðhækkanir cru langt umfram síðustu launahækkanir í desember, sem voru tæplega 8%. Af nauðsynjum sem mestu munar fyrir almcnnt launafólk má nefna póst og símagjöld, heita vatnið, raf- magnið, auk þess sem öll þjónusta Reykjavíkurborgar hefur verið stórhækkuð, jafnvel umfram áætl- aða þörf í fjárhagsáætlunum borg- arinnar. Póst- og símamálastofnunin fékk á síðustu dögum heimild til að hækka sína þjónustu um 14% þ.e. um það bil tvöfalda kauphækkun í desember. Símaþjónustan hækk- aði nú um mánaðamótin um þessa tölu en verð póstþjónustu hækkar samsvarandi 1. mars. Stofngjald síma er nú komið í hátt í þrjú þús- und með söluskatti og er þá ekki með í dæminu kostnaður vegna talfæranna sjálfra og uppsetningu þeirra. Umframskrefin hækþa úr 80 aurum í 91 eyri og afnotagjald af heimilissíma hækkar á ársfjórðungi úr 339 krónum í 387. FÍutnings- gjald milli húsa á sama gjaldsvæði hækkar úr 1046 krónur f 1193. Við þessi síðastnefndu gjöld bætist síð- an söluskattur. .Veitustofnanir fengu einnig fram hækkun á töxtum sínum í vik- unni. Gjaldskrá Rafmagnsveitunn- ar hækkaði um rúm 21% en gjald- skrá Hitaveitu um 18,5%. Þess ber að geta, að þessar þjónustustofn- anir borgarinnar höfðu farið fram á miklu meiri hækkanir eða 32,2% til hitaveitu en 28% til rafmagns- veitunnar. Forstjórar orkustofn- ana bæjarfélaga rétlæta hækkun á töxtum sínum nú með því að Landsvirkjun hafi fengið mikla hækkun nýlega, en taxti hennar til almenningsveitna hækkaði 1. fe- ibrúar um 29%. Sú hækkun heildsöluverðs þýðir engu að síður „aðeins" 16.5% kostnaðarauka t.d. hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur að mati Iðnaðarráðuneytisins. Fyrir utan þessar hækkanir má minna á að Reykjavíkurborg hefur nýlega hækkað mjög gjöld þjónust- ustofna sinna, svo sem sundlauga, strætisvagna, gjalda fyrir dagvistun á dagheimilum og leikskólum. Vakin er athygli á því að allar þessar hækkanir nú koma nú fram rétt áður en vísitöluhækkun launa verður hinn 1. mars n.k. og taka þannig fyrir fram þá launahækkun sem þá verður. Ólafur G. Einarsson Ólafur G. Einarsson, þingflokks - formaður Sjálfstæðisflokksins, þegar Alþýðublaðið spurði hann hvort stjórnarandstöðuarmur flok- ksins væri einhuga um að fella bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnr. Sem kunnugt er hefur Sigurlaug sagt í samtali við Alþýðublaðið að hún teldi hæpið að fella bráða- birgðalögin, en atkvæðagreiðsla um þau fer væntanlega fram næst komandi mánudag. Sjálfstæðis- menn í stjórnarandstöðu hafa verið mjög tvístígandi í afstöðu sinni til þeirra og meðal annars munu þeir hafa boðið stjórninni að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna gegn því að samið yrði um kosningar og kjör- Ölafur G. Einarsson, form þingflokks Sjálfstæðisflokksins „Sigurlaug með yfir- lýsingar í véfréttastiT — veit ekki annað en að i fullu gildi sé það sem við sjálfstæðismenn í stjómarand- stöðu höfum sagt um bráðabirgðalögin „Ég veit ekki annað en að í fullu gildi sé það sem við Sjálfstæðis- menn í stjórnarandstöðu höfum sagt um bráðabirgðalögin, um að við séum á móti þeim. Sigurlaug Bjarnadóttir hefur verið með yfirlýsingar í véfréttarstíl, en ég veit ekki nánar um það“ sagði Alþýðuflokkurinn mótmælti um- framhækkun dagvistargjalda Á borgarstjórnarfundi á fimmtu- dag s.l. var rætt um hækkun á vist- gjöldum á dagheimilum og leik- skólum borgarinnar, en eins og kunnugt er notuðu borgaryfirvöld sér það að hækka þessi gjöld 50% umfram fjárhagsáætlun. Sigurður E. Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðuflokksins mótmælti harðlega þessum aukaá- lögum, sem liann kallaði „skatt- lagningu á barnafólk“ í Reykjavík- urborg. Aðrir fulltrúar minnihlut- ans í borgarstjórn gagnrýndu einn- ig meirihlutann fyrir að fara þarna langt fram úr sínum eigin fjárhags- áætlunum, sem þeir hefðu sam- þykkt fyrir nokkrum vikum. Sigurður E. Guðmundsson lét færa til bókar á fundinum, að al- þýðuflokksmenn mótmæltu harð- lega þessum hækkunum. í gildandi fjárhagsáætlun hefði 10% hækkun verði lögð til grundvallar og hefði hún því átt að vera fullnægjandi. Þessi hækkun nú væri langt um- fram það og því bæri að líta á hana Frh. á bls 3 Stofnun áhugafélags um i kjor- dæmamálinu í undirbúningi í undirbúningi er stofnun áhugafélags um hagsmuni dreif- býlisins í kjördæmamálinu og að sögn Svcins Benónissonar, for- manns nýstofnaðs Alþýðuflokks- félags á Hvammstanga, ríkir mik- ill áhugi meðal landsbyggða- manna á landinu öllu fyrir stofn- un félagsins. Sagði Sveinn að veð- ur og færð hefði tafið fyrir form- legri stofnun, en fyrirhugaður væri umræðufundur f lok febrúar á Akureyri og reikna mætti með greinargerð frá aðstandendum um stefnu félagsins á næstunni. „Áhuginn er mikill og ég reikna með að menn komi úr öllum kjör- dæmum á fundinn og við höfum boðið öllurn þingmönnum. Sennilegast verða svo sérstakir fundir á Austfjörðum og Vest- fjörðum. Það er okkur mikið kappsmál að þingmennirnir fari ekki að rusla kjördæmamálinu í gegn án þess að um það hafi farið ítarleg umræða. Við erum hrædd- ir um að svo kunni að fara. Formleg stefnuskrá hefur ekki verið samin, en það liggur í aug- um uppi að efst á blaði er sá vilji okkar að samkomulag í kjör- dæmamálinu hafi ekki í för með sér að ísland hverfi frá því að vera lýðveldi en upp komi í staðinn borgríki e.k. lénsskipulags. Fræðimenn hafa bent á að ef dreifbýli haldi ekki sinum mis- mun þá víkur lýðræðið fyrir stjórn borgarkjarna. Ef landsbyggðin heldur ekki þessum mismun og þingmenn hennar fækka eitthvað að ráði, þá gefur auga Ieið að við tekur fólks- flótti til þéttbýlisins, þar sem hús- næðísleysi er mikið fyrir.“ Að sögn Sveins nær áhuginn fyrir þessum sjónarmiðum út fyr- ir öll flokkamörk. lnnan Sjálf- stæðisflokksins og Frantsóknar- flokksins væru þessi sjónarmið stcrk og af öðrum þingmönnum mætti nefna að Karvel Pálmason og Helgi Seljan væru miklir áhugamenn um stofnun félagsins. dag. Olafur vildi ekki tjá sig nánar um bráðabirgðalögin, en aðspurður um þau ummæli Sigur- laugar að sérframboðið á Vest- fjörðum væri sameiningarlisti sagði hann að það væri af og frá. „Ég er alls ekki sammála þessu. Þegar unnið er að framboði tveggja Sjálfstæðisflokkslista í kjördæmi er það auðvitað sundrung en ekki sameining." Hvers vegna var Sigurlaug ekki á lista uppstillingarnefndarinnar? „Ég er ekki rétti maðurinn til að svara því, en ég veit ekki betur en að það hafi einfaldlega ekki komið frarn tillaga um að hafa hana á li- stanum. Þarna var tekin ákvörðun með lýðræðislegum hætti og ég get lítið sagt um óánægju einstakra manna. Nú blossar upp slík óánægja í hverju kjördæminu á fætur öðru innan Sjálfstæðisflokksins. Getur þú með góðri samvisku sagt að Sjálfstæðisflokkurinn niuni ganga heill og óskiptur til næstu kosn- inga? „Ég læt í ljds þá von að svo geti orðið, en vissulega eru til staðar vissir þættir sem enn hafa ekki ver- ið gerðir upp og þá á ég sérstaklega við afstöðuna til ríkisstjórnarinnar. Það er ekki endanlega búið að ganga frá framboðslistum kjördæ- ntanna, nema á Vestfjörðum og við bíðurn eftir ákveðnum athöfnum sem leitt geta af sér að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi eina og sömu af- stöðuna til ríkisstjórnarinnar. Ekki búið að ganga endanlega frá framboðslistunum segir þú. Þýðir það að ef Sjálfstæðismenn ív stjórn skipti ekki um skoðun þá kunni að koma til breytinga á listunum, t.d. á Vesturlandi og Norðurlandi vestra? „Það gefur auga leið að þeir þurfa að koma til móts við þing- flokk Sjálfstæðisflokksins með ein- hverjum hætti og meðan það er ekki gert er ástandið ekki nógu gott. Eg skal ekkert unt það segja hvort breytingar kunni að vera gerðar á listunum, en eftir stendur að stjórnarliðar úr Sjálfstæðisflok- knum verða að koma til móts við þingflokkinn“ sagði Ólafur. Alþýðublaðið hafði einnig sam- band við Geir Hallgrímsson, form- ann Sjálfstæðisflokksins, en hann vildi engu við málið bæta. Bæjarsjóður Vestmannaeyja getur ekki greitt laun: TENGIST ERFIÐRI STÖÐU ÚTVEGSBAN KANS Fram kom í dagblaðinu Tíma- num í gær, að bæjarsjóður Vest- manneyja gæti ekki lengur staðið í skilum með laun bæjarstarfs- manna. Höfðu þeir nú í vikulok ekki fcngið útborguð laun og mót- mælti starfsfólk á bæjarskrifstof- um þessu harðlcga og veitti bæjaryfírvöldum frest til mánu- dags til að gera upp launin. Við þetta bætist síðan, að bærinn hef- ur ekki greitt ýmsum lánadrottn- um sínum víxla og reikninga í síð- asta mánuði, þannig að ýmsir kröfuhafar eru farnir að ókyrrast vegna þessara vinnubragða. Mjög slæm staða mun nú vera skv. heimildum blaðsins á rck- starreikningi og mikill yfirdrátt- ur á bankareikningi Bæjarins hjá Utvegsbankanum. Alþýðublaðið leitaði í gær skýringa á þessari slæmu fjár- hagsstöðu bæjarins og segja heimildarmenn bláðsins, að fjár- hagsvandi bæjarsjóðs tengist tals • vert erfiðleikum Útvegsbank- ans, en hann er eini bankinn í Vestmannaeyjum og hefur vart bolmagn til að sinna féþörf bæjarsjóðs eins og þörf er á. Það að auki kemur inn í þetta afar slæm fjármálastjórn bæjarfélags- ins frá því að meirihluti sjálfstæð- ismanna tók þar við á síðastliðnu sumri. Nefna heimildarmenn blaðsins það þessu til sönnunar að þetta sé í fjórða sinn nú sem bæjarsjóður greiðir ekki út laun á réttum tíma frá því að núverandi meirihluti tók við, en þá var öll fjármálastjórn sett undir bæjar- stjóra, en ekki ráðinn sérstakur fjármálastjóri eins og mörg bæjarfélög hafa gert á undan- förnum árujm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.