Alþýðublaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 1
alþýðu ."'1' li Æ ém Fimmtudagur 1. desember 1983 200. tbl. 64. árg. Nýtt fasteignamat í gildi dag: Hækkar um 57% að meðaltali Samanlagt matsverð allra eigna á landinu 141 milljaður Nýtt fasteignamat tekur gildi í eftir landshlutum. Á Suðvestur- dag fimmtudaginn 1. desember. Samkvæmt nýrri fasteingaskrá hækkar fasteignamat einstakra eigna til jafnaðar um SS.SVo. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar fasteignamat eigna að meðaltali um 57.0% en í öðrum landshluta hækkar matið um 47.0%. Þessar tölur gefa þó einungis til kynna meðalhækkun. Mat ein- stakra fasteigna getur hækkað meira eða minna þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta og sérstakra staðbundinna matsbreytinga. Til samanburðar má nefna að vísitala byggingarkostnaðar hækk- aði um 66.3% frá 1. okt. 1982 til sama tíma í ár og lánskjaravísitala um 88.4%. Samanlagt matsverð allra eigna á landinu er 141.0 milljarðar króna. Það er 57.9% hærra en á síðasta ári. Samkvæmt því koma tæplega tvær og hálf milljón króna í hlut hverrar fjögurra manna fjölskyldu. Endur- stofnverð allra eiena er 189.0 milli- arðaref útihúsum í sveitum er sleppt. Heildarmat einstakra tegunda af fasteignum er mjög breytilegt. íbúðarhús í þéttbýli eru metin á rúmlega88.0milljarða. Þaðer rúm- lega 62.0% af heildarmati á land- inu. Atvinnuhúsnæði og opinberar byggingar eru rúmlega 44.0 millj- arðar króna að mati. Það svarar til tæplega 32.0% af heildarmati. Mannvirki, ræktun og land sem notað er til landbúnaðar, svo og íbúðarhús í sveitum eru metin á 5,5 milljarða eða einungis 3.9% af heildarmati. Verðmæti eigna er mjög misskipt landi eru til dæmis um 71.0% af heildarverði allra fasteigna. Þetta hlutfall hefur farið hækkandi síð- ustu ár. Það skiptist þannig að í Framhald á 3. síðu íhaldið í Hafnarfirði: Vill ekki rekstur heilsugæslustöðvar Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, felldu tillögu minnihluta bæjarstjórnar þess efnis, að um næstu áramót verði tekinn upp rekstur heilsugæslu- stöðvar í stað læknamiðstöðvar, eins og gert er ráð fyrir í lögum um heilbrigðisþjónustu. Bæjarfulltrúar minnihlutans, Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Ósk Guðjónsdóttir (Alþýðu- flokkur) Markús Á. Einarsson (Framsóknarflokkur) og Rannveig' Traustadóttir (Alþýðubandalag) bentu á í umræðum, að athuganir heilbrigðisráðs hefðu leitt í ljós að þjónusta myndi aukast verulega til hagsbóta fyrir bæjarbúa, ef hið nýja heilsugæslukerfi yrði tekið upp og útreikningar heilbrigðisráðs hefðu einnig sýnt að kostnaðarauki vegna þessa yrði óverulegur eða enginn fyrir bæjarfélagið. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Óháðra borgara, sem skipa meirihluta bæjarstjórnar, vildu hins vegar ekki fara þessa leið. Þeir vildu fresta ákvörðun í málinu um óákveðinn tíma og fundu heilsugæslukerfinu flest til foráttu. Heilbrigðisráð hafði mælt ein- dregið með því að rekstur heilsu- gæslu yrði tekinn upp um næstu áramót og í ráðinu var einhugur um þessi mál, en þar sitja fulltrúar allra flokka. Sömuleiðis hafa læknar í Hafnarfirði eindregið hvatt til þess að breytt yrði yfir í heilsugæslu- kerfið. Niðurstöður urðu þær að bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Óháðra beittu meirihlutavaldi sínu og felldu tillögu minnihlutans og gengu þar með þvert ofan á afstöðu sinna eigin flokksmanna í heil- brigðisráði. Hingað til hafa verið greiddar verðbœtur á laun 1. des. Nú er það bannað! í dag, 1. desember, hefðu verðbætur átt að koma á laun samkvæmt gerðum samning- um þar um. En það gerist ekki vegna bráðabirgðalaga ríkis- stjórnarinnar frá því í vor. Verðbætur á laun hafa verið bannaðar um tveggja ára skeið. Verkalýðshreyfingunni er ekki heimilt að semja um einar eða neinar kauptrygg- ingar, þannig að kaupmáttur haldist þrátt fyrir verðlags- hækkanir. Verðbætur voru skertar 1. júni, ekki greiddar út 1. september og eru ekki greidd- ar út í dag. Verðbólga er mjög mikil, en þrátt fyrir það fær launafólk ekki laun sín hækk- uð, þrátt fyrir hækkanir verð- lags. Alþýðublaðið telur rétt og eðlilegt að minna á það, að í dag hefðu íslenskir launþegar átt að fá greiddar verðbætur á laun sín, ef ekki hefðu kömið til þrælalög ríkisstjórnarinn- ar, sem bönnuðu kjarasamn- inga, sem bönnuðu dýrtíðar- bætur, sem hafa skert kjör launafólks gífurlega og eru enn að skerða þau. Þessi hópur mótmœlti afnámi samningsrétarins og rikisstjórnin hefur látið W undan þeim eðlilega þrýstingi og tekið þann þátt út úr bráðabirgðalögunum. W Ennþá eru kjaraskerðingarákvaeðin þó inni i bráðabirgðalögunum. Launafólk fcer í engu bœtta þróun verðlagsins. Innkaupanefnd sjúkrastofnana telur sig geta lœkkað rekstrarkostnað í heilbrigðisgeiranum með hagkvæmari innkaup- um rekstrarvara. Stefnt að lœkkun rekstrarkostn- aðar í heilbrigðiskerfinu Innkaupanefnd sjúkrastofnana vonast til þess að með útboðum á ýmsum rekstrarvörum í heilbrigðis- kerfinu megi lækka allverulega rekstrarkostnað. Rekstur heilbrigð- iskerfisins er talinn vera um 2.800 milljónir á ári miðað við verðlag í dag. Gera má ráð fyrir að um 10% af því sé varið til kaupa á rekstrar- vörum eða lauslega áætlað 250 til 300 milljónir króna. Telur Inn- kaupanefnd sjúkrastofnana að þá upphæð megi lækka verulega með útboðum, ef stofnunum verði gert kleift fjárhagslega að standa við þá samninga, sem gerðir kunna að verða. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- — með aukinni hagkvœmni í innkaupum rekstrarvara ingu frá Innkaupanefndinni, en að þessu samstarfi standa sjúkrastofn- anir sem í dag eru með um það bil 75% af rekstrarkostnaði heilbrigð- iskerfisins á sínum vegum. Stofn- fundur Innkaupanefndarinnar var haldinn í síðasta mánuði og hann sóttu innkaupastjórar eða for- stöðumenn flestra sjúkrastofnana á Stór-Reykjavíkursvæðinu, svo og fulltrúar Innkaupastofnunar ríkis- ins, Innkaupastofnunar Reykja- víkurborgar og Lyfjaverslunar ríkisins. Innkaupanefndin hefur þróast í að vera frjáls samtök sjúkrastofn- ana um hagkvæmni í innkaupum á rekstrarvörum. Gert er ráð fyrir að allar sjúkrastofnanir í landinu geti notið þeirra viðskiptakjara sem Innkaupanefndin aflar. Fyrstu útboð nefndarinn hafa þegar verið auglýst og voru opnuð í gær. Þar var um að ræða útboð á pappírsvörum, þ.e. handþurrkum, salernispappír, eldhúsrúllum. Einnig hefur verið auglýst útboð á bleium á vegum nefndarinnar. Bœjarstjórn Hafnarfjarðar um stöðvun framkvœmda við Sólvang: Fulltrúar allra flokka lýsa furðu yfir ákvörðun Alberts G. Allir bæjarfulltrúar í Hafnar- firði, þar með taldir fimm bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, lýstu undrun sinni á þeirri ákvörð- un fjármálaráðherra, Alberts Guðmundssonar, að slá penna- striki yfir fyrri ákvarðanir ríkis- valdsins um framkvæmdir við viðbyggingu við Sólvang/heilsu- gæslu í Hafnarfirði. Þetta gerðist á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjud. Auglýst hafði verið útbbð vegna framkvæmdanna, enda hafði samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og heilbrigðisráðu- neytið gefið grænt ljós á bygg- ingaframkvæmdir. Það var síðan fjármálaráðherra, sem einhliða setti stopp á frekari framkvæmd- ir. Á nefndum bæjarstjórnar- fundi var eftirfarandi tillaga sam- þykkt einu hljóði: Bæjarstjórn lýsir furðu sinni á þessari ákvörð- un fjármálaráðherra og skorar á hann að kynna sér betur stöðu málsins og nauðsyn framkvæmd- ar þessarar, sem þegar er hafin með fullu samþykki viðkomandi aðila. Bæjarstjórn skorar enn- fremur á hæstvirtan fjármálaráð- herra að endurskoða afstöðu sína og bendir á að stöðvun fram- kvæmda á þessu stigi veldur vist- mönnum og starfsfólki Sólvangs miklum erfiðleikum og bæjar- félaginu fjárhagslegu tjóni“. Albert Guðmundsson var skammað- uraf flokksbrœðrum sínum íHafnar- firði á bœjarstjórnarfundi þar í bæ á þriðjudag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.