Alþýðublaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.12.1983, Blaðsíða 1
a ðu- UJ PllLl t Þriðjudagur 20. desember 1983 213. tbl. 64. árg. Harðar deilur um stjórnun fiskveiða: Meginlínur fiskveiðistefnu verða að liggja fyrir — segir Karvel Pálmason Svartasti bletturinn á fjárlögunum: Engin úrlausn fyrir fjölda þroskaheftra og fatlaðra Samband ungra jafnaðramanna: A fjárlögum þeim, sem verið er fyrir Reykjavik er gert ráð fyrir, að að samþykkja þessa dagana á Al- þurfi um 39 milljónir króna til að þingi íslendinga eru margir ljótir sinna brýnustu verkefnum á þessu blettir ef horft er á þau frá sjónar- miði samhjálpar og aðstoðar við litilmagnann í þjóðfélaginu. Hver hefði t.d. trúað því að samþykkja eigi á því herrans ári 1983 fjárlög, þar sem fé til Framkvæmdasjóðs öryrkja og fatlaðra hækkar aðeins um einn hundraðasta miðað við aðra framkvæmdasjóði. En þetta er staðreynd. Hækkun til Fram- kvæmdastjóðs öryrkja og fatlaðra er aðeins 0.1% á sama tíma og meðalhækkun til framkvæmda- sjóða á landinu verður um 11 %. Þetta gerist meðan tugir barna eru á biðlista um allt la.nd, bæði fjöl- fötluð börn og þroskaheft. í Reykjavík einni eru þannig 46 þroskaheftir einstaklingar, sem bíða eftir að komast inn á sambýli. sviði. Er þar gert ráð fyrir fram- kvæmdum við sambýli fyrir fjöl- fötluð börn og meðferðarheimili fyrir þroskaheft ungmenni. Ekkert verður hægt að gera fyrir þessi ung- Framhald á 3. síðu Harðar umræður stóðu í síðustu viku og um helgina um mörg þau stórmál, sem ríkisstjórnin lagði allt kapp á að hraða gegnum þingið fyr- ir þingslit. Mörg stór orð féllu um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórnun fiskveiöa, en mjög skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um þetta frumvarp. „Ég tel, að með því að samþykkja þetta frumvarp séum við í rauninni að afhenda sjávarút- vegsráðherra óútfylltan tékka. Hann geti eftir það stjórnað fisk- veiðunum að eigin vild. Ég vil því, að þetta frumvarp verði ekki sam- þykkt nema meginlínur í fiskveiði- stefnunni fyrir næsta ár liggi fyrir“, sagði Karvel Pálmason á laugardag í viðtali við Alþýðublaöið. Framhald á 3. síðu Þetta kom fram í máli Jóhönnu Sigurðardóttur á Alþingi í lok síð- ustu viku er hún ræddi um fjárlögin og gagnrýndi, hvernig staðið er að fjáröflun til mjög mikilvægra liða eins og Framkvæmdasjóðs öryrkja og þroskaheftra. í höfuðborginni einni bíða nú 46 þroskaheftir ein- staklingar eftir því að komast inn á sambýli eins og áður segir. Auk þess eru um 43 mjög fjölfötluð börn á aldrinum 1—11 ára, sem einnig bíða úrlausnar sinna mála. Ekki virðist í augsýn að nokkuð sé hægt að gera fyrir þau. í áætlun, sem gerð hefur verið „Mannréttindanefnd E1 Salvador verði tilnefnd til friðarverðlauna“ Það er mjög brýnt, að mann- réttindafólk í Mið-Ameríku fái allan þann stuöning sem (ýð- ræðisflokkar á Vesturlöndum geta veitt þeim. Við höfum hlust- að á boöskap fulltrúa Mannrétt- indanefndar El Salvador ár eftir ár og séð, hvernig tölur um pólí- tísk morð fara hækkandi mánuð eftir mánuð. Af fregnum iná ráða að hrein ógnaröld ríkir í El Salva- dor og margir félagar Mannréttin- danefndarinnar hafa verið drepn- ir, aðrir hafa horfið sporlaust og enn aðrir sitja í fangelsum. Þetta er eitt af fáum löndum í heimin- um, þar sem hjálparsveitir eru ekki óhultar og félagar í mann- réttindasamtökum eru beinlínis ofsóttir og þeir drepnir hver á fæt- ur öðrum. Við teljum, að ef íslenskir þingmenn taka hönduin sama um að tilnefna nefndina til friöarverðlauna, þá muni þaö í sjálfu sér auðvelda allt mann- réttindastarf í Mið-Ameríku og veita þeim félögum Mannrétt- indanefndar El Salvador, sem enn eru á lífi, aukna vernd í starfi sínu! Þetta sagði Snorri Guðntunds- son, formaður SUJ í viðtali við AB í gær en Samband ungra jafn- aðarmanna hefur hvatt íslenska þingmenn til að tilnefna Mann- réttindanefnd E1 Salvador til frið- arverðlauna Nóbels á næsta ári. Nefndin hefur áður verið tilnefnd til friðarverðlauna árið 1981 og 1982. Þá voru það ítalskir þing- menn í annað skiptið, en þing- menn á Spánarþingi í seinna skiptið. í ályktun, sem SUJ sam- þykkti um helgina eru mannrétt- indabrot í Mið-Ameríku harðlega fordæmd. Þar segir m.a. „Samband ungra jafnaðar- manna fordæmir þau miklu mannréttindabrot, sem eiga sér stað í Mið-Ameríku. Sérstaklega er ástandið alvarlegt í E1 Salva- dor, þar sem meira en fimmtíu Jólaverslunin með alminnsta móti Mikið skoðað en minna keypt Verslun fyrir jólin hefur verið með alminnsta móti, það sem af er. Straumur viðskiptavina í verslanir mun þó ekki hafa verið miklum mun minni en oftast áður; það sem breyst hefur, er að fólk einfaldlega skoðar nákvæmlega og ber saman verð, áður en keypt er, í miklu meira mæli en áður hefur gerst. Þetta er samdóma álit allra þeirra kaupmanna, sem Alþýðublaðið hafði samband við í gær. Var sama hvar borið var niður, hvort heldur var í bókaverslunum, hljómplötu- Landsvirkjun á erlendum lánamarkaði: 650 milljónir slegnar í Sviss í gær var undirritaður i Zúrich lánssamningur milli Landsvirkj- unar og Bank of America og fleiri erlendra banka vegna láns til Landsvirkjunar að fjárhæð 50 milljónir svissneskra franka eða um 650 milljónir króna á núver- andi gengi. Af hálfu Landsvirkjunar und- irrituðu samninginn þeir Davíð Oddsson, borgarstjóri og stjórn- armaður í Landsvirkjun, og Hall- dór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar. Lánstími er 10 ár. Fystu 7 ár lánstímans verða vextir 1,25% yfir 7 ára millibankavöxtum í Sviss eins og þeir verða við útborgun lánsins eftir áramótin, en þeir eru nú 6% p.a. Síðan verða vextir endurskoðaðir fyrir síðustu 3 ár lánstímans. Verður lánsfénu varið til að greiða upp eldri og áhagstæðari lán vegna virkjanaframkvæmda. verslunum, húsgagnaverslunum, gjafavöruverslunum o.s. frv. „Fólk hefur hreinlega minna fé handa á milli en áður og vill því verja þeim peningum skynsamlega. Fer því á milli verslana og athugar- vel sinn gang áður en keypt er“, voru orð eins verslunareiganda við Laugaveginn. Sumir kaupmenn töldu að veltan hjá þeim yrði mun mtnni um þesst jól en mörg undanfarin, en aðrir sögðust vera þeirra skoðunar, að kaupskriðan væri einfaldlega siðar á ferðinni nú en fyrr vegna fyrr- greindrar varkárni í innkaupum, en fólk myndi kaupa sínar jólagjafir eftir sem áðúr. „Jólabissnessinn er fyrst og fremst síðar á ferðinni og mín trú er sú að mikil alda ríði yfir nú þessa síðustu daga fyrir jól“, sagði einn bókaútgefandi í samtali við blaðið. Þá sögðu sumri viðmælendur blaðsins einnig að margir kúnnar hefðu haft á orði að þeir biðu þess eins að fá kreditkortin sín í hendur, svo þeir gætu gert sín jólainnkaup út á þau og ekki þurft að standa skil af þeim viðskiptum fyrr en í febrú- ar. „Við erum margir ekkert alltof hrifnir af þessum nýja viðskipta- máta“, sagði einn kaupmaður, „en getum ekki annað en fylgt með í þessu kreditkortaæði, hvort sem okkur líkar betur eða verr“. þúsund óbreyttir borgarar hafa verið drepnir af lögreglu, þjóð- varðliði og stjórnarher á síðustu fjórum árum. Samband ungra jafnaðarmanna minnir á, að við bak stjórnarherra í E1 Salvador styður eitt mesta herveldi heim, Bandaríkjastjórn. Hún fóðrar E1 Salvadorher á hergögnum sem notuð eru gegn almenningi í E1 Salvador. Samband ungra jafnað- armanna fordæmir hernaðarað- stoð við E1 Salvadorstjórn og beinir þeim tilmælum til stjórn- valda hér á landi, að þau þrýsti á stjórn Bandaríkjanna að hætta allri hernaðaraðstoð við stjórn- völd í EI Salvador og önnur ríki Mið-Ameríku, þar sem mannrétt- indi eru þverbrotin og mannslíf að engu virt. Samband ungra jafnaðar- manna bendir á, að fram hefur komið sú hugmynd, að islenskir þingmenn mæli með því að Mannréttindanefnd El Salvador fái friðarverðlaun Nóbels 1984. Nefndin hefur tvisvar áður verið tilnefnd til friðarverðlauna. Mannréttindanefnd E1 Salvador hefur unnið ómetanlegt starf á síðastliðnum fimm árum. Nefnd- in hefur kynnt mannréttindabrot í landinu á innlendum og erlendum vettvangi undanfarin ár. Stjórn- völd þola illa, að voðaverk hers og lögreglu séu kynnt almenningi. Því hafa þau ófsótt nefndarmenn. Nu er svo komið, að megnið af starfi nefndarinnar er unnið með leynd. Sex félagar nefndarinnar hafa verið drepnir, fjórir eru horfnir og tveir sitja í fangelsum. Tvö síðustu voðaverk á hendur félögum Mannréttindanefndar- innar hafa vakið óhug meðal mannréttindafólks um allan heim. Marianella García- Villas var pyntuð og drepin í herskólan- um í San Salvador 14. mars s.l. Þá var lögfræðingur nefndarinnar var drepinn úti fyrir skrifstofu nefndarinnar í San Salvador fyrir nokkrum vikum. Tilnefni íslenskir þingmenn Mannréttindanefndina til friðar- verðlauna Nóbels 1984 mun það þegar í stað hafa áhrif á stöðu nefndarinnar innan E1 Salvador, þar sem mannréttindafólk er í mikilli hættu. Þá mun slíkur stuðningur við nefndina gera henni kleift að sinna betur þeim verkefnum, sem fyrrverandi for- seti nefndarinnar, Maríanella Garcia-Villas hóf en þ.a.m. voru aðstoð við flóttamenn og börn þeirra frá E1 Salvador. Samband ungra jafnaðar- manna beinir þeim tilmælum sér- staklega til þingmanna Alþýðu- flokksins, að þeir taki vel undir þá hugmynd sem fram er komin og hafi um það forystu meðal þing- manna, að úthlutunarnefnd frið- arverðlauna berist ósk frá íslensk- um þingmönnum í þessu efni. Þá heitir Samband ungra jafn- aðarmanna áíslendinga að styðja nefndina fjárhagslega, en allur fjárhagsstuðningur viðnefndina mun renna til mannúðarverkefna í Mið-Ameríku.“ Verkalýðsfélagið Eining:_ Þungar áhyggiur A fundi trúnaðarmannaráðs Verka- lýðsfélagsins Einingar sem haldinn var 8. desember 1983 var samþykkt eftirfarandi ályktun, samhljóða. Fundur trúnaðarmannaráðs Verka- lýðsfélagsins Einingar haldinn 8. desember 1983 lýsir yfir miklum áhyggjum á því ástandi sem nú er að skapast í atvinnumálum á öllu Eyjafjarðarsvæðinu, þar sem lið- lega 400 manns eru atvinnulausir í lok nóvembermánaðar. Útlit er fyr- ir verulega fjölgun á næstu mánuð- um ef ekki verða viðhöfð skjót við- brögð til að afstýra því með ein- hverjum ráðum. Fundurinn skorar því á stjórnvöld og sveitarstjórnir á svæðinu að gera allt sem mögulegt er til þess að af- stýra frekara atvinnuleysi en orðið er.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.